Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum

Upp­lýs­ing­ar um bún­að­ar­mál lög­reglu í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins verða ekki veitt­ar fyrr en að fundi lokn­um. Sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir of langt seilst að segja að 250 jakka­föt sem keypt hafa ver­ið fyr­ir óein­kennisklædda lög­reglu­menn varði þjóðarör­yggi en vissu­lega sé um ör­ygg­is­ástæð­ur að ræða.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Lögreglan Nær allir 850 starfandi lögreglumenn hér á landi munu koma að leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu 16. og 17. maí. Keypt hafa verið 250 jakkaföt sem óeinkennisklæddir lögreglumenn munu klæðast við störf. Mynd: Af vef lögreglunnar

Lögreglan mun ekki veita upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. „Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Leiðtogafundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi. 44 af 46 þjóðarleiðtogum hafa staðfest komu sína á fundinn og löggæslan verður af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. RÚV greindi frá því í vikunni að um þrjú hundruð lögreglumenn hafa fengið sérstaka þjálfun í meðferð skotvopna í aðdraganda fundarins og fjárfest hefur verið í um 250 jakkafötum fyrir lögreglumenn sem verða óeinkennislæddir. 

Heimildin óskaði eftir frekari upplýsingum um jakkafatakaupin en fékk aðeins staðfestingu á kaupunum frá Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, og að þau verði notuð af starfsfólki lögreglu sem mun sinna verkefnum í tengslum við lífvarðagæslu. 

„Það væri nú frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi.“
Gunnar Hörður Garðarsson,
samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.

„Lögregla mun þó ekki veita nánari upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við fundinn fyrr en að loknum fundinum. Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. 

Gunnar Hörður segir það frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi. „En nánari upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í heild sinni og að hluta í tengslum við fundinn, hvort sem um er að ræða fatnað eða annað, verða ekki veittar fyrr en að loknum fundi.“

Leiðtogafundurinn fer fram 16. til 17. maí og mun hafa töluverð áhrif á miðborgina og nánasta nágrenni, meðal annars með víðtækum gatnalokunum. Kostnaður við löggæslu vegna leiðtogafundarins er áætlaður 1,4 milljarðar króna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    250 leynilögreglumenn sem sagt að dulbúa sig sem Mormona :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.
Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár