Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum

Upp­lýs­ing­ar um bún­að­ar­mál lög­reglu í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins verða ekki veitt­ar fyrr en að fundi lokn­um. Sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir of langt seilst að segja að 250 jakka­föt sem keypt hafa ver­ið fyr­ir óein­kennisklædda lög­reglu­menn varði þjóðarör­yggi en vissu­lega sé um ör­ygg­is­ástæð­ur að ræða.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Lögreglan Nær allir 850 starfandi lögreglumenn hér á landi munu koma að leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu 16. og 17. maí. Keypt hafa verið 250 jakkaföt sem óeinkennisklæddir lögreglumenn munu klæðast við störf. Mynd: Af vef lögreglunnar

Lögreglan mun ekki veita upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. „Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Leiðtogafundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi. 44 af 46 þjóðarleiðtogum hafa staðfest komu sína á fundinn og löggæslan verður af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. RÚV greindi frá því í vikunni að um þrjú hundruð lögreglumenn hafa fengið sérstaka þjálfun í meðferð skotvopna í aðdraganda fundarins og fjárfest hefur verið í um 250 jakkafötum fyrir lögreglumenn sem verða óeinkennislæddir. 

Heimildin óskaði eftir frekari upplýsingum um jakkafatakaupin en fékk aðeins staðfestingu á kaupunum frá Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, og að þau verði notuð af starfsfólki lögreglu sem mun sinna verkefnum í tengslum við lífvarðagæslu. 

„Það væri nú frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi.“
Gunnar Hörður Garðarsson,
samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.

„Lögregla mun þó ekki veita nánari upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við fundinn fyrr en að loknum fundinum. Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. 

Gunnar Hörður segir það frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi. „En nánari upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í heild sinni og að hluta í tengslum við fundinn, hvort sem um er að ræða fatnað eða annað, verða ekki veittar fyrr en að loknum fundi.“

Leiðtogafundurinn fer fram 16. til 17. maí og mun hafa töluverð áhrif á miðborgina og nánasta nágrenni, meðal annars með víðtækum gatnalokunum. Kostnaður við löggæslu vegna leiðtogafundarins er áætlaður 1,4 milljarðar króna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    250 leynilögreglumenn sem sagt að dulbúa sig sem Mormona :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár