Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum

Upp­lýs­ing­ar um bún­að­ar­mál lög­reglu í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins verða ekki veitt­ar fyrr en að fundi lokn­um. Sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir of langt seilst að segja að 250 jakka­föt sem keypt hafa ver­ið fyr­ir óein­kennisklædda lög­reglu­menn varði þjóðarör­yggi en vissu­lega sé um ör­ygg­is­ástæð­ur að ræða.

Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Lögreglan Nær allir 850 starfandi lögreglumenn hér á landi munu koma að leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu 16. og 17. maí. Keypt hafa verið 250 jakkaföt sem óeinkennisklæddir lögreglumenn munu klæðast við störf. Mynd: Af vef lögreglunnar

Lögreglan mun ekki veita upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. „Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar. 

Leiðtogafundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi. 44 af 46 þjóðarleiðtogum hafa staðfest komu sína á fundinn og löggæslan verður af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. RÚV greindi frá því í vikunni að um þrjú hundruð lögreglumenn hafa fengið sérstaka þjálfun í meðferð skotvopna í aðdraganda fundarins og fjárfest hefur verið í um 250 jakkafötum fyrir lögreglumenn sem verða óeinkennislæddir. 

Heimildin óskaði eftir frekari upplýsingum um jakkafatakaupin en fékk aðeins staðfestingu á kaupunum frá Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, og að þau verði notuð af starfsfólki lögreglu sem mun sinna verkefnum í tengslum við lífvarðagæslu. 

„Það væri nú frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi.“
Gunnar Hörður Garðarsson,
samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.

„Lögregla mun þó ekki veita nánari upplýsingar um búnaðarmál eða innkaup í tengslum við fundinn fyrr en að loknum fundinum. Þetta er gert af öryggisástæðum og í takt við vinnulag lögreglu á norðurlöndum, til að mynda, í aðdraganda sambærilegra funda,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. 

Gunnar Hörður segir það frekar langt seilst að segja að jakkafötin varði þjóðaröryggi. „En nánari upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í heild sinni og að hluta í tengslum við fundinn, hvort sem um er að ræða fatnað eða annað, verða ekki veittar fyrr en að loknum fundi.“

Leiðtogafundurinn fer fram 16. til 17. maí og mun hafa töluverð áhrif á miðborgina og nánasta nágrenni, meðal annars með víðtækum gatnalokunum. Kostnaður við löggæslu vegna leiðtogafundarins er áætlaður 1,4 milljarðar króna.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    250 leynilögreglumenn sem sagt að dulbúa sig sem Mormona :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár