Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lífslíkur Bandaríkjamanna í frjálsu falli

Með­al­ævi­lengd Banda­ríkja­manna er kom­in nið­ur í 76,1 ár og hef­ur ekki mælst lægri í 27 ár. Heims­far­ald­ur COVID-19 skýr­ir um 50 pró­sent af rýrn­un lífs­líkna að mati sér­fræð­inga.

Lífslíkur Bandaríkjamanna í frjálsu falli

„Sögulegt,“ „hræðilegt“ og „ógnvekjandi“. Lýðfræðingar eiga ekki orð til að lýsa hratt versandi lífslíkur í Bandaríkjunum á síðustu árum. Meðal-bandaríkjamaðurinn gat búist við að lifa í 79 ára fyrir nokkrum árum sem var þó töluvert undir meðaltali hjá efnaðri þjóðum heims, en árið 2022 var meðalævilengd komin niður í 76,1 ár, sem er lægsta mæling síðan 1996. Á Íslandi mælist meðalævilengd 82,5 ár sem er sex og hálft ár meira en í Bandaríkjunum.

Covid-faraldurinn aðeins ein af skýringunum

Að mati stofnunarinnar Center for Desease Control (CDC) útskýrir Covid-faraldurinn um það bil 50% af rýrnun lífslíkna. Faraldurinn reyndist vera sérstaklega banvænn í Bandaríkjunum en umframdauðsföll vegna Covid-19 eru talin vera yfir milljón talsins. Þetta skýrist af þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru offita og sykursýki útbreiddari þar í landi og auka líkur á andlátum af völdum Covid. Í öðru lagi búa borgarnir við veikt velferðarkerfi sem leiðir til erfiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu og veikari samningsstaða launþega gagnvart vinnuveitendum þegar kemur til dæmis að því að semja um fjarvinnu. Að lokum hefur verið töluverð andstaða almennings gegn bólusetningu: aðeins 30% Bandaríkjamanna hafa fengið örvunarskammt.

Í mörgum vestrænum löndum varð tímabundin og minniháttar dýfa í lífslíkum vegna Covid-faraldursins en í Bandaríkjunum varð dýfan meiri auk þess sem hún hefur ekki jafnað sig heldur hefur þróunin haldið áfram niður á við.

Opíóðafaraldur ein helsta plágan

„Pillumaðurinn,“ listaverk eftir Frank Huntleysem bjó verkið til úr lyfjadósum sem hann eignaðist sjálfur eftir að hann varð ópíóðafíkninni að bráð. Verkinu var stillt upp í mótmælaskyni fyrir framan dómsmálaráðuneytið í Washington (desember 2021)

Síðan 2010 hefur orðið sprenging í fjölda dauðsfalla vegna ofneyslu ópíóða. Milljónir Bandaríkjamanna urðu fíkninni að bráð á árunum 1990 til 2010 eftir ágenga auglýsingaherferð af hálfu lyfjaiðnaðarins. Eftir að stjórnvöld takmörkuðu sölu ópíóða árið 2010 sneru margir sér að svarta markaðnum. Þar hafði nýtt lyf skotið upp kollinum, fentanyl, sem var mun öflugra og hættulegra en aðrir ópíóðar. Á síðustu árum hafa um 100.000 Bandaríkjamanna látist árlega vegna ofskammta ópíóða. Þá eru dauðsföll vegna ópíoðafíknar orðin jafn mörg og dauðsföll í umferðarslysum.

Byssumenning og bílamenning áfram ráðandi

Fram að 1980 voru banaslys í umferðinni ekki meira vandamál vestanhafs en í Evrópu, en á síðustu þrjátíu árum hefur tíðni þeirra lækkað mun hraðar í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þróun almenningssamgangna, strangari hraðatakmarkanir, aukið eftirlit og aukin skattlagning á eldsneyti og þyngri ökutæki eru meðal þess sem hefur bætt umferðaröryggi í Evrópu, en slíkar aðgerðir hafa ekki verið innleiddar í sama mæli í Bandaríkjunum. Þungir og stórir jeppar og pallbílar hafa orðið sérstaklega vinsælir og ráðandi einkabílamenning hefur orðið til þess að á síðasta ári varð met í fjölda dauðsfalla meðal gangandi vegfarenda. Þá hefur dauðsföllum meðal hjólandi vegfarenda fjölgað um 44% milli 2010 og 2020. Banaslys í umferðinni eru í dag fjórum sinnum algengari vestanhafs en á Íslandi. 

Morðtíðni er sömuleiðis töluvert hærri í Bandaríkjunum en í flestum öðrum vestrænum löndum og byssumenningin spilar stóran þátt í því. Hún ústkýrir hins vegar ekki versnandi lífslíkur á síðustu árum því hún hefur lækkað töluvert á síðustu árum og áratugum og er nú orðin helmingi lægri en hún var árið 1990. Þrátt fyrir það er morðtíðni áfram miklu hærri vestanhafs en á Íslandi, eða 5,4 morð á ári fyrir hverja 100.000 íbúa á móti 0,7 á Íslandi.

Tíðni sjálfsvíga er líka líka tiltölulega há í Bandaríkjunum með 23 dauðsföll per 100.000 íbúa á mótu 11 á Íslandi. Hún er sérstaklega mikil hjá karlmönnum, sem eru fjórum sinnum líklegri en konur til að grípa til slíkra örþrifaráða.

Lífstílssjúkdómar áfram helsti skaðvaldur

Yfir 70% Bandaríkjamanna glíma við ofþyngd og 36% þjást af offitu, en offita er einn helsti áhættuþáttur þegar kemur að algengum dánarorsökum svo sem hjartasjúkdómar, sykursýki og heilablóðfall. Þá eru andlát sem rekja má til offitu tvöfalt algengari í Bandaríkjunum en á Íslandi.

Dauðsföll vegna offitu

Dýrt en óskilvirkt heilbrigðiskerfi

Samkvæmd tölum OECD verja Bandaríkjamenn um 17% af þjóðartekjum til heilbrigðiskerfisins sem er nánast tvöfalt meira en á Íslandi (8,3%) og í OECD (8,8%). En kerfið er mjög ósklivirkt og stór hluti af þessum fjármunum fer í umsýslukostnað og tryggingakostnað. Þá hafa efnameiri mjög greiðan aðgang að heilbrigðisjónustu en efnaminni standa jafnvel utan kerfisins.

17% af þjóðarframleiðslu til heilbrigðiskerfisinsÞrátt fyrir dýrt heilbrigðiskerfi búa Bandaríkjamenn við sífellt versnandi heilsu

„Við erum með frábært umönnunarkerfi sem heldur utan um þá sem eru mjög veikir,“ segir sérfræðingur í viðtali við Washington Post„en heilbrigðiskerfið okkar er mjög ófullnægjandi.“ Hann bendir á að aðgengi fólks að heilbrigðiskerfinu er háð meðal annars því hvort það sé tryggt, hvar það býr og af hvað litarhætti þar er. Slík misskipting leiðir til þess að sumir hafa ekki aðgang að þeim gæðum sem tryggir fólki gjarnan góða heilsu, svo sem hreint loft, hreint vatn, þak yfir höfuðið, góða menntun og heilsulegt fæði.

„Það sem gerir kerfið okkar öðruvísi er að við leggjum alla áherslu á þjónustu við sjúklinga á kostnað þess að fjárfesta í og styðja við forvarnir og heilsueflingu,“ segir annar sérfræðingur.

Misskipting dregur úr meðalævilengd

Á eyjunni Kúbu mælast hærri lífslíkur en í Bandaríkjunum (77,5) þrátt fyrir að litla eyjan í Karabíska hafinu sé með sjö sinnum minni þjóðarframleiðslu á mann en Bandaríkin. Í bók sinni The Spirit Level (2009) hafa bresku faraldursfræðingarnir Kate Pickett og Richard Wilkinson bent á að efnahagsleg gæði landsins og fjárframlög til heilbrigðiskerfisins leiða ekki endilega til betri heilsu og hærri lífslíkna. Þau halda því hins vegar fram að misskipting sé lykilþáttur og að lífslíkur séu yfirleitt hærri í þeim samfélögum þar sem jöfnuður er meiri.

„Það er sterk fylgni á milli misskiptingar annars vegar og lægri meðalævilengdar, hærra tíðni ungbarnadauða, slæmrar heilsu, hærra tíðni alnæmis og þunglyndis hins vegar,“ segja höfundarnir. Þá benda þeir á að svartir karlmenn í Harlem-hverfinu í New York búa við verri lífsslíkur en meðal-karlmaður í Bengladesh, endar er mikill munur á meðalævilengd hjá mismunandi þjóðfélagshópum.

„Það er hins vegar mikilvægt að árétta að verri lífslíkur endurspegla ekki eingöngu minni meðalævilengd hjá þeim lægri settum, sem búa gjarnan við verri heilsu, heldur eru lífsslíkur þeirra sem hafa það gott líka verri en annars staðar. Með öðrum orðum er það alveg sama hvar maður er staddur félagslega, það er alltaf ávinningur af því að búa í jafnara samfélagi,“ segja höfundarnir að lokum.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
4
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
7
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
9
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu