Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífslíkur Bandaríkjamanna í frjálsu falli

Með­al­ævi­lengd Banda­ríkja­manna er kom­in nið­ur í 76,1 ár og hef­ur ekki mælst lægri í 27 ár. Heims­far­ald­ur COVID-19 skýr­ir um 50 pró­sent af rýrn­un lífs­líkna að mati sér­fræð­inga.

Lífslíkur Bandaríkjamanna í frjálsu falli

„Sögulegt,“ „hræðilegt“ og „ógnvekjandi“. Lýðfræðingar eiga ekki orð til að lýsa hratt versandi lífslíkur í Bandaríkjunum á síðustu árum. Meðal-bandaríkjamaðurinn gat búist við að lifa í 79 ára fyrir nokkrum árum sem var þó töluvert undir meðaltali hjá efnaðri þjóðum heims, en árið 2022 var meðalævilengd komin niður í 76,1 ár, sem er lægsta mæling síðan 1996. Á Íslandi mælist meðalævilengd 82,5 ár sem er sex og hálft ár meira en í Bandaríkjunum.

Covid-faraldurinn aðeins ein af skýringunum

Að mati stofnunarinnar Center for Desease Control (CDC) útskýrir Covid-faraldurinn um það bil 50% af rýrnun lífslíkna. Faraldurinn reyndist vera sérstaklega banvænn í Bandaríkjunum en umframdauðsföll vegna Covid-19 eru talin vera yfir milljón talsins. Þetta skýrist af þremur þáttum. Í fyrsta lagi eru offita og sykursýki útbreiddari þar í landi og auka líkur á andlátum af völdum Covid. Í öðru lagi búa borgarnir við veikt velferðarkerfi sem leiðir til erfiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu og veikari samningsstaða launþega gagnvart vinnuveitendum þegar kemur til dæmis að því að semja um fjarvinnu. Að lokum hefur verið töluverð andstaða almennings gegn bólusetningu: aðeins 30% Bandaríkjamanna hafa fengið örvunarskammt.

Í mörgum vestrænum löndum varð tímabundin og minniháttar dýfa í lífslíkum vegna Covid-faraldursins en í Bandaríkjunum varð dýfan meiri auk þess sem hún hefur ekki jafnað sig heldur hefur þróunin haldið áfram niður á við.

Opíóðafaraldur ein helsta plágan

„Pillumaðurinn,“ listaverk eftir Frank Huntleysem bjó verkið til úr lyfjadósum sem hann eignaðist sjálfur eftir að hann varð ópíóðafíkninni að bráð. Verkinu var stillt upp í mótmælaskyni fyrir framan dómsmálaráðuneytið í Washington (desember 2021)

Síðan 2010 hefur orðið sprenging í fjölda dauðsfalla vegna ofneyslu ópíóða. Milljónir Bandaríkjamanna urðu fíkninni að bráð á árunum 1990 til 2010 eftir ágenga auglýsingaherferð af hálfu lyfjaiðnaðarins. Eftir að stjórnvöld takmörkuðu sölu ópíóða árið 2010 sneru margir sér að svarta markaðnum. Þar hafði nýtt lyf skotið upp kollinum, fentanyl, sem var mun öflugra og hættulegra en aðrir ópíóðar. Á síðustu árum hafa um 100.000 Bandaríkjamanna látist árlega vegna ofskammta ópíóða. Þá eru dauðsföll vegna ópíoðafíknar orðin jafn mörg og dauðsföll í umferðarslysum.

Byssumenning og bílamenning áfram ráðandi

Fram að 1980 voru banaslys í umferðinni ekki meira vandamál vestanhafs en í Evrópu, en á síðustu þrjátíu árum hefur tíðni þeirra lækkað mun hraðar í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þróun almenningssamgangna, strangari hraðatakmarkanir, aukið eftirlit og aukin skattlagning á eldsneyti og þyngri ökutæki eru meðal þess sem hefur bætt umferðaröryggi í Evrópu, en slíkar aðgerðir hafa ekki verið innleiddar í sama mæli í Bandaríkjunum. Þungir og stórir jeppar og pallbílar hafa orðið sérstaklega vinsælir og ráðandi einkabílamenning hefur orðið til þess að á síðasta ári varð met í fjölda dauðsfalla meðal gangandi vegfarenda. Þá hefur dauðsföllum meðal hjólandi vegfarenda fjölgað um 44% milli 2010 og 2020. Banaslys í umferðinni eru í dag fjórum sinnum algengari vestanhafs en á Íslandi. 

Morðtíðni er sömuleiðis töluvert hærri í Bandaríkjunum en í flestum öðrum vestrænum löndum og byssumenningin spilar stóran þátt í því. Hún ústkýrir hins vegar ekki versnandi lífslíkur á síðustu árum því hún hefur lækkað töluvert á síðustu árum og áratugum og er nú orðin helmingi lægri en hún var árið 1990. Þrátt fyrir það er morðtíðni áfram miklu hærri vestanhafs en á Íslandi, eða 5,4 morð á ári fyrir hverja 100.000 íbúa á móti 0,7 á Íslandi.

Tíðni sjálfsvíga er líka líka tiltölulega há í Bandaríkjunum með 23 dauðsföll per 100.000 íbúa á mótu 11 á Íslandi. Hún er sérstaklega mikil hjá karlmönnum, sem eru fjórum sinnum líklegri en konur til að grípa til slíkra örþrifaráða.

Lífstílssjúkdómar áfram helsti skaðvaldur

Yfir 70% Bandaríkjamanna glíma við ofþyngd og 36% þjást af offitu, en offita er einn helsti áhættuþáttur þegar kemur að algengum dánarorsökum svo sem hjartasjúkdómar, sykursýki og heilablóðfall. Þá eru andlát sem rekja má til offitu tvöfalt algengari í Bandaríkjunum en á Íslandi.

Dauðsföll vegna offitu

Dýrt en óskilvirkt heilbrigðiskerfi

Samkvæmd tölum OECD verja Bandaríkjamenn um 17% af þjóðartekjum til heilbrigðiskerfisins sem er nánast tvöfalt meira en á Íslandi (8,3%) og í OECD (8,8%). En kerfið er mjög ósklivirkt og stór hluti af þessum fjármunum fer í umsýslukostnað og tryggingakostnað. Þá hafa efnameiri mjög greiðan aðgang að heilbrigðisjónustu en efnaminni standa jafnvel utan kerfisins.

17% af þjóðarframleiðslu til heilbrigðiskerfisinsÞrátt fyrir dýrt heilbrigðiskerfi búa Bandaríkjamenn við sífellt versnandi heilsu

„Við erum með frábært umönnunarkerfi sem heldur utan um þá sem eru mjög veikir,“ segir sérfræðingur í viðtali við Washington Post„en heilbrigðiskerfið okkar er mjög ófullnægjandi.“ Hann bendir á að aðgengi fólks að heilbrigðiskerfinu er háð meðal annars því hvort það sé tryggt, hvar það býr og af hvað litarhætti þar er. Slík misskipting leiðir til þess að sumir hafa ekki aðgang að þeim gæðum sem tryggir fólki gjarnan góða heilsu, svo sem hreint loft, hreint vatn, þak yfir höfuðið, góða menntun og heilsulegt fæði.

„Það sem gerir kerfið okkar öðruvísi er að við leggjum alla áherslu á þjónustu við sjúklinga á kostnað þess að fjárfesta í og styðja við forvarnir og heilsueflingu,“ segir annar sérfræðingur.

Misskipting dregur úr meðalævilengd

Á eyjunni Kúbu mælast hærri lífslíkur en í Bandaríkjunum (77,5) þrátt fyrir að litla eyjan í Karabíska hafinu sé með sjö sinnum minni þjóðarframleiðslu á mann en Bandaríkin. Í bók sinni The Spirit Level (2009) hafa bresku faraldursfræðingarnir Kate Pickett og Richard Wilkinson bent á að efnahagsleg gæði landsins og fjárframlög til heilbrigðiskerfisins leiða ekki endilega til betri heilsu og hærri lífslíkna. Þau halda því hins vegar fram að misskipting sé lykilþáttur og að lífslíkur séu yfirleitt hærri í þeim samfélögum þar sem jöfnuður er meiri.

„Það er sterk fylgni á milli misskiptingar annars vegar og lægri meðalævilengdar, hærra tíðni ungbarnadauða, slæmrar heilsu, hærra tíðni alnæmis og þunglyndis hins vegar,“ segja höfundarnir. Þá benda þeir á að svartir karlmenn í Harlem-hverfinu í New York búa við verri lífsslíkur en meðal-karlmaður í Bengladesh, endar er mikill munur á meðalævilengd hjá mismunandi þjóðfélagshópum.

„Það er hins vegar mikilvægt að árétta að verri lífslíkur endurspegla ekki eingöngu minni meðalævilengd hjá þeim lægri settum, sem búa gjarnan við verri heilsu, heldur eru lífsslíkur þeirra sem hafa það gott líka verri en annars staðar. Með öðrum orðum er það alveg sama hvar maður er staddur félagslega, það er alltaf ávinningur af því að búa í jafnara samfélagi,“ segja höfundarnir að lokum.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
1
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
4
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
9
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hallgrímskirkjuturni þegar þessi ríkisstjórn hefur lagt upp laupana“
10
Stjórnmál

„Ég mun hrópa hallelúja uppi í Hall­gríms­kirkjut­urni þeg­ar þessi rík­is­stjórn hef­ur lagt upp laup­ana“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, ætl­ar að fara upp í Hall­gríms­kirkjut­urn og „hrópa hallelúja“ þeg­ar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna legg­ur upp laup­ana. Mið­flokk­ur­inn íhug­ar að leggja fram van­traust á mat­væla­ráð­herra eft­ir helgi. Þing­mað­ur Við­reisn­ar styð­ur til­lög­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár