Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir tonlistarkonan?
***
Aðalspurningar:
1. Við hvað starfar Rósa Guðbjartsdóttir?
2. Hvað er elsta starfandi íþróttafélagið á landinu, stofnað 1888?
3. Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Reynisfjalli?
4. Hvar verður vart veðurfyrirbrigðanna El Niño og La Niña?
5. Hversu gömul er elsta óopnaða vínflaskan sem varðveist hefur? Er hún frá 3400 fyrir Krist — 340 eftir Krist — eða 1340 eftir Krist?
6. Árið 1662 fór fram fundur einn hér á landi þar sem forráðamenn Íslendinga skrifuðu upp á ákveðið atriði að kröfu Dana. Hvað var það?
7. Hvar á íslandi fór þessi fundur fram?
8. Í hvaða styrjöld voru skriðdrekar fyrst notaðir?
9. Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið meistari í karlafótboltanum á Ítalíu?
10. Hvað kallast kallast laktósi á íslensku?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karlinn?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hún er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
2. Glímufélagið Ármann. Hér var ég með í huga líkamlegar íþróttir sem kallaðar eru. Mér hefur verið bent á að Skotfélag Reykjavíkur kalli sig „elsta íþróttafélag landsins“ en það var stofnað 1867. Ég gef því rétt fyrir Skotfélagið líka.
3. Vík í Mýrdal.
4. Í Kyrrahafi.
5. 340 eftir Krist.
6. Einveldi Danakonungs.
7. Í Kópavogi.
8. Fyrri heimsstyrjöld.
9. Juventus.
10. Mjólkursykur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Laufey Lin.
Á neðri myndinni er skákmeistarinn Viktor Kortsnoj.
Athugasemdir