1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

1128. spurningaþraut: Elsta óopnaða vínflaskan og elsta íþróttafélagið

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir tonlistarkonan?

***

Aðalspurningar:

1.  Við hvað starfar Rósa Guðbjartsdóttir?

2.  Hvað er elsta starfandi íþróttafélagið á landinu, stofnað 1888?

3.  Hvaða þéttbýlisstaður er næstur Reynisfjalli?

4.  Hvar verður vart veðurfyrirbrigðanna El Niño og La Niña?

5.  Hversu gömul er elsta óopnaða vínflaskan sem varðveist hefur? Er hún frá 3400 fyrir Krist — 340 eftir Krist — eða 1340 eftir Krist?

6.  Árið 1662 fór fram fundur einn hér á landi þar sem forráðamenn Íslendinga skrifuðu upp á ákveðið atriði að kröfu Dana. Hvað var það?

7.  Hvar á íslandi fór þessi fundur fram?

8.  Í hvaða styrjöld voru skriðdrekar fyrst notaðir?

9.  Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið meistari í karlafótboltanum á Ítalíu?

10.  Hvað kallast kallast laktósi á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hún er bæjarstjóri í Hafnarfirði.

2.  Glímufélagið Ármann. Hér var ég með í huga líkamlegar íþróttir sem kallaðar eru. Mér hefur verið bent á að Skotfélag Reykjavíkur kalli sig „elsta íþróttafélag landsins“ en það var stofnað 1867. Ég gef því rétt fyrir Skotfélagið líka.

3.  Vík í Mýrdal.

4.  Í Kyrrahafi.

5.  340 eftir Krist.

6.  Einveldi Danakonungs.

7.  Í Kópavogi.

8.  Fyrri heimsstyrjöld.

9.  Juventus.

10.  Mjólkursykur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Laufey Lin.

Á neðri myndinni er skákmeistarinn Viktor Kortsnoj.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár