Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Icelandair tapaði sjö milljörðum og PLAY 2,3 milljörðum á þremur mánuðum

Ís­lensku flug­fé­lög­in skil­uðu bæði tapi á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2023. Sá árs­fjórð­ung­ur er að venju krefj­andi í rekstri þeirra.

Icelandair tapaði sjö milljörðum og PLAY 2,3 milljörðum á þremur mánuðum

Icelandair Group tapaði sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Það er nánast sama tap og varð á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar flugfélagið tapaði 7,1 milljarði króna. Farþegar sem flugu með Icelandair voru hins vegar 57 prósent fleiri á fyrsta ársfjórðungi í ár en þeir voru á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 47 prósent milli ára og voru 33,3 milljarðar króna. Félagið átti laust fé upp á 63 milljarða króna í lok mars síðastliðins. 

Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair Gropu fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins sem birt var í dag.

Uppsafnað tap Icelandair frá upphafi árs 2018 er því komið í 87 milljarða króna, en vert er að taka fram að fyrsti ársfjórðungur nær yfir mánuði sem teljast utan háannatíma á Íslandi.

Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, að eldsneytisverð, veðurtengdar flugraskanir og verðbólga hafi haft meiri áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum en búist var við. „Til viðbótar var afkoman af fraktstarfsemi okkar undir væntingum vegna krefjandi markaðsaðstæðna og tafa í fraktflugáætlun. Horfur í fraktflutningum verða áfram krefjandi og munum við á næstunni leggja alla áherslu á að bæta afkomuna. Leiguflugstarfsemi félagsins gekk vel í fjórðungnum og útlit er fyrir áframhaldandi góða afkomu á árinu.“

Bókarnir á næstu sex mánuðum séu um 40 prósent fleiri en í fyrra og að framundan sé stærsta flugáætlun í sögu félagsins, þar sem áfangastaðirnir verði 54 talsins. 

Hitt íslenska flugfélagið, PLAY, birti líka árshlutauppgjör sitt í dag. Tap þess á fyrstu þremur mánuðum ársins var 2,3 milljarðar króna, sem er meira tap en var hjá félaginu á sama tíma í fyrra. Þetta tap bætist við næstum tíu milljarða króna samanlagt tap á árunum 2021 og 2022. 

Í tilkynningu er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra PLAY, að árangurinn á árshlutanum hafi verið í fullu samræmi við væntingar. „Við sjáum mjög jákvæð teikn á lofti og bókunarstaðan er mjög góð. Kostnaður er í góðum skorðum og veigamiklir ytri þættir hafa verið að þróast í rétta átt, svo sem olíuverð. Til vitnis um þessa þróun er sú ánægjulega staðreynd að við státum nú af aukinni lausafjárstöðu eftir fyrsta ársfjórðung, sem er umtalsvert afrek fyrir ungt flugfélag í vaxtarfasa.“ 

ForstjórinnBirgir Jónsson stýrir PLAY.

Handbært fé PLAY í lok mars var um 5,1 milljarðar króna sem er um 1,1 milljarði króna meira en félagið átti í handbært fé um síðustu áramót. 

PLAY mun fljúga til 37 áfangastaða á árinu og þar af eru þrettán nýir.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
5
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár