Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað

Sam­kvæmt nýrri reglu­gerð get­ur flótta­fólk, með­al ann­ars fylgd­ar­laus börn, nú feng­ið 75 til 150 þús­und króna við­bót­ar­styrk fari þau af landi brott áð­ur en frest­ur til heim­far­ar er lið­inn. Auk þess býðst þeim áfram að fá ferða­styrk og endurað­lög­un­ar­styrk fyr­ir að fara ann­að ásamt því sem ís­lenska rík­ið greið­ir fyr­ir þau flug­mið­ann. Til­gang­ur styrkj­anna er að spara rík­inu kostn­að vegna brott­vís­ana.

Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað
Ráðherra Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra og leggur fram drögin að reglugerðinni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur kynnt drög að reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda sem felur í sér að flóttafólki er greitt reiðufé ef það fer sjálfviljugt úr landi eftir að hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. 

Á meðal þess sem fram kemur í drögunum er að fylgdarlaus börn geti fengið allt að 2.700 evrur, um 405 þúsund krónur á núvirði, til að fara aftur til heimaríkis síns til viðbótar við það að íslenska ríkið greiðir fyrir það flugfargjöld til heima- eða viðtökuríkis.

Styrkurinn skiptist í ferðastyrk upp á 200 evrur, um 30 þúsund krónur, og svokallaðan enduraðlögunarstyrk upp á 2.000 evrur, um 300 þúsund krónur. Ef fylgdarlaust barn sækir um styrk áður en frestur til heimfarar er liðinn þá er í boði viðbótarstyrkur upp á 500 evrur, um 75 þúsund krónur. 

Ferðastyrkurinn er reiðufé sem viðkomandi fylgdarlaust barn fær til að kaupa nauðsynjar meðan á ferðalagi þess til heima- eða …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár