Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur kynnt drög að reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda sem felur í sér að flóttafólki er greitt reiðufé ef það fer sjálfviljugt úr landi eftir að hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd.
Á meðal þess sem fram kemur í drögunum er að fylgdarlaus börn geti fengið allt að 2.700 evrur, um 405 þúsund krónur á núvirði, til að fara aftur til heimaríkis síns til viðbótar við það að íslenska ríkið greiðir fyrir það flugfargjöld til heima- eða viðtökuríkis.
Styrkurinn skiptist í ferðastyrk upp á 200 evrur, um 30 þúsund krónur, og svokallaðan enduraðlögunarstyrk upp á 2.000 evrur, um 300 þúsund krónur. Ef fylgdarlaust barn sækir um styrk áður en frestur til heimfarar er liðinn þá er í boði viðbótarstyrkur upp á 500 evrur, um 75 þúsund krónur.
Ferðastyrkurinn er reiðufé sem viðkomandi fylgdarlaust barn fær til að kaupa nauðsynjar meðan á ferðalagi þess til heima- eða …
Athugasemdir (1)