Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins

Bor­ið hef­ur á því að fólk sem ekki glím­ir við flók­inn vímu­efna­vanda eða al­var­leg­ar geðrask­an­ir leiti í gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa því það á ekki í önn­ur hús að venda. Vanda­mál­ið er hátt leigu­verð og lít­ið fram­boð af hús­næði. Þetta eru í meiri­hluta karl­menn sem jafn­vel tala hvorki ensku né ís­lensku og þarf starfs­fólk skýl­anna að nota Google Translate til að eiga fyrstu sam­skipti við fólk­ið.

Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins

„Að undanförnu hefur nokkuð borið á því að einstaklingar leiti í neyðarskýlin sem eru ekki með miklar og flóknar þjónustuþarfir en skortir húsnæði. Á þessu hefur borið í Konukoti og í neyðarskýlinu á Lindargötu.“ Þetta kemur fram í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Heimildarinnar. 

„Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir“

„Já, við vitum um fólk í þessari stöðu. Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir,“ segir Dorota Harembska, samræmingarstjóri Barka-verkefnisins á Íslandi. Barka eru pólsk samtök sem veita stuðning og ráðgjöf við heimilislaust fólk af erlendum uppruna.

Dorota segir ástæðuna fyrir því að þessir menn séu heimilislausir sé hátt leiguverð og lítið framboð á húsnæðismarkaði. Hún bendir líka á að það sé nokkur hópur erlendra ríkisborgara sem hafi hvorki fundið íbúð né herbergi til að leigja og búi þess í stað á gistiheimilum. Sumir …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár