Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins

Bor­ið hef­ur á því að fólk sem ekki glím­ir við flók­inn vímu­efna­vanda eða al­var­leg­ar geðrask­an­ir leiti í gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa því það á ekki í önn­ur hús að venda. Vanda­mál­ið er hátt leigu­verð og lít­ið fram­boð af hús­næði. Þetta eru í meiri­hluta karl­menn sem jafn­vel tala hvorki ensku né ís­lensku og þarf starfs­fólk skýl­anna að nota Google Translate til að eiga fyrstu sam­skipti við fólk­ið.

Gista í neyðarskýlum vegna stöðu húsnæðismarkaðarins

„Að undanförnu hefur nokkuð borið á því að einstaklingar leiti í neyðarskýlin sem eru ekki með miklar og flóknar þjónustuþarfir en skortir húsnæði. Á þessu hefur borið í Konukoti og í neyðarskýlinu á Lindargötu.“ Þetta kemur fram í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Heimildarinnar. 

„Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir“

„Já, við vitum um fólk í þessari stöðu. Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir,“ segir Dorota Harembska, samræmingarstjóri Barka-verkefnisins á Íslandi. Barka eru pólsk samtök sem veita stuðning og ráðgjöf við heimilislaust fólk af erlendum uppruna.

Dorota segir ástæðuna fyrir því að þessir menn séu heimilislausir sé hátt leiguverð og lítið framboð á húsnæðismarkaði. Hún bendir líka á að það sé nokkur hópur erlendra ríkisborgara sem hafi hvorki fundið íbúð né herbergi til að leigja og búi þess í stað á gistiheimilum. Sumir …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár