„Að undanförnu hefur nokkuð borið á því að einstaklingar leiti í neyðarskýlin sem eru ekki með miklar og flóknar þjónustuþarfir en skortir húsnæði. Á þessu hefur borið í Konukoti og í neyðarskýlinu á Lindargötu.“ Þetta kemur fram í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Heimildarinnar.
„Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir“
„Já, við vitum um fólk í þessari stöðu. Þetta eru aðallega karlmenn sem glíma hvorki við áfengis- né fíkniefnavanda en eru heimilislausir,“ segir Dorota Harembska, samræmingarstjóri Barka-verkefnisins á Íslandi. Barka eru pólsk samtök sem veita stuðning og ráðgjöf við heimilislaust fólk af erlendum uppruna.
Dorota segir ástæðuna fyrir því að þessir menn séu heimilislausir sé hátt leiguverð og lítið framboð á húsnæðismarkaði. Hún bendir líka á að það sé nokkur hópur erlendra ríkisborgara sem hafi hvorki fundið íbúð né herbergi til að leigja og búi þess í stað á gistiheimilum. Sumir …
Athugasemdir