Færa mætti rök fyrir því að bókasöfn séu í eðli sínu and-kapítalískar stofnanir.
Þeim er haldið úti almenningi til heilla en ekki í gróðaskyni, og borgarar hafa allir aðgang að þeim óháð stétt eða stöðu. Á almenningsbókasafni má hangsa inni tímunum saman án þess að greiða aðgangseyri eða vera beðinn um að kaupa eitthvað til að réttlæta viðveru sína þar inni. Þó er eitt bókasafn í Reykjavík sem tekur þessa náttúrulegu andstöðu bókasafna við kapítalið á annað stig. Þegar blaðamaður leitaðist eftir að skrifa umfjöllun um safnið var ekki í boði að taka viðtal við forstöðumann safnsins, enda slík manneskja ekki til í þessu anarkíska skipulagi sem miðar að því að afnema hvers lags valdapýramída á við forstöðumenn og stofnanir ríkisins. Vegurinn að umfjölluninni varð því að fylgja öðru kerfi. Blaðamaður fór því einfaldlega á fund safnsins sjálfs og tók við það viðtal.
Bókasafnið er til húsa í róttæka félagsrýminu …
Athugasemdir