Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf

Allt að 900 starfs­menn skóla og frí­stunda­heim­ila í fjór­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gætu lagt nið­ur störf, í fyrstu lotu verk­falla sem að­ild­ar­fé­lög BSRB hefja að greiða at­kvæði um í dag. Verk­falls­að­gerð­ir BSRB-fé­laga eru fyr­ir­hug­að­ar í fleiri sveit­ar­fé­lög­um.

Allt að 900 starfsmenn skóla og frístundaheimila gætu lagt niður störf
BSRB Verkfallsaðgerðirnar sem fyrirhugaðar eru hjá BSRB-félögum gætu náð til alls 1.500 manns. Mynd: Bára Huld Beck

Á hádegi í dag hefjast fyrstu atkvæðagreiðslurnar um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrstu aðgerðirnar eru áformaðar í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnanesi og Mosfellsbæ í maí og júní, en þar mun starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila leggja niður störf ef verkfallsboðun verður samþykkt.

Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi á laugardag. Samkvæmt upplýsingum sem Heimildin fékk frá BSRB ná áformaðar aðgerðir til um 900 starfsmanna í sveitarfélögunum fjórum.

Misjafnt er á milli sveitarfélaganna fjögurra hvort allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar eða einungis starfmenn þeirra stofnana sem verkfallsaðgerðirnar ná til.

Segja Sambandið neita að leiðrétta mismunun á launum

Í tilkynningu frá BSRB segir að kjaradeilan snúi að sameiginlegri kröfu BSRB-félaga um að starfsfólk sveitarfélaga, m.a. starfsfólk leikskóla, grunnskóla, sundlauga, íþróttamiðstöðva og starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk, fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafi þegar fengið frá 1. janúar.

„Þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga neitar að leiðrétta augljósa mismunun á launum starfsfólks, og fundir með ríkissáttasemjara hafa engu skilað, er næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðir svo knýja megi viðsemjendur okkar til samninga,“ segir í tilkynningunni. 

Kjaradeilan, sem er á milli ellefu félaga starfsmanna sveitarfélaga, snertir samninga alls um 7.000 starfsmanna.

Aðgerðir fyrirhugaðar víðar um landið

Ef verkfallsboðunin verður samþykkt verður fyrsta lota verkfalla dagana 15. og 16. maí í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar, en greidd eru atkvæði um frekari aðgerðir sem ná fram í júnímánuð.

Á næstu dögum koma fleiri BSRB-félög til með að boða til atkvæðagreiðslu um aðgerðir, en aðgerðir eru sagðar fyrirhugaðar í Hafnarfirði, Ölfusi, Árborg, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ og víðar um landið. Alls gætu 1.500 manns um land allt lagt niður störf í þeim aðgerðum sem eru áformaðar, verði samþykkt að ráðast í þær. 

Sveitarfélögin sýni starfsfólki sínu „ótrúlega óbilgirni“

Í fréttatilkynningu BSRB er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni að sú staða sem uppi er í kjaraviðræðunum komi mjög á óvart, þar sem BSRB hafi farið fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma.

„Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt,“ er haft eftir Sonju Ýr.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár