Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Meintur brotaþoli sýknaður en náinn aðstandandi dæmdur

Í 28 manna lok­uð­um Face­book-hópi, sem sner­ist um að vara við vafa­söm­um ein­stak­ling­um, sagði Edda Sig­urð­ar­dótt­ir frá því að nafn­greind­ur mað­ur hefði nauðg­að sér. Síð­ar sagði Sesselja María Morten­sen frá því, í sama hópi, að þessi mað­ur hefði nauðg­að konu sem væri sér mjög kær og vís­aði þar til Eddu. Edda kærði nauðg­un­ina en mál­ið var fellt nið­ur. Í fram­hald­inu fór mað­ur­inn í meið­yrða­mál við þær báð­ar þar sem Edda var sýkn­uð en Sesselja á end­an­um dæmd. Edda þarf þó að greiða millj­ón­ir í máls­kostn­að.

Meintur brotaþoli sýknaður en náinn aðstandandi dæmdur
Ósáttar Edda Sigurðardóttir og Sesselja María Mortensen undrast að Edda hafi verið sýknuð í Landsrétti en Sesselja fundin sek um meiðyrði. Mynd: Heiða Helgadóttir

Edda Sigurðardóttur kærði nauðgun til lögreglu í maí árið 2018. Hún og maðurinn sem hún kærði fyrir nauðgun tilheyrðu sama jaðarsamfélaginu. Í því skyni að vara aðrar konur við honum birti hún í júlímánuði færslu í lokuðum Facebook-hópi með 28 meðlimum þessa jaðarsamfélags, aðallega konum, hópi sem var ætlað að auka öryggi fólks.

Hún skrifaði: „Mig langaði að vekja athygli á manni sem heitir [...]. Hann nauðgaði mér í byrjun maí á þessu ári og ég veit fyrir víst að hann hefur verið óþægilegur og óviðeigandi við fleiri og virðist takmarkað virða mörk. Held það sé mjög mikilvægt að varað sé við honum. Það sem hann gerði mér er ekki leyndarmál og það má segja frá því og nefna mig á nafn þegar það er gert ef þið viljið. Farið varlega ♥“.

Sesselja María Mortensen var umsjónarkona hópsins. Hún hafði fengið tvær aðrar ábendingar um óviðeigandi hegðun mannsins og birti …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár