Innrásin í Úkraínu hefur hrint af stað atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir á tímum friðar í Evrópu. Kúvending hefur átt sér stað í utanríkis- og varnarstefnu margra Evrópulanda. Þann 4. apríl var umsókn Finna um aðild að Nató formlega samþykkt. Finnar höfðu sögulega séð verið frekar andvígir aðild að bandalaginu en stuðningur við aðild jókst mjög hratt eftir innrásina og mældist allt að 80% í skoðanakönnunum.
„Þann 24. febrúar 2022 áttuðum við okkur á því að það væri ekki hægt að treysta alþjóðalögum og samþykktum til að halda rússneska ríkinu í skefjum,“ sagði finnskur embættismaður á ráðstefnu um framtíðarhorfur í alþjóðasamvinnu sem var haldin á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á dögunum undir yfirskriftinni „Alþjóðasamvinna á krossgötum“.
Þá hafa Finnar hafið framkvæmdir við lagningu á 200 kílómetra girðingu við landamærin að Rússlandi, en stjórnvöld í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa verið sökuð um að ýta undir ólöglega fólksflutninga yfir …
Athugasemdir