Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Alþjóðasamvinna í kreppu

Úkraínu­stríð­ið virð­ist hafa hrint af stað ákveð­inni sjálfs­skoð­un hjá Norð­ur­landa­þjóð­un­um hvað varð­ar stöðu þeirra í al­þjóð­legu sam­hengi, en varn­ar­mál eru í brenni­depli. Fræði­menn, stjórn­mála­menn og áhuga­fólk um al­þjóða­mál komu ný­lega sam­an á ráð­stefnu í HÍ til að ræða fram­tíð­ar­horf­ur í al­þjóða­sam­vinnu.

Alþjóðasamvinna í kreppu
Antonio Guterres Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir mannkynið heyja stríð gegn jörðinni. Það væri sjálfsmorð. Jörðin slær alltaf til baka. Mynd: AFP

Innrásin í Úkraínu hefur hrint af stað atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir á tímum friðar í Evrópu. Kúvending hefur átt sér stað í utanríkis- og varnarstefnu margra Evrópulanda. Þann 4. apríl var umsókn Finna um aðild að Nató formlega samþykkt. Finnar höfðu sögulega séð verið frekar andvígir aðild að bandalaginu en stuðningur við aðild jókst mjög hratt eftir innrásina og mældist allt að 80% í skoðanakönnunum.

„Þann 24. febrúar 2022 áttuðum við okkur á því að það væri ekki hægt að treysta alþjóðalögum og samþykktum til að halda rússneska ríkinu í skefjum,“ sagði finnskur embættismaður á ráðstefnu um framtíðarhorfur í alþjóðasamvinnu sem var haldin á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á dögunum undir yfirskriftinni „Alþjóðasamvinna á krossgötum“.

Þá hafa Finnar hafið framkvæmdir við lagningu á 200 kílómetra girðingu við landamærin að Rússlandi, en stjórnvöld í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa verið sökuð um að ýta undir ólöglega fólksflutninga yfir …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár