Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir ungi pilturinn á myndinni hér að ofan? Hann er nú afreksmaður mikill.
***
Aðalspurningar:
1. Á dögunum var frumsýnt leikrit í stórmarkaði í Reykjavík. Hvaða stórmarkaði?
2. Hverrar þjóðar var Nobel sá sem hin frægu verðlaun eru kennd við?
3. Hvað hét höfuðborgin í Suður Víetnam á tímum Víetnam-stríðsins?
4. Gamalkunnur íslenskur brandari átti að sýna fram á hve íslenskur stjórnmálamaður (nokkrir voru nefndir til sögunnar) væri lélegur í ensku. Eftir dýrlegan málsverð með ægilega fínum gestum erlendis frá átti pólitíkusinn okkar að hafa sagt, mumpandi ánægjulega ... ja, hvernig á hann að hafa látið í ljós ánægju sína?
5. Hvaða stofnun stýrir Georg Lárusson?
6. Hvaða stjörnumerki er nú í gangi í dýrahringnum?
7. Hvaða Disney-mynd verður sett upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári?
8. Hver ætlar að leikstýra verkinu bæði hér og á öðrum Norðurlöndum?
9. Í hvaða firði, flóa, vík eða vogi við Ísland strandaði saltflutningaskip frá Barbados í síðasta mánuði?
10. En á mótum hvaða tveggja hafsvæða er Barbados?
***
Seinni aukaspurning:
Málverkið hér að neðan (smellið á það til að skoða það nánar) er frá 19. öld og heitir „Helgiganga í XXX-héraði“. Í héraðinu, sem ég set stafina XXX yfir, fór seinna fram ein mesta orrusta seinni heimsstyrjaldar sumarið 1943, þótt ekki stæði hún mjög lengi. Þessi stutta og snarpa orrusta er kennd við héraðið, rétt eins og málverkið. Hvað heitir þetta hérað? — Ef þið hafið að auki nafnið á málaranum, þá fáiði vitaskuld lárviðarstig.
***
Svör við aðalspurningum:
1. Krónunni.
2. Sænskur.
3. Saigon.
4. „I'm so sad that I could spring.“
5. Landhelgisgæslunni.
6. Nautið.
7. Frozen.
8. Gísli Örn.
9. Húnaflóa.
10. Karíbahafs og Atlantshafs.
***
Svör við aukaspurningum:
Pilturinn á efri myndinni heitir Erling Haaland.
Málverkið á neðri myndinni heitir fullu nafni Helgiganga í Kursk-héraði. Orrustan við Kursk var háð sumarið 1943. Rétta svarið er sem sagt Kursk. — Málarinn hét Repin.
Athugasemdir