Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1111. spurningaþraut: Breskur bær, fótboltafélag, bækur og fljót

1111. spurningaþraut: Breskur bær, fótboltafélag, bækur og fljót

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan? Gætið vandlega að.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi hefur póstnúmerið 200?

2.  Hver skrifaði hinar geysivinsælu Ævintýrabækur fyrir börn sem nutu einkum vinsælda hér á landi 1955-1975?

3.  Hvað nefndist dýrið sem kom mjög við sögu í þessum bókaflokki?

4.  Sami höfundur skrifaði þrjá bókaflokka aðra af svipuðu tagi sem einnig komu út á íslensku. Af einum flokknum komu þó aðeins fáeinar bækur. Hvað hétu þessir flokkar? Fyrir tvo flokka fást stig, en ef þið hafið alla þrjá fáiði Iðunnarstig!  

5.  Hvar er Vilhjálmur Alexander konungur?

6.  Í hvaða landi er borgin Avignon?

7.  Hversu margir eru þeir Kim-feðgar sem ráðið hafa Norður-Kóreu hver af öðrum?

8.  Gylfi Þór Sigurðsson fór ungur til Bretlands og komst til manns sem fótboltamaður hjá félagi einu sem hefur aðsetur í bæ ofarlega við næstlengsta fljót Bretlandseyja. Hvað heitir bærinn og þar með fótboltafélagið líka?

9.  En hvað heitir þetta næstlengsta fljót Bretlands?

10.  Hvað er Steinway?

***

Seinni aukaspurning:

Við hvaða götu stendur þetta hús?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kópavogur.

2.  Enid Blyton.

3.  Páfagaukurinn Kíkí.

4.  Dularfullu bækurnar, Fimm-bækurnar og svo bækurnar um Leynifélagið Sjö saman, eða Sjö saman.

5.  Hollandi.

6.  Frakklandi.

7.  Þrír.

8.  Reading.

9.  Thames.

10.  Píanó-tegund.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Gísli Marteinn. Myndin er frá 2005 þegar hún var notuð í auglýsingaherferð VR gegn kynbundnum launamun undir fyrirsögninni Láttu ekki útlitið blekkja þig.

Húsið á neðri myndinni er Safnahúsið sem stendur við Hverfisgötu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár