Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða þjóð má ætla að karlinn hér að ofan sé? Og þá er ekki átt við þjóð sem rúmast innan landamæra eins ríkis.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Teheran?

2.  Jón forseti var fyrsta skipið af ákveðinni tegund sem smíðað var sérstaklega fyrir Íslendinga. Jón forseti var ... hvernig skip?

3.  Madeleine Albright, Hillary Clinton og Condoleezza Rice hafa allar gegnt einu og sama starfinu. Hvaða starf er það?

4.  Hvað heitir íslenski ljósmyndarinn sem er sérstaklega kunnur fyrir magnaðar myndir sínar frá Grænlandi, oftar en ekki svarthvítar?

5.  Hvar á Íslandi hefur íþróttafélagið Einherji bækistöðvar?

6.  Hvers konar dýr eru kameljón?

7.  „Dómararnir eru komnir upp með höndina.“ Hvað er á seyði þegar handboltalýsandi í sjónvarpinu lætur þessi orð falla?

8.  Í langan tíma kringum síðustu aldamót var Agnes Bragadóttir meðal kunnustu fulltrúa ákveðinnar starfsstéttar. Agnes var þá ... hvað?

9.  Fjórmenningarnir Roger Waters, Rick Wright, David Gilmour og Nick Mason voru lengst af samverkamenn í frægri hljómsveit. Hvað hét eða heitir hún?

10.  Hver sagði nýlega í blaðaviðtali eftir að hafa kynnst bæði listamönnum og þingmönnum: „Ég hef að vísu verið inn­an um lista­menn alla ævi en aldrei kynnst í þeirra röðum öðrum eins príma­donn­um og at­hygl­is­fíkl­um og sum­ir þing­menn eru óneit­an­lega.“

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni framan á DV fyrir talsverðu síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Íran.

2.  Togari.

3.  Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna.

4.  Ragnar Axelsson, RAX.

5.  Vopnafirði.

6.  Eðlur.

7.  Liðið sem er með boltann verður að fara að skjóta á mark fyrr en síðar.

8.  Blaðamaður.

9.  Pink Floyd.

10.  Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Túaregi en sú þjóð er af berbískum uppruna og býr í mörgum löndum í og við Sahara-eyðimörkina. Túaregar eru auðþekktir af bláa litnum.

Á neðri myndinni er Alma Möller, núverandi landlæknir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár