Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

1109. spurningaþraut: „Dómararnir eru komnir upp með höndina“

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða þjóð má ætla að karlinn hér að ofan sé? Og þá er ekki átt við þjóð sem rúmast innan landamæra eins ríkis.

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi er höfuðborgin Teheran?

2.  Jón forseti var fyrsta skipið af ákveðinni tegund sem smíðað var sérstaklega fyrir Íslendinga. Jón forseti var ... hvernig skip?

3.  Madeleine Albright, Hillary Clinton og Condoleezza Rice hafa allar gegnt einu og sama starfinu. Hvaða starf er það?

4.  Hvað heitir íslenski ljósmyndarinn sem er sérstaklega kunnur fyrir magnaðar myndir sínar frá Grænlandi, oftar en ekki svarthvítar?

5.  Hvar á Íslandi hefur íþróttafélagið Einherji bækistöðvar?

6.  Hvers konar dýr eru kameljón?

7.  „Dómararnir eru komnir upp með höndina.“ Hvað er á seyði þegar handboltalýsandi í sjónvarpinu lætur þessi orð falla?

8.  Í langan tíma kringum síðustu aldamót var Agnes Bragadóttir meðal kunnustu fulltrúa ákveðinnar starfsstéttar. Agnes var þá ... hvað?

9.  Fjórmenningarnir Roger Waters, Rick Wright, David Gilmour og Nick Mason voru lengst af samverkamenn í frægri hljómsveit. Hvað hét eða heitir hún?

10.  Hver sagði nýlega í blaðaviðtali eftir að hafa kynnst bæði listamönnum og þingmönnum: „Ég hef að vísu verið inn­an um lista­menn alla ævi en aldrei kynnst í þeirra röðum öðrum eins príma­donn­um og at­hygl­is­fíkl­um og sum­ir þing­menn eru óneit­an­lega.“

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni framan á DV fyrir talsverðu síðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Íran.

2.  Togari.

3.  Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna.

4.  Ragnar Axelsson, RAX.

5.  Vopnafirði.

6.  Eðlur.

7.  Liðið sem er með boltann verður að fara að skjóta á mark fyrr en síðar.

8.  Blaðamaður.

9.  Pink Floyd.

10.  Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Túaregi en sú þjóð er af berbískum uppruna og býr í mörgum löndum í og við Sahara-eyðimörkina. Túaregar eru auðþekktir af bláa litnum.

Á neðri myndinni er Alma Möller, núverandi landlæknir.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
6
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár