Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Gylfi Þór Sig­urðs­son er laus allra mála eft­ir að lög­regl­an í Manchester ákvað að ákæra hann ekki fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn ólögráða ein­stak­lingi.

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og er laus allra mála. Fotbolti.net greinir frá þessu eftir að hafa fengið yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester sem staðfestir þetta. 

„Maðurinn, sem er 33 ára, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn sem hófst í júní 2021 er laus allra mála. Rannsóknarteymið og ríkissaksóknari hafa unnið saman og komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem liggja fyrir á þessum tíma ná ekki þeim þröskuldi sem settur er fram í reglum saksóknara," segir í yfirlýsingunni.

Gylfi Þór er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar og hafði átt afar farsælan feril í atvinnumennsku þegar hann var handtekinn fyrir 21 mánuði síðan. Á unglingsaldri lék hann með FH og Breiðablik áður en hann gekk til liðs við Reading á Englandi aðeins 16 ára að aldri. Árið 2010 var samningur hans seldur til 1899 Hoffenheim á Þýskalandi þar sem hann lék í tvö ár. Eftir tíma á láni hjá Swansea í Wales gekk hann til liðs við Tottenham Hotspur. Fór hann aftur til Swansea áður en hann var seldur til Everton árið 2017 fyrir metupphæð. 

Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári og var ekki endurnýjaður.

Gylfi lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020 og skoraði í þeim 25 mörk. Hann var lykilmaður í landsliðshópnum þegar Ísland lék á sínu fyrsta stórmóti, Evrópukeppninni 2016, og komst í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur á Englandi. Þá var hann einnig í hópnum í Heimsmeistaramótinu 2018.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár