Í apríl 2021 voru efnahagslegar aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka Íslands vegna kórónuveirufaraldursins, sem hófst snemma árs 2020, farnar að koma nokkuð skýrt í ljós. Í þeim fólst meðal annars að lækka stýrivexti niður í 0,75 prósent, það lægsta sem þeir hafa nokkru sinni verið, og Seðlabankinn jók samhliða svigrúm viðskiptabanka til útlána mikið með því að afnema sveiflujöfnunarauka sem áður hafði lagst á þá, og gerði það að verkum að þeir þurftu að halda á minna af eigin fé.
Vegna þessa gátu bankarnir lánað út mörg hundruð milljarða króna, sem þeir höfðu áður þurft að sitja á. Þessum fjármunum beindu þeir fyrst og síðast að heimilum sem vildu kaupa sér íbúðarhúsnæði.
Óverðtryggð lán urðu skyndilega afar hagkvæmur kostur fyrir lántakendur, enda buðu stærstu lánveitendur slík lán á vöxtum sem voru á bilinu 3,3 til 3,44 prósent vorið 2021.
Hliðaráhrif af þessu urðu þau að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað …
Athugasemdir