„Mestu áhrifin eru þau að þú bognar og þú hættir að finna fyrir gleði. Þú hættir líka að finna fyrir reiði því þú mátt ekki vera reið. Þú mátt ekki vera sár. Þú mátt eiginlega ekki vera til því það skiptir engu máli hvernig þér líður. En samt áttu alltaf að vera til í kynlíf.“
Þetta segir kona sem er að ganga í gegnum skilnaðarferli við eiginmann sinn til áratuga. Það var ekki fyrr en hún var búin að ljúka 10 vikna stuðnings- og fræðslunámskeiði hjá Bjarkarhlíð sem hún áttaði sig á því að hún var beitt kynferðislegu ofbeldi í hjónabandinu.
„Ég svaf ansi oft hjá honum án þess að langa það eða vilja það vegna þess að ég var að reyna að halda friðinn, til að fá ekki refsinguna eða til að hann yrði góður í einhverja daga á eftir.“ …
Athugasemdir