Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, lét breyta hagsmunaskráningu sinni á vef Stjórnarráðsins í gær eftir að fjallað hafði verið um útleigu hans á einbýlishúsi í Borgarnesi. Fyrir umfjöllunina var ekki tilgreint í hagsmunaskráningu ráðherrans að hann væri með umrædda fasteign í útleigu fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Heimildin fjallaði um málið í gær.
Hagsmunaskráningin á vef Stjórnarráðsins er önnur af tveimur sem ráðherrar þurfa að fylla út en allir þingmenn þurfa einnig að fylla út slíka skrá. Upplýsingar um þá hagsmunaskráningu er að finna á vef Alþingis.
Í gær sagði Ásmundur Einar við Heimildina að hann ætlaði að laga hagsmunaskráningu sína og stóð hann við þau orð. „Er húsið ekki tilgreint? Er …
Athugasemdir (1)