Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvalveiðiskýrslan enn „ofan í skúffu“

Hval­veið­ar Hvals hf. síð­asta sum­ar gengu „sann­ar­lega“ í ber­högg við lög, reglu­gerð­ir og út­gef­ið leyfi fé­lags­ins, að mati Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands sem krefjast þess að fyr­ir­tæk­ið verði svipt leyfi til veiða í ár. Það hef­ur ít­rek­að feng­ið frest til að skila and­mæl­um við skýrslu­drög MAST um veið­arn­ar og hún því ekki ver­ið gef­in út. Og það stytt­ist óð­um í að hval­veiði­skip­in geti lagt úr höfn, hlað­in sprengju­skutl­um.

Hvalveiðiskýrslan enn „ofan í skúffu“
Skot sem geiga Það kom ítrekað fyrir á síðustu vertíð, og um það vitna ljósmyndir sem teknar voru í hvalstöðinni, að skot hvalveiðimanna geiguðu. Þeir skutu m.a. langreyðar í bægsli, líkt og hér má sjá. Þá deyja dýrin ekki strax. Hlaða þarf sprengjuskutulinn aftur sem getur tekið fleiri mínútur. Dæmi er um að fjórir skutlar hafi sést í einu og sama dýrinu síðasta sumar. Mynd: Arne Feuerhahn

Skýrsla MAST um hvaladráp sumarið 2022 er löngu tilbúin og hana á því að birta umsvifalaust,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Endurteknar kröfur Hvals hf. um frekari fresti til að gera athugasemdir við skýrsluna vekur spurningar um hvort hagsmunir auðmanna vegi þyngra en lögbundin réttur almennings til að fá afhentar opinberar upplýsingar sem varða velferð dýra og/eða náttúruvernd.“

Árni Finnsson.

Samtökin kröfðust þess um miðjan marsmánuð að veiðar á langreyði yrðu ekki heimilaðar í ár. Fóru þau fram á að matvælaráðuneytið svipti Hval hf. leyfi til veiða, leyfi sem fyrirtækið fékk útgefið árið 2019 og gildir út árið 2023. Til vara var þess krafist að Hvalur yrði sviptur leyfinu tímabundið.

Byggðu samtökin kröfur sínar á því að fyrir liggi nú þegar að veiðar Hvals hf. árið 2022 hafi „sannarlega gengið í berhögg við lög, reglugerðir og útgefið leyfi félagsins fyrir veiðunum“.

Ráðuneytið mun hins vegar ekkert aðhafast fyrr en skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar síðasta sumars liggur fyrir. Hennar er að vænta í þessum mánuði. 

„Eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar vegna velferðar hvala við hvalveiðar er í vinnslu hjá stofnuninni,” segir í skriflegu svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Matvælaráðuneytið býst við að fá skýrsluna afhenta síðar í þessum mánuði.“

Matvælastofnun hefur veitt Hvali hf. „tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og athugasemdum“ áður en skýrslan er tilbúin, segir í skriflegu svari Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralækni villtra dýra hjá MAST við fyrirspurn Heimildarinnar um hvað tefji útgáfu skýrslunnar. Frestur til slíks var gefinn til 31. mars sl. „og hafa stofnuninni borist gögn frá fyrirtækinu sem eru nú til skoðunar,“ skrifar Þóra. Áætlað sé að gagnavinnslu ljúki síðar í apríl. 

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port fylgdust vel með hvalveiðum síðasta sumars. Fulltrúar þeirra tóku m.a. ítrekað myndir af því er langreyðar, með marga ósprungna sprengjuskutla í sér, m.a. í bægslum, voru dregnar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Það þýðir að ekki hafi tekist að deyða dýrin í fyrsta skoti sem hefur aftur þýtt að dauðastríð þeirra hefur dregist á langinn.

Í kjölfar ítarlegs fréttaflutnings fjölmiðla af því sem fyrir augu bar sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við Kjarnann um mitt sumar að „óásættanlega“ margir hvalir heyi langdregið dauðastríð við veiðarnar. Hún benti ennfremur á að hvorki matvælaráðuneytið, né undirstofnarnir þess, hefðu upplýsingar um hvort að verklagsreglum við hvalveiðar væri fylgt. Til að bregðast við þessu breytti hún reglugerð um hvalveiðar m.a. á þann veg að skipstjórum hvalveiðiskipa var gert að tilnefna dýravelferðarfulltrúa um borð sem beri ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar. Á þeim gögnum, sem og eftirliti dýralækna á vettvangi í Hvalstöðinni og fleiri upplýsinga, er hin væntanlega skýrsla MAST byggð.

Ráðherra hafi fulla heimild til leyfissviptingar

Í bréfi Náttúruverndarsamtaka Íslands til ráðuneytisins um miðjan mars, sem Réttur lögmannsstofa sendi fyrir þeirra hönd, er bent á að í leyfisveitingabréfi Hvals hf. komi fram að „sérhver misnotkun á því varði sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins“. Telja samtökin því ljóst að ráðherra málaflokksins hafi fulla heimild til að fallast á kröfur um að svipta fyrirtækið leyfi til veiða og „að raunar standi skylda til þess í ljósi ábyrgðar ráðherrans á málaflokknum“. 

Samtökin rökstyðja kröfur sínar um sviptingu m.a. með því að í leyfisbréfinu segi að við veiðarnar skuli nota búnað sem tryggi að dýrið sé aflífað samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi því sem minnstum þjáningum. „Fyrir liggja sannanir um að brotið hafi verið freklega gegn þessari mikilvægu reglu leyfisbréfsins sem á sér jafnframt stoð í lögum um velferð dýra,“ segja samtökin. Í þeim lögum er skýrt kveðið á um að dýr skuli aflífuð „með skjótum og sársaukalausum hætti“ og að forðast skuli að valda þeim óþarfa þjáningum eða hræðslu.

Í bréfinu segir að „ómannúðlegar aðferðir Hvals hf. við veiðar árið 2O22 séu skýrt og augljóst brot gegn fyrrgreindum lögum“.

Þrjú dýr aldrei dregin að landi

Ekki þarf að leita langt til að átta sig á því hversu mjög skortir á að gætt sé að lágmarkskröfum við aflífun dýranna sem um ræðir, segir ennfremur í bréfi samtakanna. Bent er í því samhengi á fréttaskýringar sem birtar voru í Kjarnanum í júlí í fyrra þar sem rakin voru fjölmörg meint brot við veiðarnar. 

Þá er vísað til svara Fiskistofu frá því í mars þar sem fram kemur að af þeim 148 langreyðum sem Hvalur hf. hafi veitt hafi aðeins 145 dýrum verið landað „sem þýðir að þrjú dýr voru skotin en náðust ekki sem ber óhjákvæmilega með sér sársaukafullan dauðdaga í tilfelli umræddra dýra“. 

Náttúruverndarsamtökin segja myndir ljósmyndara frá Hard to Port, sem Kjarninn birti með fréttaskýringum sínum í fyrra, sýna að þeirra mati „fjölþætt brot“ og að þau vopn sem fyrirtækið notar við veiðarnar virki ekki sem skyldi „sem þýðir óhóflega þjáningu dýranna sem um ræðir“. 

„Þess ber að geta að ekki er loku fyrir það skotið að Hvalur hf. sé að tefja málið til að skapa sér sterkari stöðu verðandi bótarétt ef fallist verður á að stöðva veiðileyfi félagsins þegar nær hefur dregið vertíðinni.“
Náttúruverndarsamtök Íslands

Að því er fram kemur í bréfi samtakanna lágu drög að skýrslu MAST fyrir í byrjun janúar. Ljóst sé hins vegar að Hvalur hf. hafi fengið ítrekaða framlengingu á fresti til andmæla. „Um er að ræða burðugt fyrirtæki sem hefur á að skipa lögfræðilegri aðstoð og því vart séð hvernig ítrekaðar framlengingar á frestum eru réttlættar.“

Í ljósi þess hversu stutt er í næstu hvalveiðivertíð verður að telja þennan drátt á eftirlitsgögnum afar óheppilegan, skrifuðu samtökin um miðjan mars. Um mikilvægt dýraverndunarmál sé að ræða sem almenningur eigi rétt á að fá sem fyrst upplýsingar um. „Þess ber að geta að ekki er loku fyrir það skotið að Hvalur hf. sé að tefja málið til að skapa sér sterkari stöðu verðandi bótarétt ef fallist verður á að stöðva veiðileyfi félagsins þegar nær hefur dregið vertíðinni.“

KálfurAð minnsta kosti tvær langreyðarkýr sem voru veiddar voru kefldar og voru fóstrin skorin úr kviðnum. Hér sjást starfsmenn Hvals hf. draga eitt fóstrið á eftir sér.

Það er mat Náttúruverndarsamtakanna að fyrir liggi nægilegar sannanir þess að brotið hefur verið gegn lögum, reglum og leyfisbréfi af hálfu Hvals hf. á síðustu hvalveiðivertíð. Hins vegar segja þau jafnframt fyrir liggja grun um að brotin séu enn umfangsmeiri en þegar sé hægt að sýna fram á. Ætla samtökin að leita allra annarra leiða, þar með talið dómstólaleiðar, til að koma í veg fyrir frekari hvalveiðar af hálfu Hvals hf. á grundvelli þess að þær séu „ómannúðlegar og standist hvorki lög á Íslandi né samræmist alþjóðlegum skuldbindingum þjóðarinnar“. 

Ráðherra stöðvi veiðarnar strax

Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, segir í samtali við Heimildina að það megi spyrja sig hvenær eftirlit hætti að vera árangursríkt með tilliti til þess hversu langan tíma það tekur að birta niðurstöður þess. 

Katrín Oddsdóttir.

„Veiðarnar sem um ræðir fóru fram síðasta sumar og því er afar óheppilegt að skýrsla um veiðarnar frá MAST hafi enn ekki verið gerð opinber,“ segir hún. „Svandís Svavarsdóttir hefur fullyrt í fjölmiðlum að hvalveiðum verði ekki haldið áfram ef þær hafi verið stundaðar í andstöðu við lögum. Við teljum borðleggjandi að svo sé, en á meðan skýrsla MAST er ofan í skúffu og Hvali hf. veittir ítrekaðir frestir til andmæla, er ekki hægt að varpa ljósi á hvað eftirlitið sýndi.“

 Þetta sé mjög bagalegt og það sæti furðu hversu ónákvæm svör fást frá MAST og ráðuneytinu um hvenær skýrslan verði birt. „Tíminn vinnur ekki með þessu máli og þess vegna höfum við farið fram á að ráðherra staðfesti að veiðar verði ekki leyfðar fyrr en skorið hafi verið úr um lögmæti þeirra.“

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mummi Týr skrifaði
    Úff, galið dæmi þessar hvalaslátranir!
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Náttúruverndarsamtökin eiga heiður skilinn fyrir eljusemina í þessu máli!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár