Nýrri Evrópulöggjöf um stafræn málefni er ætlað að stemma stigu við dreifingu ólöglegs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlum og í leitarvélum, ásamt því að tryggja notendum betri neytendavernd og aukið gagnsæi. DSA-löggjöfin (Digital Services Act) var samþykkt í nóvember í fyrra en hún hefur átt sér áralangan aðdraganda, þar sem vinnubrögð tæknirisa á borð við Facebook, Google og Twitter hafa lengi verið þyrnir í augum ráðamanna í Brussel.
Samfélagsmiðlar hafa meðal annars verið gagnrýndir fyrir að taka þátt í dreifingu falsfrétta, hatursorðræðu, pólítísks áróðurs á tímum kosninga (ekki síst frá Rússlandi) og annars skaðlegs efnis. Gagnrýnendur hafa jafnvel talið starfsemi þeirra vera ógn við lýðræðið og skaðleg heilsu barna og unglinga.
Röð hneykslismála hefur reynt á þolinmæði evrópskra þingmanna
Eitt stærsta hneyksli í sögu Facebook kom upp árið 2018 þegar uppljóstrari hjá gagnagreiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica sagði frá því að fyrirtækið sem hann vann hjá hefði keypt af Facebook persónuupplýsingar 50 …
Athugasemdir