Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Evrópusambandið setur tæknirisunum stólinn fyrir dyrnar

Sam­fé­lags­miðl­ar og aðr­ir netris­ar munu þurfa að axla meiri ábyrgð á starf­semi sinni en áð­ur sam­kvæmt nýju Evr­ópu­reglu­verki sem verð­ur inn­leitt að fullu á þessu ári (Digital Services Act eða DSA). Twitter hef­ur ekki gert við­eig­andi ráð­staf­an­ir og hef­ur þeg­ar feng­ið gult spjald hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Sam­fé­lags­mið­ill­inn, sem er nú í eigu Elon Musk, á í hættu að þurrk­ast út af evr­ópsk­um mark­aði.

Evrópusambandið setur tæknirisunum stólinn fyrir dyrnar
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook Zuckerberg hefur lengi lofað að samfélagsmiðillinn hans muni taka til í eigin ranni eftir síendurtekin hneykslismál. Evrópskir ráðamenn hafa hins vegar misst þolinmæðina og eru nú að slá hnefanum í borðið með nýrri löggjöf. Mynd: AFP

Nýrri Evrópulöggjöf um stafræn málefni er ætlað að stemma stigu við dreifingu ólöglegs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlum og í leitarvélum, ásamt því að tryggja notendum betri neytendavernd og aukið gagnsæi. DSA-löggjöfin (Digital Services Act) var samþykkt í nóvember í fyrra en hún hefur átt sér áralangan aðdraganda, þar sem vinnubrögð tæknirisa á borð við Facebook, Google og Twitter hafa lengi verið þyrnir í augum ráðamanna í Brussel.

Samfélagsmiðlar hafa meðal annars verið gagnrýndir fyrir að taka þátt í dreifingu falsfrétta, hatursorðræðu, pólítísks áróðurs á tímum kosninga (ekki síst frá Rússlandi) og annars skaðlegs efnis. Gagnrýnendur hafa jafnvel talið starfsemi þeirra vera ógn við lýðræðið og skaðleg heilsu barna og unglinga.

Röð hneykslismála hefur reynt á þolinmæði evrópskra þingmanna

Eitt stærsta hneyksli í sögu Facebook kom upp árið 2018 þegar uppljóstrari hjá gagnagreiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica sagði frá því að fyrirtækið sem hann vann hjá hefði keypt af Facebook persónuupplýsingar 50 …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár