Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“

Lands­virkj­un hef­ur skrif­að und­ir sam­starfs­samn­ing um að vinna að þró­un á ra­feldsneyti hér­lend­is. Slík þró­un er lyk­il­breyta í orku­skipt­um fyr­ir þunga­flutn­inga og skipa­flot­ann hér­lend­is. End­an­legt hlut­verk Lands­virkj­un­ar, sem í dag er fyrst og síð­ast fram­leið­andi orku, í fram­leiðsl­unni ligg­ur ekki fyr­ir sem stend­ur.

„Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi“
Samstarf handsalað Fulltrúar Landsvirkjunar og Linde að lokinni undirritun samstarfssamnings fyrirtækjanna. Frá vinstri: Egill Tómasson, Sigurður Ólafsson, Daniel Mateos, Ríkarður Ríkarðsson, Robin Olofsson, Haraldur Hallgrímsson, Freyja Björk Dagbjartsdóttir og Sveinbjörn Finnsson. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur skrifað undir samstarfssamning við alþjóðlega stórfyrirtækið Linde, sem er leiðandi alþjóðlegt gas- og verkfræðifyrirtæki með starfsemi í yfir 100 löndum, um að vinna að þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna hérlendis. Þróun á slíku eldsneyti, sérstaklega vetni fyrir þungaflutninga og metanól fyrir skipaflotann, er lykilatriði í orkuskiptum á Íslandi.

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir í samtali við Heimildina að samstarfið muni ganga út á að skilja hvað framleiðsla á rafeldsneyti muni kosta, hvar hún geti verið sett upp, hvort hún sé tæknilega fýsileg og hverjir þurfi að koma að verkefninu ef það eigi að raungerast. 

Endanlegt hlutverk Landsvirkjunar annars vegar og Linde hins vegar við framleiðslu á rafeldsneyti er þó ekki endanlega ákveðin í samstarfssamningnum sem nú hefur verið undirritaður. „Við áttuðum okkur á því fyrir nokkru síðan að rafeldsneyti er nauðsynlegt til að ná fram orkuskiptum innanlands. Fyrstu verkefnin við uppbyggingu slíkrar framleiðslu verða bæði fjárhagslega og tæknilega erfið. Það mun þurfa til öflug fyrirtæki og opinberan stuðning.“

Hann segir að nauðsynlegt að fá fyrirtæki að þróuninni sem séu með mikla reynslu og á þeim forsendum hafi Landsvirkjun rætt við nokkur slík. Á grundvelli þeirra samtala hafi verið ákveðið að fara í samstarf við Linde

Í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna undirritunar samningsins er haft eftir Daniel Mateos, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Linde í Norður-Evrópu, að það sé mikil tilhlökkun hjá fyrirtækinu að vinna með Landsvirkjum að því að hjálpa Íslandi að ná metnaðarfullum áformum sínum í loftlagsmálum. „Linde og Landsvirkjun stefna að því að gegna lykilhlutverki í orkuskiptum á Íslandi. Samanlagður styrkur og sérfræðiþekking beggja fyrirtækja í gegnum alla virðiskeðjuna, allt frá endurnýjanlegri orku til hreins eldsneytis, mun leggja grunn að öruggu og áreiðanlegu framboði á hreinu vetni og rafeldsneyti.“

Stefnt að því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti 2040

Orkuskipti þýða á einföldu máli að skipta út notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi fyrir aðra orkugjafa. Til að ná fullum orkuskiptum þarf því að grípa til aðgerða sem láta alla bíla, alla þungaflutninga, öll skip, allar flugvélar, ganga fyrir öðrum orkugjöfum en olíu og vörum unnum úr henni. 

Ísland framleiðir nú þegar gríðarlegt magn af grænni orku, eða um það bil 20 terrawattsstundir á ári. Meginþorri þeirrar orku er framleiddur af vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum. Yfir 80 prósent af þessari orku er seld til stórnotenda, aðallega alþjóðlegra stórfyrirtækja sem reka þrjú álver á Íslandi. 

Orkuskipti voru tískuorð síðustu þingkosninga á Íslandi. Nær allir flokkar notuðu þetta hugtak ítrekað til að lýsa stefnu sinni í loftslagsmálum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar  sem kynntur var seint á árinu 2021 var fyrra markmiði um jarðefnaeldsneytislaust Ísland flýtt frá 2050 til 2040. Hraða átti orkuskiptaferlinu gríðarlega. Til að ná þessum metnaðarfullu loftslagsmarkmiðum þarf ýmislegt til. Það þarf að bæta orkunýtni og auka orkusparnað. En fyrst og síðast þarf, að óbreyttu, að auka afl núverandi virkjana og byggja nýjar.

Með öðrum orðum þarf að virkja meira ef það á að ná orkuskiptum í gegn, og samt halda áfram að selja álverum þorra þeirrar orku sem við framleiðum líkt og langtímasamningar við þau gera ráð fyrir. Verði af þeim áformum er ljóst að mikil eftirspurn verður eftir þeirri nýju orku

Þungaflutningar, skip og flugvélar eftir

Ísland hefur forskot á aðrar þjóðir þar sem nánast öll rafmagnsframleiðsla og húshitun kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Þannig hefur málum verið háttað í áratugi eftir uppbyggingu opinberra orkufyrirtækja á síðustu öld. 

Sem stendur eru orkuskipti bíla komin eitthvað á veg og ýmsir efnahagslegir hvatar hafa gert það að verkum að mun fleiri rafbílar seljast nú en þeir sem eru drifnir áfram af jarðefnaeldsneyti. Í lok árs 2022 voru bílar í eigu heimila sem gengu eingöngu fyrir rafmagni eða voru með raftengi orðnir 24.302 talsins. Þeim fjölgaði um 59 prósent milli ára og eru 26 sinnum fleiri en þeir voru 2016. Þótt bensínbílum á götunum hafi fækkað lítillega á síðustu árum hefur bílum sem ganga fyrir dísil eða öðru eldsneyti fjölgaði. Alls voru jarðefnaeldsneytisbílarnir á íslenskum heimilum enn 213.869 talsins í lok árs 2022. Til viðbótar við þá koma svo allir bílarnir, stórir og smáir, sem notaðir eru í atvinnuskyni á Íslandi. Þeir eru að uppistöðu enn drifnir áfram af jarðefnaeldsneyti. 

Orkuskipti í skipum, þungaflutningum og flugi er hins vegar vart hafin hérlendis. 

Til að ná þeim mun þurfa mikla orku til að framleiða svokallað rafeldsneyti. Það er samheiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni við rafgreiningu á vatni. Dæmi um slíkt eldsneyti er metanól, sem er eldsneytisvökvi sem þegar er framleiddur hérlendis hjá Carbon Recycling í Svartsengi. Í frétt RÚV frá því í janúar í fyrra var haft eftir framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling að verksmiðja fyrirtækisins gæti framleitt umhverfisvænt eldsneyti fyrir allan fiskiskipaflotann en að það vantaði einfaldlega áhuga á að fara í þau orkuskipti. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár