Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

Fyrri aukaspurning:

Persónan hér að ofan kom fyrst fram á sjónarsviðið 1. maí 1999 og heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár var fyrsta fyrsta maí ganga á Íslandi? Muna má einu ári.

2.   Í dag heldur upp á 69 ára afmæli sitt bandarískur tónlistarmaður sem er frægastur fyrir lag sem hann samdi í víðfræga kvikmynd árið 1984 og báru lagið og kvikmyndin sama nafn. Þetta var mynd um yfirnáttúruleg efni en þó fyrst og fremst hneggjandi grínmynd. Tónlistarmaðurinn heitir Ray Parker jr. en hvað heitir lagið?

3.  „En í kvöld lýkur vetri / sérhvers vinnandi manns, / og á morgun ...“ Hvað gerist á morgun?

4.  Á þessum degi 1995 voru forsetakosningar í Frakklandi og nýr maður var kjörinn forseti. Hann gegndi svo embættinu samfleytt til 2007. Hvað hét hann?

5.  Á þessum degi 2004 gengu hvorki fleiri né færri en tíu ríki í Evrópusambandið. Þar á meðal var eitt fyrrum Júgóslavíuríki. Hvaða ríki var það?

6.  Á þessum degi 1961 var eyríki eitt lýst sósíalískt lýðveldi og lýðræðislegar kosningar afnumdar. Hvaða ríki var það?

7.  Það var raunar ekki 1. maí, heldur fyrsta apríl árið 2002 sem andaðist hér á landi frægur útvarpsmaður, djassgeggjari og pólitískur baráttumaður utarlega á vinstri vængnum. Hvað hét hann?

8.  Á þessum degi árið 1945 svipti kona nokkur sig lífi eftir að hafa áður unnið það grimmdarverk að myrða sex börn sín. Hvað hét þessi kona? Eftirnafn hennar dugar.

9.  Á þessum degi 1899 fæddist tónskáld og síðar var gerð kvikmynd um ævi þess sem nefndist Tár úr steini. Hvað hét tónskáldið?

10.  Á þessum degi árið 1486 gekk sjómaður að nafni Kristófer Kólumbus fyrir drottningu eina á Spáni og kynnti henni hugmyndir sínar um að finna nýja siglingaleið til Kína með því að sigla í vestur yfir Atlantshafið. Hvað hét þessi drottning?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ánægði karl myndi í dag halda upp á 138 ára afmælið sitt ef hann væri enn á lífi. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1923. Rétt telst því 1922-1924.

2.  Ghostbusters. Parker var reyndar sakaður um að hafa stolið laginu frá Huey Lewis and the News og var að lokum gerð sátt í því máli.

3.  „... skín maísól.“

4.  Chirac.

5.  Slóvenía.

6.  Kúba.

7.  Jón Múli Árnason.

8.  Hún hét Magda Goebbels. Eiginmaður hennar Josef svipti sig einnig lífi.

9.  Jón Leifs.

10.  Ísabella.

***

Svör við aukaspurningum:

Svampur Sveinsson er á fyrri myndinni.

Á þeirri seinni er Jónas Jónsson frá Hriflu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár