Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

1101. spurningaþraut: „Í kvöld lýkur vetri ...“ og hvað svo?

Fyrri aukaspurning:

Persónan hér að ofan kom fyrst fram á sjónarsviðið 1. maí 1999 og heitir ... hvað?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ár var fyrsta fyrsta maí ganga á Íslandi? Muna má einu ári.

2.   Í dag heldur upp á 69 ára afmæli sitt bandarískur tónlistarmaður sem er frægastur fyrir lag sem hann samdi í víðfræga kvikmynd árið 1984 og báru lagið og kvikmyndin sama nafn. Þetta var mynd um yfirnáttúruleg efni en þó fyrst og fremst hneggjandi grínmynd. Tónlistarmaðurinn heitir Ray Parker jr. en hvað heitir lagið?

3.  „En í kvöld lýkur vetri / sérhvers vinnandi manns, / og á morgun ...“ Hvað gerist á morgun?

4.  Á þessum degi 1995 voru forsetakosningar í Frakklandi og nýr maður var kjörinn forseti. Hann gegndi svo embættinu samfleytt til 2007. Hvað hét hann?

5.  Á þessum degi 2004 gengu hvorki fleiri né færri en tíu ríki í Evrópusambandið. Þar á meðal var eitt fyrrum Júgóslavíuríki. Hvaða ríki var það?

6.  Á þessum degi 1961 var eyríki eitt lýst sósíalískt lýðveldi og lýðræðislegar kosningar afnumdar. Hvaða ríki var það?

7.  Það var raunar ekki 1. maí, heldur fyrsta apríl árið 2002 sem andaðist hér á landi frægur útvarpsmaður, djassgeggjari og pólitískur baráttumaður utarlega á vinstri vængnum. Hvað hét hann?

8.  Á þessum degi árið 1945 svipti kona nokkur sig lífi eftir að hafa áður unnið það grimmdarverk að myrða sex börn sín. Hvað hét þessi kona? Eftirnafn hennar dugar.

9.  Á þessum degi 1899 fæddist tónskáld og síðar var gerð kvikmynd um ævi þess sem nefndist Tár úr steini. Hvað hét tónskáldið?

10.  Á þessum degi árið 1486 gekk sjómaður að nafni Kristófer Kólumbus fyrir drottningu eina á Spáni og kynnti henni hugmyndir sínar um að finna nýja siglingaleið til Kína með því að sigla í vestur yfir Atlantshafið. Hvað hét þessi drottning?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi ánægði karl myndi í dag halda upp á 138 ára afmælið sitt ef hann væri enn á lífi. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  1923. Rétt telst því 1922-1924.

2.  Ghostbusters. Parker var reyndar sakaður um að hafa stolið laginu frá Huey Lewis and the News og var að lokum gerð sátt í því máli.

3.  „... skín maísól.“

4.  Chirac.

5.  Slóvenía.

6.  Kúba.

7.  Jón Múli Árnason.

8.  Hún hét Magda Goebbels. Eiginmaður hennar Josef svipti sig einnig lífi.

9.  Jón Leifs.

10.  Ísabella.

***

Svör við aukaspurningum:

Svampur Sveinsson er á fyrri myndinni.

Á þeirri seinni er Jónas Jónsson frá Hriflu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár