Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta

Út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið Torg var tek­ið til gjald­þrota­skipta í gær. Skipta­stjóri sendi fyrr­ver­andi starfs­fólki póst í dag þar sem það var hvatt til að hafa sam­band við sín stétt­ar­fé­lög og leita að­stoð­ar við að gera kröf­ur í þrota­bú­ið.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta
Segir engu við að bæta Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs, og þar með DV, og fyrrverandi aðaleigandi Torgs, vildi ekkert tjá sig þegar haft var samband við hann. Mynd: Torg

Torg efh, útgáfufélag Fréttablaðsins, Markaðarins, Hringbrautar og DV, var tekið til gjaldþrotaskipta í gær. Óskar Sigurðsson lögmaður á lögmannsskrifstofunni Lex hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu.

Öllum starfsmönnum Torgs, um 100 manns, mun hafa verið sagt upp 31. mars, samkvæmt upplýsingum sem skiptastjóri aflaði frá forsvarsmönnum Torgs. Í bréfi sem starfsmenn fengu frá Óskari skiptastjóra telur hann af þeim sökum að ráðningarsambandi þeirra við Torg hafi verið slitið áður en bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta. Í sama bréfi tilgreinir skiptastjóri að hafi uppsögn ekki átt sér stað muni þrotabúið ekki taka við réttindum og skyldum samkvæmt ráðningarsamningi Torgs við þeirra starfsmanna sem um ræðir. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til hafa samband við stéttarfélög sín og leita þar aðstoðar, meðal annars við kröfulýsingar í þrotabú Torgs.

Greint hefur verið frá því að félag að fullu í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg ehf., hafi keypt DV.is af Torgi á 420 milljónir króna, og gerðist það áður en síðarnefnda félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Helgi var áður aðaleigandi Torgs. Starfsfólki DV var sagt upp störfum hjá Torgi og þeim síðan boðið að skrifa undir ráðningarsamning við hið nýja fyrirtæki.

Helgi Magnússon vildi ekkert um málið segja þegar Heimildin leitaði eftir því. „Við sendum frá okkur yfirlýsingu á föstudaginn var og ég vil engu við hana bæta, alla vega ekki að svo stöddu.“ Ekki náðist í skiptastjóra.   

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu