Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta

Út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið Torg var tek­ið til gjald­þrota­skipta í gær. Skipta­stjóri sendi fyrr­ver­andi starfs­fólki póst í dag þar sem það var hvatt til að hafa sam­band við sín stétt­ar­fé­lög og leita að­stoð­ar við að gera kröf­ur í þrota­bú­ið.

Torg tekið til gjaldþrotaskipta
Segir engu við að bæta Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs, og þar með DV, og fyrrverandi aðaleigandi Torgs, vildi ekkert tjá sig þegar haft var samband við hann. Mynd: Torg

Torg efh, útgáfufélag Fréttablaðsins, Markaðarins, Hringbrautar og DV, var tekið til gjaldþrotaskipta í gær. Óskar Sigurðsson lögmaður á lögmannsskrifstofunni Lex hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu.

Öllum starfsmönnum Torgs, um 100 manns, mun hafa verið sagt upp 31. mars, samkvæmt upplýsingum sem skiptastjóri aflaði frá forsvarsmönnum Torgs. Í bréfi sem starfsmenn fengu frá Óskari skiptastjóra telur hann af þeim sökum að ráðningarsambandi þeirra við Torg hafi verið slitið áður en bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta. Í sama bréfi tilgreinir skiptastjóri að hafi uppsögn ekki átt sér stað muni þrotabúið ekki taka við réttindum og skyldum samkvæmt ráðningarsamningi Torgs við þeirra starfsmanna sem um ræðir. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til hafa samband við stéttarfélög sín og leita þar aðstoðar, meðal annars við kröfulýsingar í þrotabú Torgs.

Greint hefur verið frá því að félag að fullu í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg ehf., hafi keypt DV.is af Torgi á 420 milljónir króna, og gerðist það áður en síðarnefnda félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Helgi var áður aðaleigandi Torgs. Starfsfólki DV var sagt upp störfum hjá Torgi og þeim síðan boðið að skrifa undir ráðningarsamning við hið nýja fyrirtæki.

Helgi Magnússon vildi ekkert um málið segja þegar Heimildin leitaði eftir því. „Við sendum frá okkur yfirlýsingu á föstudaginn var og ég vil engu við hana bæta, alla vega ekki að svo stöddu.“ Ekki náðist í skiptastjóra.   

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár