Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vilja að stimpilgjald verði einungis afnumið af húsnæði sem er keypt til eigin nota

Nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um að af­nema stimp­il­gjöld vegna kaupa á íbúð­ar­hús­næði. Hags­muna­sam­tök heim­il­anna styðja frum­varp­ið að því gefnu að gjald­ið verði ein­ung­is af­num­ið af hús­næði sem er keypt til eig­in nota. Alls eru tæp­lega 38 pró­sent allra íbúða ann­að hvort í eigu ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð eða í eigu lög­að­ila.

Vilja að stimpilgjald verði einungis afnumið af húsnæði sem er keypt til eigin nota
Íbúðir Mikið af nýjum íbúðum hafa komið inn á markaðinn á undanförnum árum.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa skilað umsögn um fyrirliggjandi frumvarp um afnám stimpilgjalda af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði og leggja til að því verði breytt. 

Í umsögninni, sem Guðmundur Ásgeirsson varaformaður samtakanna skrifar undir, er bent á að eins og 2. grein frumvarpsins er orðuð myndu öll kaup einstaklinga á íbúðarhúsnæði verða undanþegin stimpilgjaldi en ákvæðið einskorðast ekki við íbúðarhúsnæði til eigin nota. „Undanfarin misseri hefur borið mikið á því að einstaklingar fari um og kaupi upp íbúðarhúsnæði sem þeir ætla aldrei að búa í sjálfir heldur að hagnast á því með útleigu og hækkun fasteignaverðs. Þetta hefur dregið úr framboði húsnæðis fyrir fólk sem leitar sér að heimili og jafnvel eru dæmi um að fjárfestar hafa yfirboðið fyrstu kaupendur í slíkum viðskiptum og komið þannig í veg fyrir að fólk geti komið þaki yfir höfuðið þó það séu grundvallarmannréttindi.“

Ástæðulaust er að mati samtakanna að ívilna slíkum aðilum heldur ætti ívilnunin mun frekar að einskorðast við kaup einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota „til að ryðja hindrunum úr vegi fyrir fólk í leit að heimili og veita því ákveðið forskot á spákaupmenn á húsnæðismarkaði.“

Því vilja Hagsmunasamtök heimilanna að þessari grein verði breytt og orðunum „til eigin nota“ verði bætt inn í lögin. Verði það gert eru samtökin tilbúin til að styðja frumvarpið heilshugar. 

Um er að ræða frumvarp sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Vilhjálmur Árnason, Diljá Mist Einarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ásmundur Friðriksson lögðu fram í liðinni viku. Þetta er í áttunda sinn sem slíkt frumvarp er lagt fram en það hefur ekki hlotið afgreiðslu hingað til.

ÞingmaðurVilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8 prósent stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup.

Margir eiga fleiri en eina íbúð

Í tölum sem eru aðgengilegar á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) má sjá að 152.389 íbúðir séu í landinu. Þar af eru 94.839, eða 62,2 prósent þeirra í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð. Það hlutfall fór hækkandi árið 2020 og 2021, á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði og kjör á íbúðalánum voru þau bestu sem þau hafa verið í Íslandssögunni. Frá byrjun árs 2020 og til dagsins í dag hefur íbúðaverð hækkað um 49 prósent. Í fyrra og það sem af er ári hefur hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga eina íbúð hins vegar farið lækkandi og er nú það sama og það var árið 2019.

Alls eru 31.658 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð, eða 20,8 prósent allra íbúða. Það hlutfall hefur verið svipað árum saman, en er þó töluvert hærra en til dæmis fyrir tuttugu árum síðan, þegar 16,1 prósent íbúða var í eigu einstaklinga sem áttu fleiri en eina. Íbúðum hefur fjölgað mikið í landinu síðan þá en árið 2003 áttu einstaklingar sem áttu fleiri en eina íbúð alls 17.633 íbúðir, eða 14.025 færri en þeir eiga nú. 

Til viðbótar eiga lögaðilar, til dæmis hlutafélög og einkahlutafélög, líka íbúðir. Alls 17 prósent allra íbúða eru í eigu slíkra. Flest félög eiga fleiri en eina íbúð, en alls eru 22.455 íbúðir í eigu félaga sem þannig háttar um. Það eru 14,7 prósent allra íbúða í landinu. Þá eru 3.437 íbúðir í eigu lögaðila sem eiga eina íbúð, sem eru 2,3 prósent allra íbúða í landinu. Þetta hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu ár.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár