Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framsókn mælist með undir tíu prósent fylgi í fyrsta sinn á kjörtímabilinu

Níu stjórn­mála­flokk­ar myndu ná inn á þing ef kos­ið yrði í dag. Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins þriðja mán­uð­inn í röð og stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina held­ur áfram að dala. Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna mæl­ist und­ir 40 pró­sent.

Framsókn mælist með undir tíu prósent fylgi í fyrsta sinn á kjörtímabilinu
Hátt fall Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum. Hann hefur tapað meira fylgi en nokkur annar það sem af er kjörtímabili. Mynd: Bára Huld Beck

Þriðja mánuðinn í röð mælist Samfylkingin sem stærsti flokkur landsins í Þjóðarpúlsi Gallup. Nú mælist fylgi flokksins 25,1 prósent og eykst lítillega milli mánaða. Alls hefur Samfylkingin bætt við sig 15,2 prósentustigum frá síðustu kosningum. Hún er ein af fimm flokkum sem hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. Samanlagt hafa hinir fjórir: Píratar, Viðreisn, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkur Íslands bætt við sig 3,4 prósentustigum. Því er fylgisaukning Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum, sem stökkbreyttist eftir að Kristrún Frostadóttir tók við flokknum í fyrra, sér á báti í íslenskum stjórnmálum.

Stjórnarflokkarnir þrír hafa allir tapað fylgi á kjörtímabilinu. Mestu hefur Framsóknarflokkurinn tapað, eða 7,4 prósentustigum, en fylgi hans, 9,9 prósent, mælist nú í fyrsta sinn undir tíu prósentum í könnun Gallup frá því að kosið var síðast. 

Vinstri græn höfðu mælst með 6,8 prósent fylgi í þremur könnunum í röð, en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum Gallup, sem ná aftur til ársins 2004. Flokkur forsætisráðherra bætir lítillega við sig milli mánaða og nú segjast 7,1 prósent styðja Vinstri græn. Sú breyting er þó vel innan skekkjumarka. Alls hafa Vinstri græn tapað 5,5 prósentustigum frá síðustu kosningum. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 22,3 prósent fylgi sem er 2,1 prósentustigi minna en hann fékk í kosningunum í september 2021. Hann er því áfram sem áður sá stjórnarflokkur sem tapar minnstu á því ríkisstjórnarsamstarfi sem er við lýði. Ef mælingin í könnun Gallup yrði niðurstaða kosninga væri það þó versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. 

Einn andstöðuflokkur hefur tapað fylgi

Fylgi Pírata dalar umtalsvert milli mánaða og mælist nú 9,4 prósent sem er samt tæpu prósentustigi meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Viðreisn hressist vel milli mánaða og mælist nú með 9,1 prósent fylgi, sem er líka tæpu prósentustigi meira en flokkurinn fékk haustið 2021. Miðflokkurinn bætir við sig prósentustigi milli mánaða og alls segjast nú 6,3 prósent aðspurðra styðja flokkinn. Þetta er í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem fylgi Miðflokksins mælist yfir sex prósent hjá Gallup. Áður hafði það mest farið 0,1 prósentustigi yfir kjörfylgi, sem var 5,5 prósent. 

KönnunHér má sjá niðurstöður úr nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur tapað fylgi á kjörtímabilinu er Flokkur fólksins. Hann fékk 8,9 prósent atkvæða þegar síðast var kosið en nú segjast 5,6 prósent styðja hann. Sósíalistaflokkurinn mælist svo með 5,1 prósent en hann náði ekki inn í síðustu kosningum, þegar flokkurinn fékk 4,1 prósent atkvæða. 

Allir stjórnarflokkarnir tapað fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina heldur líka áfram að dala og mælist nú um 41 prósent. Hann hefur aldrei mælst minni. Þegar ríkisstjórnin tók við síðla árs 2017 mældist stuðningur við hana 74 prósent og eftir að hún endurnýjaði stjórnarsamstarfið haustið 2021 mældist hann 62,2 prósent. Síðan þá hefur hann hríðfallið. 

Stuðningurinn mælist þó enn aðeins meiri en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, sem er nú komið í 39,3 prósent. Það er í fyrsta sinn sem samanlagt fylgi flokkanna þriggja fer undir 40 prósent könnun Gallup frá því að þeir tóku við völdum árið 2017. Samanlagt hafa flokkarnir þrír tapað 15 prósentustigum frá síðustu kosningum, eða litlu minna en að sem Samfylkingin hefur ein bætt við sig á sama tímabili. 

Ríkisstjórnin er því kolfallinn miðað við þessa stöðu. Hún fengi sennilega ekki nema 25 þingmenn, og myndi þá tapa tólf. 

Níu flokkar mælast inni

Ástæða þess er meðal annars sú að miðað við nýjustu könnun Gallup þá mælast níu flokkar með yfir fimm prósent fylgi, sem þarf til að fá jöfnunarsæti á þingi. Fjórir minnstu flokkarnir, Vinstri græn (4), Miðflokkur (4), Flokkur fólksins (3) og Sósíalistaflokkur Íslands (3) myndu fá samanlagt tíu þingmenn. Engin tveggja flokka ríkisstjórn yrði möguleg eins og stendur. Jafnvel þótt Samfylkingin (16) og Sjálfstæðisflokkur myndu vilja vinna saman þá myndu flokkarnir tveir einungis fá 31 þingmann, einum færri en þarf til að vera með meirihluta á Alþingi. 

Hægt yrði að mynda miðjustjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar sem myndi vera með 34 þingmenn. Auk þess væri hægt að skipta Viðreisn út fyrir Vinstri græn og mynda þá stjórn með minnsta mögulega meirihluta sem liti út fyrir að vera meira til vinstri. Fáir raunhæfir möguleikar eru á hægri stjórn eins og er. Ef Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur myndu leggja sína þingmenn saman við þingmenn Framsóknarflokksins þá myndu flokkarnir sennilega ekki ná nema 31 þingmanni.

Könnunin var gerð 1. mars til 2. apríl. Heildarúrtak var 11.228 manns og helmingur tók þátt. Af þeim sögðust tæp tíu prósent mundu skila auðu eða ekki kjósa ef gengið yrði til kosninga nú.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár