Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dökk framtíð blasir við danskri kvikmyndagerð

Dansk­ar kvik­mynd­ir hafa unn­ið til fjöl­margra al­þjóð­legra verð­launa á und­an­förn­um ár­um og not­ið hylli bíógesta. En það eru blik­ur á lofti og nauð­syn­legt að bregð­ast við að mati sér­fræð­inga í kvik­mynda­iðn­að­in­um.

Dökk framtíð blasir við danskri kvikmyndagerð
Dönsk saga tekin upp erlendis „Så længe jeg lever“, sem var frumsýnd árið 2018, fjallar um ævi John Mogensen tónlistarmanns og var að stórum hluta tekin upp í Tékklandi. Mynd: Det Danske Filminstitut

Danskar kvikmyndir eiga sér langa sögu og hafa notið mikilla vinsælda langt út fyrir danska landsteina. Danir hafa lengi verið mikil bíóþjóð og næstum þriðji hver bíómiði sem seldur er í Danmörku er aðgangur að danskri mynd. 

Þrátt fyrir þetta er ekki allt í himnalagi í danskri kvikmyndagerð. Greinin á í fjárhagserfiðleikum og danskir kvikmyndaleikstjórar óttast að sá góði árangur sem náðst hefur á undanförnum árum verði að engu gerður innan fárra ára ef fjárhagsgrundvöllurinn verði ekki styrktur. Danska kvikmyndastofnunin er sama sinnis. 

Á fyrsta áratug þessarar aldar voru að jafnaði frumsýndar árlega 25–30 danskar kvikmyndir. Þeim hefur nú fækkað og eru nú um 20, eða jafnvel færri sem frumsýndar eru árlega. Til þess að halda stöðu sinni, sem kvikmyndaframleiðsluland í fremstu röð, segja danskir sérfræðingar á þessu sviði nauðsynlegt að framleiða árlega að minnsta kosti 25 kvikmyndir. Til að viðhalda þekkingunni, þjálfa leikara, tæknifólk og annað sem til þarf sé þessi tala, 25 kvikmyndir árlega, lágmark. 

Snýst um peninga

Claus Ladegaard, forstöðumaður Dönsku kvikmyndastofnunarinnar, sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum að ef ekki komi aukið fjármagn til danskrar kvikmyndagerðar muni nýjum kvikmyndum sem árlega birtast á hvíta tjaldinu fækka um að minnsta kosti fjórar. „Ef sú verður raunin getum við ekki lengur boðið upp á  kvikmyndir fyrir börn, fyrir þá sem eldri eru, listrænar kvikmyndir og myndir sem höfða til breiðs hóps áhorfenda. Þetta myndi veikja mjög kvikmyndaiðnaðinn sem hefur lengi átt mikillar velgengni að fagna. Þetta myndi líka þýða að iðnaðurinn sem við kennum við kvikmyndir myndi í auknum mæli framleiða sjónvarpsmyndaflokka og svo eina og eina kvikmynd.“  

Skora á stjórnvöld að bæta í

Á þessu ári stendur til að danska þingið, Folketinget, samþykki nýjan rammasamning um fjárveitingar til kvikmyndagerðar. Slíkt samkomulag er gert til fimm ára í senn, núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Samningurinn sem gerður var 2018 og gilti á árunum 2019–2023 hljóðaði upp á 560 milljónir danskra króna (11 milljarðar íslenskir).

Danska kvikmyndastofnunin telur að til þess að tryggja framleiðslu danskra kvikmynda þyrfti árlega að auka styrki til kvikmyndagerðar um allt að 150 milljónum danskra króna (3 milljarðar íslenskir). Stofnunin og Samtök danskra kvikmyndaleikstjóra skora á þingmenn að tryggja þetta fjármagn með nýja samningnum sem nú er í undirbúningi og á að gilda frá næstu áramótum til ársloka 2027. Tvær leiðir eru mögulegar til að tryggja þetta fjármagn. Annars vegar gæti þingið einfaldlega ákveðið að hækka styrkinn eða ákveðið að minnst helmingur þeirra 6 prósenta sem streymisveitur greiða af veltu sinni fari í að styrkja kvikmyndagerðina. Sú upphæð gæti numið um 120 milljónum danskra króna á ári. 

Danskt en þó ekki danskt

Samtök danskra kvikmyndahúsaeigenda, Danska kvikmyndastofnunin og Samtök danskra kvikmyndaleikstjóra hafa lýst áhyggjum af tilteknu atriði í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þar er lagt upp með að alþjóðlegar streymisveitur geti valið að framleiða efni sem væri danskt í stað þess að borga menningarframlagið. En er það ekki gott og blessað? kynni nú einhver að spyrja. Upp að vissu marki er svarið.

Það jákvæða við tilkomu streymisveitnanna hvað Danmörku varðar er að efnið er danskt og leikararnir danskir. En ókostirnir eru aftur á móti þeir að framleiðendur geta algjörlega ráðið hvar upptökur fara fram. Þess eru mörg dæmi á síðustu árum að danskir sjónvarpsmyndaflokkar hafa verið teknir upp í öðrum löndum en Danmörku. Þetta gildir einnig um kvikmyndir. Ástæða fyrir þessu er peningar. 

Afslættir og endurgreiðslur

Mörg lönd veita svonefnda framleiðsluafslætti, eða endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda vegna upptaka sem fram fara í landinu. Algengt er að „afslátturinn“ sé 25 prósent af framleiðslukostnaði, sums staðar meiri. Dæmi um danskar myndir teknar upp í öðrum löndum á síðustu árum eru kvikmyndirnar „Pagten“ um Karen Blixen, „Erna i krig“ og „ længe jeg lever“. Sú síðastnefnda fjallar um ævi John Mogensen tónlistarmanns og er að stórum hluta tekin upp í Tékklandi. „Pagten“ er að mestu tekin upp í Belgíu og upptökur á „Erna i krig“ fóru að langmestu leyti fram í Eistlandi og Belgíu. Í Danmörku bjóðast framleiðendum hvorki afslættir né endurgreiðslur.

Erna í krigUpptökur á „Erna i krig“ fóru að lang mestu leyti fram í Eistlandi og Belgíu.

Í viðtali sem birtist í dagblaðinu Politiken fyrir nokkrum vikum sagði kvikmyndaframleiðandinn Meta Louise Foldager frá því að hún hefði verið búin að fá 21 milljón danskra króna í styrk til framleiðslu á þáttaröðinni „Pelle Erobreren“ (Pelle sigurvegari). Til stóð að þættirnir yrðu teknir upp í Tékklandi og þar hefði framleiðandinn fengið afslátt sem næmi 17 milljónum danskra króna. Ekkert varð þó af gerð þáttanna þar sem framleiðslufyrirtækið HBO (Home Box Office) hætti á síðustu stundu við verkefnið. Í áðurnefndu viðtali sagði Meta Louise Foldager að fyrir utan afsláttinn væri framleiðslukostnaðurinn mun lægri en í Danmörku, „í Tékklandi er fólk tilbúið að vinna 12 tíma á dag, 6 daga í viku og launin eru lægri en hér heima í Danmörku“.

Fara þangað sem kostnaður er lægstur

Meta Louise Foldager sagði einnig frá því að á næstunni myndi hún gera nýja kvikmynd, eða þáttaröð, fyrir streymisveituna Netflix. „Ég hef skrifað undir að upptökur, hvort sem það verður kvikmynd eða þáttasería, skuli fara fram þar sem kostnaðurinn er lægstur. Ég er smeyk um að þessar upptökur fari ekki fram hér í Danmörku.“

Hún benti á að Svíar hefðu á síðasta ári tekið upp fyrirkomulag sem gerir ráð fyrir að framleiðendur fái afslátt, sem nemur 25 prósentum af þeim kostnaði sem til fellur við gerð sænskra kvikmynda, eða myndaflokka, sem teknir eru upp í Svíþjóð. „Eitthvað þessu líkt þyrfti að gera hér heima.“

Claus Ladegaard, forstöðumaður Dönsku kvikmyndastofnunarinnar, er sammála því að ekki sé æskilegt að stór hluti danskra kvikmynda skuli framleiddur í öðrum löndum en Danmörku. „Ég held að danskir leikstjórar og framleiðendur vilji gjarnan vinna hérna heima og ég tel lausnina vera þá að hækka styrkina til einstakra verkefna. Þá þyrfti ekki að leita til útlanda eftir styrkjum og afsláttum. Ef tekið yrði upp fyrirkomulag sem nær til allra, yrði ekki hægt að gera neinar kröfur varðandi efni og innihald.“ 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær rammasamningurinn um styrki til kvikmyndagerðar í Danmörku kemur til meðferðar í danska þinginu.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
10
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár