Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.

Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Erfið staða á Suðurnesjum Ásmundur segir að staðan á Suðurnesjum sé orðin erfið vegna gríðarlegs fjölda hælisleitenda og viðbrögð fólks við stöðunni væru mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar séu að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafi fyrir löngu misst tökin á landamærunum. „Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu.“

Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í gær. Hann hélt ræðu undir liðnum störf þingsins tvo daga í röð þar sem hann gerði málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd að umtalsefni og setti í samhengi við húsnæðismál á Suðurnesjum. 

Hann sagði í fyrri ræðunni að ástandið þar væri að verða ógnvænlegt og óbærilegt vegna fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. 

„Fjöldi þeirra kallar á mikinn íbúðakost. Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga eins og þennan hérna við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir 15 ár, eins og við þann einstakling sem á þennan samning. Hann fær ekki framlengingu á leigusamningum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á 30 samningum á Ásbrú, þar sem 30 fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. 

Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140.000 krónur á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingarverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesjabæ og í Reykjanesbæ hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna,“ sagði þingmaðurinn. 

„Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan.“
Ásmundur Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Nefndi Ásmundur hugmyndir um leiguþak. „Mér hefur stundum dottið í hug að styðja jafnvel þá tillögu, en þegar ríkið sjálft er nú farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suðurfrá að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir, sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvaða kompur eru í boði; leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan,“ sagði hann og lauk ræðunni á að spyrja hvort ekki væri mál að linni í því máli. Mátti heyra að nokkrir þingmenn samsinntu honum með því að kalla: „Heyr, hey.“

Segir heimafólk komið á götuna

Í síðari ræðunni hélt Ásmundur áfram að greina frá áhyggjum sínum af málum á Suðurnesjum. „Þar er gríðarlegur fjöldi hælisleitenda og staðan er orðin erfið og viðbrögð fólks við stöðunni mjög sterk. Sveitarstjórnarmenn og starfsmenn félagsþjónustunnar eru að bugast og starfsmenn í flugstöðinni hafa fyrir löngu misst tökin á landamærunum. Hingað streymir fólk sem við hefðum alls ekki viljað taka við undir öllum venjulegum kringumstæðum. 

Það liggur fyrir að ríkisstofnun er að taka húsnæði á leigu undir hælisleitendur sem áður var leiga á almennum markaði. Heimafólk, sem hefur leigt og verið leigjendur áratugum saman, er komið á götuna. Það hefur í fæstum tilfellum í önnur hús að venda og er látið víkja úr íbúðum vegna fólks sem er á flótta. Þegar ég leitaði eftir svörum um hverju það sætti var mér sagt að þetta væri góður „business“ fyrir leigusala,“ sagði hann. 

Varðandi hugmyndir um að reisa flóttamannabúðir þá sagði Ásmundur að reyndar væri talað um skipulagða byggð sem væri áætlað að kostaði 5.000 milljónir. 

„Ég hef ekki séð hvort þær tölur eru inni í fjármálaáætluninni en það er þá ekki til þess að draga saman seglin í ríkisfjármálunum. Í stjórnsýslunni er orðin slík meðvirkni með fordæmalausri stöðu og fjölgun hælisleitenda að ekki má lengur segja sannleikann í málinu. Þegar sannleikurinn er orðinn feimnismál er rétt að benda á að samkvæmt áætlun mun hælisleitendum fjölga um 460 manns í hverjum mánuði þetta ár að minnsta kosti og verða alls 6.000 í árslok, 11.000 á tveimur árum. Ég spyr, virðulegur forseti: Er ekki mál að linni?“ spurði hann aftur í síðari ræðunni. 

Getur ekki gengið að Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni

Ásmundur og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Oddný segir á Facebook-síðu sinni að ástandið og ólgan á Suðurnesjum sé afleiðing athafnaleysis síðustu ríkisstjórna í málefnum þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. 

„Það getur ekki gengið að Reykjanesbær og Suðurnesin beri hita og þunga af móttökunni. Dreifa þarf þjónustunni á fleiri sveitarfélög,“ skrifar hún. 

„Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum.“
Oddný Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar

Þá bendir hún á að í kjölfar stríðsins í Sýrlandi hafi fjöldi flóttafólks aukist í Evrópu umtalsvert, þróun sem hafi átt sér stað yfir langan tíma. „Við höfum haft mörg ár til að styrkja móttökukerfið okkar smátt og smátt. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki verið reiðubúin til að horfast í augu við stöðuna í heiminum og alltaf verið í eftiráreddingum. Móttakan er byggð upp á tímabundnum búsetuúrræðum og ástandið slæmt löngu áður en umsóknum fjölgaði svona mikið eins og núna og háar upphæðir greiddar fyrir skyndilausnir. 

Stjórnmálamenn verði að gæta orða sinnaOddný segir að ríkisstjórnin verði að gera betur og stjórnmálamenn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.

Við erum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindarsáttmála Evrópu. Nú eru um 100 milljón manns á flótta og hafa aldrei verið fleiri. Fólk er að flýja stríð, harðræði, glæpi, spillingu og fátækt og allt bendir til að loftlagsflóttamönnum muni fjölga á næstu árum,“ skrifar hún jafnframt. 

Oddný lýkur færslu sinni á því að spyrja hvort ekki sé hægt að vera sammála því að það þurfi að standa betur að þessum málum. „Ríkisstjórnin sem Ásmundur Friðriksson styður verður að gera betur og stjórnmálamenn þurfa að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæskuleg viðbrögð í afar viðkvæmri stöðu á Suðurnesjum.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Það eina sem ég sé eftir í lífinu er að hafa einu sinni tekið í höndina á þessum einstaklingi.
  0
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Kvar er ALMA of fl leiguhakarlar sem eiga Husnæði a Asbru, Husnæði a Asbru lenti hja Bröskurum ,1100 og 1200 Kverfin eru rjomin af Leiguhusnæði a Asbru Islensk hönnun a vegum Husameistara Rikisis byggð af Nato ur islensku byggingga efni siðustu Hus afhent 1995. Kadeco var með Hægri mann yfir og þar var svindl og Svinari. Þeir sem eiga þetta eru Hakallar handvaldir af Floknum. Alög og spilling virðist enn vera a Asbru.
  1
 • Árni Guðnýar skrifaði
  Nú stend ég með Ása Ökumanni.
  2
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
   Ég líka..Það er verið að hrekja hreinræktaða Íslendinga í burtu af þessu skeri, svo hægt sé að fylla það af afætum, verði þessum stjórnmálamönnum að góðu..
   -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
7
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
6
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
5
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu