Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.

Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
Víðtækar áhyggjur af Kárhóli Samkvæmt fræðilegri ritgerð sem fjórir sérfræðingar í þjóðaröryggismálum skrifuðu hafa ýmis ríki á norðurhveli áhyggjur af rannsóknarmiðstöð Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Heimildin hefur greint frá áhyggjum Atlantshafsbandalagsins, NATO, af miðstöðinni en Norðmaðurinn Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri þess. Mynd: NATÓ

Áhyggjur annarra þjóða á norðurslóðum af norðurljósarannsóknarmiðstöð Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu eru ræddar í ritgerð um öryggismál Atlantshafsbandalagsins (NATO) á norðurslóðum sem birt var í lok árs í fyrra. Í ritgerðinni er ekki vísað til heimilda um þetta atriði. Einn af höfundunum, Gregory Falco, segir aðspurður að um sé að ræða munnlegar heimildir, samtöl við aðila sem vel til þekkja.

Heimildin hefur fjallað um norðurljósarannsóknarmiðstöðina á síðustu vikum og meðal annars greint frá því að NATO hafi haft áhyggjur af henni og möguleikanum á njósnum og eftirliti Kína í gegnum hana.

„Í mínum huga er það of mikil tilviljun að Kína sé með rannsóknarmiðstöð einmitt á þeim stað sem hentar best til að sinna þessu eftirliti“
Gregory Falco,
sérfræðingur í öryggismálum við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum.

Rannsóknarmiðstöðin hefur verið vandræðamál í íslenska stjórnkerfinu í nokkur ár og klóraði Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sér til dæmis mikið í höfðinu yfir tilvist hennar samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Íslenska ríkið hefur ekki skipt sér mikið af miðstöðinni eða haft góða yfirsýn yfir það sem þar fer fram. Utanríkisráðuneytið þurfti til dæmis að senda upplýsingabeiðni til RANNÍS, sem er tengiliður Íslands við Kínversku heimsskautamiðstöðina vegna Kárhóls, til að spyrjast fyrir um starfsemina. 

Í ritgerðinni, sem heitir Commercial Space Risk Framework Assessing the Satellite Ground Station Security Landscape for NATO in the Arctic and High North, segir meðal annars um byggingu norðurljósamiðstöðvarinnar. „Þessi þróun bendir til þess að tæknibúnaður frá Kína, sem og starfsmenn, séu vel dreifðir um norðurhvel jarðar, og hefur þetta vakið áhyggjur um þjóðaröryggi hjá mörgum ríkjum á svæðinu.“ 

Höfundar greinarinnar eru fjórir fræðimenn á sviði þjóðaröryggismála: Nicoló Boschetti, Nathaniel Gordon og Gregory Falco sem allir starfa við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum og Johan Sigholm sem vinnur í sænskum háskóla. 

Belti og braut og SilkileiðinMyndin sýnir hugmyndir Kína um verkefnið Belti og braut og hvernig siglingaleiðin um norðurhvel jarðar tengist þessu verkefni.

Hluti af Belti og braut

Þá segir að rannsóknarstöðin á Íslandi sé ein af fjórum sambærilegum rannsóknarmiðstöðvum Kínverja sem komið hefur verið upp á norðurhveli jarðar. Hinar eru á Svalbarða, í Kiruna nyrst í Svíþjóð og á Grænlandi. Umræddar rannsóknarmiðstöðvar eru hluti af innviða- og fjárfestingarverkefni kínverska ríkisins, „Belti og braut“. Belti og braut gengur út aðkomu Kína og kínverskra fyrirtækja að uppbyggingu innviða víða um heim. 

Eins og rakið var í fréttaskýringu í Kjarnanum þá vísar nafnið á verkefninu „til hinnar fornu silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og Xi Jin­p­ing vill end­ur­vekja undir for­merkjum Beltis og braut­ar“. Um þetta segir í ritgerðinni: „Fjárfestingar Peking í fjarkönnunum á norðurhveli jarðar, GNSS, og byggingar rannsóknarmiðstöðva á jörðu niðri í löndunum í Norður-Atlantshafi voru ekki bara byggðar vegna vísindalegra ástæðna heldur líka til að styðja við Belti og braut verkefnið á norðurslóðum.

Miðað við þessa túlkun greinarhöfunda þá er Ísland óbeinn þátttakandi í Belti og braut verkefni kínverskra stjórnvalda í gegnum norðurljósamiðstöðina. Opinberlega hefur hins vegar komið fram að Ísland hafi hafnað innviðafjárfestingum Kínverja og þar með þátttöku í Belti og braut. Þáverandi varaforseti Bandaríkja, Mike Pence, sagði til dæmis árið 2019, þegar hann heimsótti Ísland, að yfirvöld í Bandaríkjunum væru þakklát Íslendingum fyrir að taka ekki þátt í Belti og braut. „Bandaríkin eru þakklát fyrir þá afstöðu Íslendinga að hafna samgöngufjárfestingum Kína á Íslandi vegna Beltis og brauta.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði þá að ummæli Pence væru ekki alveg nákvæm þar sem Ísland og Kína ættu í miklum samskiptum og að Ísland vildi efla viðskiptin við Kína. Hann sagði hins vegar jafnframt að Ísland hefði ekki samþykkt með formlegum hætti að vera þátttakandi í Belti og braut, líkt og margar þjóðir hafa gert, en að þetta væri til skoðunar. 

Umræðan um mögulega þátttöku Íslands í Belti og braut verkefninu kom meðal annars upp í tengslum við umræðu um mögulega aðkomu kínverskra fyrirtækja að uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði fyrir nokkrum árum. 

Segir stöðina of mikla tilviljunGregory Falco segir að áhyggjurnar af rannsóknarmiðstöðinni á Kárhóli snúist um mögulegt tvíþætt hlutverk hennar: Vísindastarf og eftirlit.

Möguleikinn á að stunda njósnir í gegnum gervihnetti

Gregory Falco segir aðspurður að hann hitti og ræði við mikið af fólki, ráðamönnum, sem hafa innsýn inn í þjóðaröryggismál landanna á norðurhveli jarðar. Varðandi heimildir fyrir staðhæfingunni af áhyggjum annarra þjóða af rannsóknarmiðstöðinni á Kárhóli segir hann: „Hún byggir á persónulegri þekkingu. Ég vinn mikið með þjóðaröryggismál og ég hitti og ræði við mikið af fólki sem hefur þekkingu á þessum málum. Heimildir eru því ráðamenn innan þessara þjóða sem ég ræði við. Flest þessara samtala eru ekki opinber samtöl. Þess vegna segjum við bara að þjóðirnar á norðurhveli jarðar hafi áhyggjur af þessum rannsóknarmiðstöðvum, bæði á Íslandi og einnig á Svalbarða,“ segir Gregory, sem er á leiðinni til Svíþjóðar í næstu viku að ræða um öryggismál á norðurhveli jarðar. 

Hann segir að öryggisáhyggjurnar sem önnur ríki hafi af rannsóknarmiðstöðinni á Kárhóli sé möguleikinn á því að einnig sé verið að nota hana til að safna upplýsingum sem ekki eru vísindalegs eðlis. „Áhyggjurnar snúast um mögulegt tvíþætt eðli þessarar rannsóknarmiðstöðvar. Þetta er rannsóknarmiðstöð sem sinnir vísindum en á sama tíma er ekkert eftirlit með því hvers konar gögn og upplýsingar fara inn og út úr þessari miðstöð. Og Ísland er svæði sem er landfræðilega mikilvægt strategískt séð vegna stöðugrar umferðar gervitungla sem bera leynilegar upplýsingar yfir landið. Það þarf fjarskiptastöð á jörðu niðri til að geta móttekið þessarar upplýsingar. Í mínum huga er það of mikil tilviljun að Kína sé með rannsóknarmiðstöð einmitt á þeim stað sem hentar best til að sinna þessu eftirliti,“ segir Gregory.

Aðspurður um hvort einhverjar vísbendingar eða sannanir séu fyrir því að Kínverjar hafi notað stöðina til að stunda njósnir segir Gregory að svo sé ekki. „Við þyrftum að hafa aðgang að gögnunum sem stöðin er að vinna með til að geta sagt nákvæmlega til um það og þessi gögn eru örugglega dulkóðuð. Stutta svarið er að við vitum nákvæmlega ekkert um það hvað þeir eru að gera þarna. Gregory segir að svipaðar áhyggjur séu uppi varðandi rannsóknarmiðstöð Kínverja á Svalbarða. 

Gregory segir að kjarninn i gagnrýni hans sé að Kína þurfi slíkar rannsóknarmiðstöðvar á jörðu niðri til að geta rekið eigið net gervihnatta sem fara yfir norðurhvel jarðar og eftir atvikum stundað eftirlit í gegnum þær með öðrum ríkjum sem einnig reka net gervihnatta sem fara yfir norðurhvelið.

99 ára leigusamningur eins og um Hong KongLeigusamningurinn sem Kína gerði um Kárhól er til 99 ára, rétt eins og samningurinn sem Bretland og Kína gerðu um Hong Kong árið 1898. Xi Jinping er aðalritari Kínverska kommúnistaflokksins.

Leigusamningur til 99 ára

Líkt og Heimildin hefur greint frá þá var rannsóknarmiðstöðin opnuð formlega árið 2018. Hún byggir á samstarfssamningi sem Ísland og Kína undirrituðu árið 2013. Miðstöðin er 730 fermetra hús á þremur hæðum þar sem er að finna rannsóknarbúnað sem tekur myndir upp í himinhvolfin og sendir til Kína. Á Kárhóli er einnig íbúðarhús þar sem kínverskir vísindamenn búa í þegar þeir heimsækja rannsóknarmiðstöðina. 

Sjálfseignarstofnun sem komið var á laggirnar, sem keypti jörðina á Kárhóli, leigir kínversku heimskautastofnuninni, Polar Research Instituite (PRIC), svo húsnæðið í 99 ár samkvæmt leigusamningi um verkefnið. Samningurinn er frá 2019 og gildir þar til í lok árs 2117. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að kínverskar ríkisstofnanir mega ekki eiga  jarðir á Íslandi með beinum hætti.

Eitt af því sem er áhugavert við leigutímann á jörðinni er að hann er jafnlangur og sá tími sem Bretland leigði sjálfsstjórnarhéraðið Hong Kong af Kína árið 1898 til 1997. Þetta gerðist eftir að Kína hafði tapað nokkrum stríðum, meðal annars svokölluðum Ópíumstríðum við Bretland, og svæðið varð að breskri nýlendu. Þegar Bretland gerði þennan 99 ára samning við Kína um Hong Kong árið 1898 var í reynd litið svo á að verið væri að semja um bresk yfirráð yfir svæðinu því sem næst til frambúðar“ eins og breskur embættismaður orðaði það

Bretland skilaði hins vegar Hong Kong til Kína árið 1997 og er svæðið sjálfsstjórnarhérað í dag sem er með kapítalískt markaðshagkerfi. Hong Kong er þó hluti af Kína en sérstaða svæðisins hefur verið undirstrikuð með orðunum „eitt land, tvö kerfi“ sem er tilgreind í stjórnarskrá Alþýðulýðveldisins. Alræðisstjórnin í Peking er hins vegar alltaf meira og meira að reyna að grafa undan þessu sjálfræði Hong Kong og hafa blossað upp mótmæli í borginni vegna þessa sem þó hafa orðið máttlausari með árunum.

Ísland er því í þeirri stöðu að vera bundið af leigusamningi við Kína um Kárhól í tæp 100 ár, rétt eins og Kína var gagnvart Bretlandi í Hong Kong. Rannsóknarmiðstöðin á Kárhóli er því komin til að vera í allmargar kynslóðir, eða kannski „því sem næst til frambúðar“. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Landinn er svo oft ævintýralega naive. Jafnvel t.d.?augljósasta danska trójuhesta stóð leikur frjálst. Vonandi gengur þó sjálfstæðið ekki til baka. Kanahatur virðist stein blinda allt of marga.
    0
  • Árni Hilmarsson skrifaði
    Er ekki komið nóg af bullinu. Við erum nýbúin að fylgjast með þegar stórum fjárhæðum var varið vestanhafs í að skjóta niður kínverska veðurathugunarbelgi. Síðan þurfum við að upplifa ósanngjarna gagnrýni á kínverskan tæknibúnað á meðan við vitum að allar okkar gjörðir eru skráðar af vestrænum tæknibúnaði.
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Ef það er eitthvað að marka Snowden og Assange þá er þessi að ljúga. Málpípa og starfsmaður DARPA að blása reyk upp í rassgatið á okkur (eins og þeir myndu orða það) og þeir sjálfir sem njósna um okkur. Allur tölvupóstur, flest öll samskipti, öll fjarskipti, allt er hlerað af þeim. Eina land heimsins sem njósnar um allt og alla að benda á eitthvað annað til þess að rugla í litla fólkinu.
    3
  • Steinunn Grímsdóttir skrifaði
    Ánægd med ad tid kallid tetta ritgerd ekki skýrslu. Tetta er meikar engan sens btw
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kína og Ísland

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
FréttirKína og Ísland

Ís­land gerði ekk­ert mat á starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kína út frá þjóðarör­yggi

Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að eng­ar heim­ild­ir séu til í ís­lensk­um lög­um sem heim­ila eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöðv­um eins og þeirri sem heim­skautamið­stöð Kína og Ís­land reka á Kár­hóli. Hún seg­ir að sam­skipti Ís­lands við NATO um mið­stöð­ina séu háð trún­aði.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
FréttirKína og Ísland

Þing­mað­ur spyr Katrínu um eft­ir­lit með kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­inni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sókn­ar­mið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sókn­ar­mið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár