Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.

Þeir eru svo sætir. Stinga hausnum brosandi upp úr vatninu. Allt að því hjala krúttlega og elska að leika sér. Með bolta. Í sundlaug. Við manneskju.

Þannig voru, og eru kannski enn að einhverju leyti, nokkurn veginn hugmyndir margrar manneskjunnar um háhyrninga. Þá er enn hægt að sjá í dýragörðum þar sem þeir synda á spretti um litlar laugar, velta sér um í vatninu – nú eða loftinu – í tilkomumiklum stökkum og skvetta stríðnislega vatni á viðstadda. Fá síld að launum. Þakka fyrir sig með því að hneigja höfuðið.

Og fólk klappar. Hrópar. Sjáið hann stökkva! Hann er svo sniðugur! Sér ekki eftir því að borga sig inn í garðinn. Kannski þennan á Tenerife, hinni miklu Íslendinganýlendu. Þar eru háhyrningar í haldi sem „slegið hafa í gegn“ hjá gestum. Hafast við í laugum sem eru mest 120 metrar á lengd og nokkrir metrar á dýpt. Búa við bestu aðstæður …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár