Þeir eru svo sætir. Stinga hausnum brosandi upp úr vatninu. Allt að því hjala krúttlega og elska að leika sér. Með bolta. Í sundlaug. Við manneskju.
Þannig voru, og eru kannski enn að einhverju leyti, nokkurn veginn hugmyndir margrar manneskjunnar um háhyrninga. Þá er enn hægt að sjá í dýragörðum þar sem þeir synda á spretti um litlar laugar, velta sér um í vatninu – nú eða loftinu – í tilkomumiklum stökkum og skvetta stríðnislega vatni á viðstadda. Fá síld að launum. Þakka fyrir sig með því að hneigja höfuðið.
Og fólk klappar. Hrópar. Sjáið hann stökkva! Hann er svo sniðugur! Sér ekki eftir því að borga sig inn í garðinn. Kannski þennan á Tenerife, hinni miklu Íslendinganýlendu. Þar eru háhyrningar í haldi sem „slegið hafa í gegn“ hjá gestum. Hafast við í laugum sem eru mest 120 metrar á lengd og nokkrir metrar á dýpt. Búa við bestu aðstæður …
Athugasemdir