Um það leyti sem frost mældist 19 stig á Akureyri og tæpar 15 gráður í Reykjavík og veðurfræðingur sagði að hvergi á landinu hefði þiðnað á mælum, var verið að opna fyrir skráningar í alls kyns sumargleði. Það er enda minna en mánuður í fyrsta dag sumars þó að landinn hafi kannski að undanförnu haldið að skollinn væri á eilífðarvetur. Sumarið er nú samt á næstu grösum og fólk því að byrja að skipuleggja sumarfrí. Stéttarfélög hafa flest opnað fyrir umsóknir á orlofshúsum og skátarnir, Íþróttasamband fatlaðra, KFUK og KFUM eru meðal þeirra sem opnuðu í byrjun mars fyrir skráningar í sumarbúðir.
Verðbólga á leikjanámskeiðum
Við ráðum engu um veðrið og að því er virðist litlu um verðbólguna sem í lok febrúar fór í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn í fjórtán ár þegar tólf mánaða verðbólga mæltist 10,2 prósent en var 5,7 prósent í janúar í fyrra.
Athugasemdir