Þegar Ásgerður Halldórsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi frá 2009 til 2022 áttu sér ítrekað stað umræður um það hvort sveitarfélagið ætti að hætta að niðurgreiða ýmsa opinbera þjónustu. Meðal annars var um að ræða starfsemi sundlaugarinnar og leikskólans.
Blaðamaður tók viðtal við Ásgerði um fyrirtækið Skólamat þegar hún var enn þá bæjarstjóri á Seltjarnarnesi árið 2021. Þá nefndi hún þetta atriði um niðurskurðarkröfuna í framhjáhlaupi. Orð Ásgerðar sátu í blaðamanni og bað hann hana því um annað viðtal til að biðja hana að segja nánar frá því hvað hún ætti við. Ásgerður er einnig kjörinn viðmælandi til að fá greiningu á Seltjarnarnesi þar sem hún stýrði bæjarfélaginu í meira en áratug og hefur búið svo lengi þar.
Ásgerður segir að á Seltjarnarnesi sé „hávær minnihluti“ sem hafi þessa skoðun og gangi nokkuð langt í því …
Mig grunar að þeir yrðu ekki fleiri en svo að tekjurnar myndu minnka verulega frá því sem nú er.