Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.

Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Rio Tinto í Straumsvík Rio Tinto á og rekur álverið í Straumsvík. Fyrirtækið neyddist á dögunum til að gangast undir greiðslu sektar eftir að rannsókn bandarískra yfirvalda leiddi í ljós að fyrirtækið hafði reynt að bera fé á embættismenn í afríkuríkinu Gíneu. Mynd: Haukur Herbertsson / Flickr

Rio Tinto, sem meðal annars á og rekur álverið í Straumsvík, samþykkti í byrjun mánaðar að greiða jafnvirði 2,2 milljarða króna í sekt vegna tilrauna fyrirtækisins til að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn í Afríkuríkinu Gíneu.

Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) rannsakaði framferði Rio Tinto, sem staðið var að því að ráða franskan bankamann, með tengsl við áhrifafólk í Gíneu, sem ráðgjafa vegna áhuga Rio Tinto á því að komast yfir námaréttindi í landinu.

Í ljós kom að ráðgjöfin fólst fyrst og síðast í því að bjóða og reyna að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn, í því skyni að tryggja Rio Tinto fram fyrir í röð eftir námaréttindunum. Sátt Rio Tinto við bandarísk yfirvöld fólst í því að fyrirtækið greiddi áðurnefnda sekt, án þess þó að játa eða neita fyrir brotin. Í fréttatilkynningu bandarískra yfirvalda var haft eftir einum yfirmanna SEC að Rio Tinto hefði einungis ráðið umræddan ráðgjafa til starfa, vegna aðgengis hans að áhrifafólki í Gíneu.

Rio Tinto er annað stærsta fyrirtæki heims á sviði málm- og námavinnslu og er til að mynda annar stærsti álframleiðandi heimsins. Fyrirtækið hefur ítrekað verið staðið að og gagnrýnt fyrir brot á umhverfislöggjöf og verið sakað um spillingu, einkum og sér í lagi í fátækari hluta heimsins. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Violation tracker birtir lista yfir fyrirtæki og banka og fleiri sem brjóta lög og reglur. Og listinn er langur og meirihluti tilkynningarskyldra aðila sem Seðló sá ekki ástæðu til að gera DD eða KYC greiningar á finnst þar... varðandi Rio Tinto hafa þeir yfir 100 brot og sektir yfir 25 milljónir dollara
    Það er víst skilst mér fyrir utan mútusektirnar, 15 milljónir dollara.
    Samherja og stuðningsmönnum innan ríkis og kerfis til fróðleiks er Rio Tinto með höfuðstöðvar í UK og brotið framið í Afríku... og UK ríkisstjórnin segir ekki orð. Svo það er hrein óskhyggja að SEC og DOJ eða aðrir geti ekki náð í skottið á þeim. Og keðjuábyrgðin gerir það að verkum að líklega sitja Hollendingar uppi með Svartapétur.

    Svo nei... Samherji er langt í frá sloppinn ... og mun ekki sleppa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár