Rio Tinto, sem meðal annars á og rekur álverið í Straumsvík, samþykkti í byrjun mánaðar að greiða jafnvirði 2,2 milljarða króna í sekt vegna tilrauna fyrirtækisins til að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn í Afríkuríkinu Gíneu.
Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) rannsakaði framferði Rio Tinto, sem staðið var að því að ráða franskan bankamann, með tengsl við áhrifafólk í Gíneu, sem ráðgjafa vegna áhuga Rio Tinto á því að komast yfir námaréttindi í landinu.
Í ljós kom að ráðgjöfin fólst fyrst og síðast í því að bjóða og reyna að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn, í því skyni að tryggja Rio Tinto fram fyrir í röð eftir námaréttindunum. Sátt Rio Tinto við bandarísk yfirvöld fólst í því að fyrirtækið greiddi áðurnefnda sekt, án þess þó að játa eða neita fyrir brotin. Í fréttatilkynningu bandarískra yfirvalda var haft eftir einum yfirmanna SEC að Rio Tinto hefði einungis ráðið umræddan ráðgjafa til starfa, vegna aðgengis hans að áhrifafólki í Gíneu.
Rio Tinto er annað stærsta fyrirtæki heims á sviði málm- og námavinnslu og er til að mynda annar stærsti álframleiðandi heimsins. Fyrirtækið hefur ítrekað verið staðið að og gagnrýnt fyrir brot á umhverfislöggjöf og verið sakað um spillingu, einkum og sér í lagi í fátækari hluta heimsins.
Það er víst skilst mér fyrir utan mútusektirnar, 15 milljónir dollara.
Samherja og stuðningsmönnum innan ríkis og kerfis til fróðleiks er Rio Tinto með höfuðstöðvar í UK og brotið framið í Afríku... og UK ríkisstjórnin segir ekki orð. Svo það er hrein óskhyggja að SEC og DOJ eða aðrir geti ekki náð í skottið á þeim. Og keðjuábyrgðin gerir það að verkum að líklega sitja Hollendingar uppi með Svartapétur.
Svo nei... Samherji er langt í frá sloppinn ... og mun ekki sleppa.