Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.

Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Rio Tinto í Straumsvík Rio Tinto á og rekur álverið í Straumsvík. Fyrirtækið neyddist á dögunum til að gangast undir greiðslu sektar eftir að rannsókn bandarískra yfirvalda leiddi í ljós að fyrirtækið hafði reynt að bera fé á embættismenn í afríkuríkinu Gíneu. Mynd: Haukur Herbertsson / Flickr

Rio Tinto, sem meðal annars á og rekur álverið í Straumsvík, samþykkti í byrjun mánaðar að greiða jafnvirði 2,2 milljarða króna í sekt vegna tilrauna fyrirtækisins til að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn í Afríkuríkinu Gíneu.

Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) rannsakaði framferði Rio Tinto, sem staðið var að því að ráða franskan bankamann, með tengsl við áhrifafólk í Gíneu, sem ráðgjafa vegna áhuga Rio Tinto á því að komast yfir námaréttindi í landinu.

Í ljós kom að ráðgjöfin fólst fyrst og síðast í því að bjóða og reyna að bera fé á embættis- og stjórnmálamenn, í því skyni að tryggja Rio Tinto fram fyrir í röð eftir námaréttindunum. Sátt Rio Tinto við bandarísk yfirvöld fólst í því að fyrirtækið greiddi áðurnefnda sekt, án þess þó að játa eða neita fyrir brotin. Í fréttatilkynningu bandarískra yfirvalda var haft eftir einum yfirmanna SEC að Rio Tinto hefði einungis ráðið umræddan ráðgjafa til starfa, vegna aðgengis hans að áhrifafólki í Gíneu.

Rio Tinto er annað stærsta fyrirtæki heims á sviði málm- og námavinnslu og er til að mynda annar stærsti álframleiðandi heimsins. Fyrirtækið hefur ítrekað verið staðið að og gagnrýnt fyrir brot á umhverfislöggjöf og verið sakað um spillingu, einkum og sér í lagi í fátækari hluta heimsins. 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Violation tracker birtir lista yfir fyrirtæki og banka og fleiri sem brjóta lög og reglur. Og listinn er langur og meirihluti tilkynningarskyldra aðila sem Seðló sá ekki ástæðu til að gera DD eða KYC greiningar á finnst þar... varðandi Rio Tinto hafa þeir yfir 100 brot og sektir yfir 25 milljónir dollara
    Það er víst skilst mér fyrir utan mútusektirnar, 15 milljónir dollara.
    Samherja og stuðningsmönnum innan ríkis og kerfis til fróðleiks er Rio Tinto með höfuðstöðvar í UK og brotið framið í Afríku... og UK ríkisstjórnin segir ekki orð. Svo það er hrein óskhyggja að SEC og DOJ eða aðrir geti ekki náð í skottið á þeim. Og keðjuábyrgðin gerir það að verkum að líklega sitja Hollendingar uppi með Svartapétur.

    Svo nei... Samherji er langt í frá sloppinn ... og mun ekki sleppa.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár