Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Evrópa og ný skipting heimsins

Ótt­inn við stríð­an straum flótta­manna er einn sterk­asti drif­kraft­ur evr­ópskra stjórn­mála. Póli­tísk­ar af­leið­ing­ar slíks ótta gætu vald­ið mikl­um skemmd­um á evr­ópsk­um sam­fé­lög­um. Þetta er sam­evr­ópsk­ur vandi. Hann krefst ná­inn­ar sam­vinnu.

Evrópa og ný skipting heimsins
Flóttafólk Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Mynd: AFP

Heimurinn er að skiptast með nýjum hætti. Ekki í tvær blokkir eins og í kalda stríðinu, heldur í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda, svæðisbundin valdakerfi og flókin flekaskil sem spanna alla jörðina. Nýjar ógnir við öryggi þjóða eru að birtast. Ríki, jafnvel stórveldin, eiga sífellt erfiðara með að tryggja hagsmuni sína án mikillar samvinnu. Árangur þjóða ræðst æ meir af hæfni þeirra til þátttöku í nánum bandalögum ríkja. 

Lítil og stór álfa

Stutt er síðan Evrópa réði heiminum og enn sýnist álfan okkar giska stór. Ekki á heimskorti þar sem hún er skagi út úr Asíu. Og ekki lengur að mannfjölda því hún verður sífellt minni í ört vaxandi mannhafi heimsins. En í nánast öllu öðru tilliti er Evrópa fyrirferðarmikil í heiminum. Hún er heimkynni flestra þeirra þjóðfélaga sem tróna efst á nánast öllum listum um góðan árangur ríkja, allt frá menntun og heilbrigði til jafnréttis, kaupmáttar, mannréttinda, lýðræðis og öryggis. Evrópskar borgir drottna á flestum listum yfir notalegustu og lífvænlegustu borgir heimsins. En stjórnmál álfunnar einkennast þó oft af ótta og reiði.

Lexíur af Brexit 

Útganga Breta og innrás Rússa í Úkraínu breytti tilfinningum íbúa Evrópu fyrir stöðu sinni í heiminum. Öfugt við slagorðakenndan aðdraganda Brexit urðu deilurnar og atburðarás Brexit upplýsandi fyrir fólk. ESB varð skiljanlegri veruleiki. Raunveruleg valdakerfi, uppbygging, starf og tilgangur ESB varð ljósari. 

Einfeldningslegar kenningar um Brusselvaldið og andlitslausa embættismenn hafa að mestu vikið fyrir öllu vitrænni umræðu um ástæður aukinnar samvinnu ríkja og veruleikann í Evrópu. Jafnvel popúlistar á hægri kanti stjórnmála í flestum löndum ESB berjast ekki lengur fyrir útgöngu sinna ríkja. Vaxandi meirihluti breskra kjósenda telur að útgangan úr ESB hafi verið mistök en einungis þriðjungur að Brexit hafi verið rétt ákvörðun.   

Hið eiginlega fullveldi

Stuðningur við náið Evrópusamstarf hefur sennilega aldrei verið dýpri og almennari í álfunni. Fregnir af deilum munu þó áfram einkenna fréttir fjölmiðla af ESB enda ekki annars af vænta af nánu samstarfi nær þrjátíu ólíkra ríkja með jafnmörg þjóðþing og hundruð stjórnmálaflokka. 

Niðurstaðan af Brexit er hins vegar sú að fleiri en áður gera sér ljóst að hin eiginlega fullveldisbarátta í  Evrópu snýst ekki um ítrasta sjálfræði einstakra ríkja, heldur um möguleika evrópskra samfélaga til að ráða sem mestu um örlög sín í risastórum, samtengdum og ófriðlegum heimi. Möguleikar Evrópuríkja til þess fara minnkandi og hvíla sífellt meira á nánu samstarfi.  

Lexíur af Úkraínu

Innrásin í Úkraínu jók líka stuðning við samstarf Evrópuríkja. Hún varð hins vegar einnig til þess að hugmyndir um hernaðarlegt sjálfstæði Evrópu frá Bandaríkjunum víkja að mestu til hiðar. Niðurstaðan er annars vegar sú að ESB myndar nú þéttari og sterkari pólitíska og efnahagslega blokk en áður og hins vegar að öryggi Evrópu verður áfram nátengt Bandaríkjunum í breyttri heimskipan. Þótt menningarlegar og pólitískar gjár á milli Evrópu og Bandaríkjanna fari breikkandi verða Vesturlönd því áfram til sem einn fleki í þeim hnattrænu umbrotum sem nú eiga sér stað. Þetta á sérstaklega við um öryggismál en síður annað, allt frá pólitískum gildum til viðskiptahagsmuna. 

Hvorum megin lendir Rússland?

Þótt stríðið í Úkraínu hafi þjappað Vesturlöndum saman er alveg ljóst að vestrænu forræði í heiminum hnignar og það nokkuð hratt. Í risasamfélögum Asíu er litið á Úkraínustríðið sem staðbundið evrópskt vandamál. Það sem skiptir máli fyrir framtíðina, segir fólk í flestum stærstu samfélögum jarðarinnar, er ekki hvað gerist í Evrópu heldur hvernig hlutirnir verða á Indlandi og í Kína. 

Það er að miklu leyti rétt en að einu leyti rangt. Ein allra stærsta spurning alþjóðamála snýst um það hvort Rússland lendir austan eða vestan flekaskila í heiminum sem eru sífellt betur að koma í ljós. Rússar eru austan megin núna, og verða það áfram ef pútínismi ræður. Fátt skiptir meira máli fyrir stöðu Evrópu í heiminum og framvindu alþjóðamála en að Rússland tengist aftur hinum evrópska heimi.  

Úkraína og Balkanskagi

Úkraína og átta ríki á Balkanskaga sækjast eftir fullri aðild að ESB sem allra fyrst. ESB ræður ekki við inngöngu þeirra í bili en reynslan af lýðræðisvæðingu og efnahagsuppgangi í tengslum við stækkun bandalagsins til tuttugu ríkja í Suður- og Austur-Evrópu á síðustu áratugum lofar góðu. Framtíð lýðræðis, velmegunar og öryggis Úkraínu hvílir á því að þetta gangi. Það sama má segja um mörg lönd Balkanskagans. 

Kína hefur gert miklar tilraunir til að auka áhrif sín í fjölda ríkja í austanverðri Evrópu sem eru ýmist utan eða innan ESB. Tilgangurinn er að veikja einingu innan ESB og draga úr áhrifum sambandsins. Síðustu misserin hefur hins vegar hvert landið af öðru snúið af braut aukinna samskipta við Kína. Ástæðurnar eru margar, ekki síst klaufalegar tilraunir Kína til pólitískra áhrifa og vonbrigði með fjárfestingar og lánakjör.  

Öryggisleysið

Rætur pólitískrar ólgu í Evrópu eru margar en einhvers konar öryggisleysi er jarðvegur þeirra flestra. Evrópa hefur hlutfallslega minnkað og virðist vanmáttug gagnvart alvarlegum ógnunum að utan. Þetta vekur eðlilega ótta. Annað er að viðbrögð margra kjósenda í Evrópu við vandræðum samtímans hafa vakið spurningar um veigamikil grunngildi í álfunni. Það veldur kvíða. 

Við þetta bætist svo reiði yfir því hvernig efnahagskerfi álfunnar hefur þróast hinum ríku til stórkostlegra hagsbóta en þeim fátækari til lítils ávinnings. Og svo eðlileg móðgun margra yfir því að menningarlegar elítur álfunnar eru taldar líta niður á almenning og skilja illa þá angist sem víða ríkir innan hennar.    

Stærsta öryggismál Evrópu?

Fjölgun flóttamanna frá öðrum heimssvæðum er það sem veldur dýpstri angist í Evrópu. Líta má á þetta sem alvarlegasta öryggisvanda álfunnar. Ekki vegna þess að flóttafólk sé hættulegt heldur vegna þeirra áhrifa sem stóraukinn straumur flóttamanna getur haft á stjórnmál Evrópuríkja. 

53%
Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi.

Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi. Þetta er ekki vegna stríðsátaka, þau eru staðbundin, heldur vegna atvinnuleysis, glæpa og vonleysis. Nígeríumenn eru 220 milljónir og verða fleiri en Bandaríkjamenn eftir rúm tuttugu ár. Nígería er aðeins eitt af tugum landa í svipuðum sporum. Pakistan er annað risaríki í miklum vanda sem milljónir reyna nú að flýja. Evrópa er algengasti draumurinn. 

Að frátöldu Rússlandi verða Evrópumenn fljótlega færri en íbúar Nígeríu og Pakistan, aðeins tveggja af tugum landa sem fólk vill flýja. Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Pólitískar afleiðingar slíks ótta gætu valdið miklum skemmdum á evrópskum samfélögum. Þetta er samevrópskur vandi. Hann krefst náinnar samvinnu. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár