Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Evrópa og ný skipting heimsins

Ótt­inn við stríð­an straum flótta­manna er einn sterk­asti drif­kraft­ur evr­ópskra stjórn­mála. Póli­tísk­ar af­leið­ing­ar slíks ótta gætu vald­ið mikl­um skemmd­um á evr­ópsk­um sam­fé­lög­um. Þetta er sam­evr­ópsk­ur vandi. Hann krefst ná­inn­ar sam­vinnu.

Evrópa og ný skipting heimsins
Flóttafólk Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Mynd: AFP

Heimurinn er að skiptast með nýjum hætti. Ekki í tvær blokkir eins og í kalda stríðinu, heldur í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda, svæðisbundin valdakerfi og flókin flekaskil sem spanna alla jörðina. Nýjar ógnir við öryggi þjóða eru að birtast. Ríki, jafnvel stórveldin, eiga sífellt erfiðara með að tryggja hagsmuni sína án mikillar samvinnu. Árangur þjóða ræðst æ meir af hæfni þeirra til þátttöku í nánum bandalögum ríkja. 

Lítil og stór álfa

Stutt er síðan Evrópa réði heiminum og enn sýnist álfan okkar giska stór. Ekki á heimskorti þar sem hún er skagi út úr Asíu. Og ekki lengur að mannfjölda því hún verður sífellt minni í ört vaxandi mannhafi heimsins. En í nánast öllu öðru tilliti er Evrópa fyrirferðarmikil í heiminum. Hún er heimkynni flestra þeirra þjóðfélaga sem tróna efst á nánast öllum listum um góðan árangur ríkja, allt frá menntun og heilbrigði til jafnréttis, kaupmáttar, mannréttinda, lýðræðis og öryggis. Evrópskar borgir drottna á flestum listum yfir notalegustu og lífvænlegustu borgir heimsins. En stjórnmál álfunnar einkennast þó oft af ótta og reiði.

Lexíur af Brexit 

Útganga Breta og innrás Rússa í Úkraínu breytti tilfinningum íbúa Evrópu fyrir stöðu sinni í heiminum. Öfugt við slagorðakenndan aðdraganda Brexit urðu deilurnar og atburðarás Brexit upplýsandi fyrir fólk. ESB varð skiljanlegri veruleiki. Raunveruleg valdakerfi, uppbygging, starf og tilgangur ESB varð ljósari. 

Einfeldningslegar kenningar um Brusselvaldið og andlitslausa embættismenn hafa að mestu vikið fyrir öllu vitrænni umræðu um ástæður aukinnar samvinnu ríkja og veruleikann í Evrópu. Jafnvel popúlistar á hægri kanti stjórnmála í flestum löndum ESB berjast ekki lengur fyrir útgöngu sinna ríkja. Vaxandi meirihluti breskra kjósenda telur að útgangan úr ESB hafi verið mistök en einungis þriðjungur að Brexit hafi verið rétt ákvörðun.   

Hið eiginlega fullveldi

Stuðningur við náið Evrópusamstarf hefur sennilega aldrei verið dýpri og almennari í álfunni. Fregnir af deilum munu þó áfram einkenna fréttir fjölmiðla af ESB enda ekki annars af vænta af nánu samstarfi nær þrjátíu ólíkra ríkja með jafnmörg þjóðþing og hundruð stjórnmálaflokka. 

Niðurstaðan af Brexit er hins vegar sú að fleiri en áður gera sér ljóst að hin eiginlega fullveldisbarátta í  Evrópu snýst ekki um ítrasta sjálfræði einstakra ríkja, heldur um möguleika evrópskra samfélaga til að ráða sem mestu um örlög sín í risastórum, samtengdum og ófriðlegum heimi. Möguleikar Evrópuríkja til þess fara minnkandi og hvíla sífellt meira á nánu samstarfi.  

Lexíur af Úkraínu

Innrásin í Úkraínu jók líka stuðning við samstarf Evrópuríkja. Hún varð hins vegar einnig til þess að hugmyndir um hernaðarlegt sjálfstæði Evrópu frá Bandaríkjunum víkja að mestu til hiðar. Niðurstaðan er annars vegar sú að ESB myndar nú þéttari og sterkari pólitíska og efnahagslega blokk en áður og hins vegar að öryggi Evrópu verður áfram nátengt Bandaríkjunum í breyttri heimskipan. Þótt menningarlegar og pólitískar gjár á milli Evrópu og Bandaríkjanna fari breikkandi verða Vesturlönd því áfram til sem einn fleki í þeim hnattrænu umbrotum sem nú eiga sér stað. Þetta á sérstaklega við um öryggismál en síður annað, allt frá pólitískum gildum til viðskiptahagsmuna. 

Hvorum megin lendir Rússland?

Þótt stríðið í Úkraínu hafi þjappað Vesturlöndum saman er alveg ljóst að vestrænu forræði í heiminum hnignar og það nokkuð hratt. Í risasamfélögum Asíu er litið á Úkraínustríðið sem staðbundið evrópskt vandamál. Það sem skiptir máli fyrir framtíðina, segir fólk í flestum stærstu samfélögum jarðarinnar, er ekki hvað gerist í Evrópu heldur hvernig hlutirnir verða á Indlandi og í Kína. 

Það er að miklu leyti rétt en að einu leyti rangt. Ein allra stærsta spurning alþjóðamála snýst um það hvort Rússland lendir austan eða vestan flekaskila í heiminum sem eru sífellt betur að koma í ljós. Rússar eru austan megin núna, og verða það áfram ef pútínismi ræður. Fátt skiptir meira máli fyrir stöðu Evrópu í heiminum og framvindu alþjóðamála en að Rússland tengist aftur hinum evrópska heimi.  

Úkraína og Balkanskagi

Úkraína og átta ríki á Balkanskaga sækjast eftir fullri aðild að ESB sem allra fyrst. ESB ræður ekki við inngöngu þeirra í bili en reynslan af lýðræðisvæðingu og efnahagsuppgangi í tengslum við stækkun bandalagsins til tuttugu ríkja í Suður- og Austur-Evrópu á síðustu áratugum lofar góðu. Framtíð lýðræðis, velmegunar og öryggis Úkraínu hvílir á því að þetta gangi. Það sama má segja um mörg lönd Balkanskagans. 

Kína hefur gert miklar tilraunir til að auka áhrif sín í fjölda ríkja í austanverðri Evrópu sem eru ýmist utan eða innan ESB. Tilgangurinn er að veikja einingu innan ESB og draga úr áhrifum sambandsins. Síðustu misserin hefur hins vegar hvert landið af öðru snúið af braut aukinna samskipta við Kína. Ástæðurnar eru margar, ekki síst klaufalegar tilraunir Kína til pólitískra áhrifa og vonbrigði með fjárfestingar og lánakjör.  

Öryggisleysið

Rætur pólitískrar ólgu í Evrópu eru margar en einhvers konar öryggisleysi er jarðvegur þeirra flestra. Evrópa hefur hlutfallslega minnkað og virðist vanmáttug gagnvart alvarlegum ógnunum að utan. Þetta vekur eðlilega ótta. Annað er að viðbrögð margra kjósenda í Evrópu við vandræðum samtímans hafa vakið spurningar um veigamikil grunngildi í álfunni. Það veldur kvíða. 

Við þetta bætist svo reiði yfir því hvernig efnahagskerfi álfunnar hefur þróast hinum ríku til stórkostlegra hagsbóta en þeim fátækari til lítils ávinnings. Og svo eðlileg móðgun margra yfir því að menningarlegar elítur álfunnar eru taldar líta niður á almenning og skilja illa þá angist sem víða ríkir innan hennar.    

Stærsta öryggismál Evrópu?

Fjölgun flóttamanna frá öðrum heimssvæðum er það sem veldur dýpstri angist í Evrópu. Líta má á þetta sem alvarlegasta öryggisvanda álfunnar. Ekki vegna þess að flóttafólk sé hættulegt heldur vegna þeirra áhrifa sem stóraukinn straumur flóttamanna getur haft á stjórnmál Evrópuríkja. 

53%
Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi.

Nýleg könnun Gallup í Nígeríu bendir til að 53% íbúanna vilja flytja úr landi. Þetta er ekki vegna stríðsátaka, þau eru staðbundin, heldur vegna atvinnuleysis, glæpa og vonleysis. Nígeríumenn eru 220 milljónir og verða fleiri en Bandaríkjamenn eftir rúm tuttugu ár. Nígería er aðeins eitt af tugum landa í svipuðum sporum. Pakistan er annað risaríki í miklum vanda sem milljónir reyna nú að flýja. Evrópa er algengasti draumurinn. 

Að frátöldu Rússlandi verða Evrópumenn fljótlega færri en íbúar Nígeríu og Pakistan, aðeins tveggja af tugum landa sem fólk vill flýja. Óttinn við stríðan straum flóttamanna er einn sterkasti drifkraftur evrópskra stjórnmála. Pólitískar afleiðingar slíks ótta gætu valdið miklum skemmdum á evrópskum samfélögum. Þetta er samevrópskur vandi. Hann krefst náinnar samvinnu. 

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
1
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.
Sex vikna Abdulkarim fær dvalarleyfi
2
FréttirFöst á Gaza

Sex vikna Abdul­karim fær dval­ar­leyfi

Hinn sex vikna Abdul­karim Alzaq frá Palestínu er kom­inn með dval­ar­leyfi hér á landi ásamt fjór­um systkin­um sín­um og móð­ur. Hér býr fyr­ir fað­ir hans, Mohammed Alsaq, sem reyndi vik­um sam­an að fá sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu án ár­ang­urs því Abdul­karim átti ekki vega­bréf. Eft­ir við­tal Heim­ild­ar­inn­ar á föstu­dag sam­þykkti Út­lend­inga­stofn­un sam­ein­ing­una.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
5
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
7
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Forstjóri Rapyd segir stjórnarformann sinn ekki ráðandi hluthafa
8
Fréttir

For­stjóri Rapyd seg­ir stjórn­ar­formann sinn ekki ráð­andi hlut­hafa

For­stjóri Rapyd Europe hf., sem einu sinni hét Valitor, seg­ir fé­lag­ið ekki tengj­ast átök­um á Gaza með nokkr­um hætti. Í svör­um for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi og í aug­lýs­inga­her­ferð Rapyd er tal­að um að fyr­ir­tæk­ið sé í raun ís­lenskt í eðli sínu og lít­ið gert úr tengsl­um þess við Ísra­el. Aug­lýs­ing­ar þess efn­is eru greidd­ar af ísra­elska móð­ur­fé­lag­inu.
Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
9
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
10
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Mjög gott að enginn búi eða vinni í Grindavík“
4
ViðtalReykjaneseldar

„Mjög gott að eng­inn búi eða vinni í Grinda­vík“

Teymi und­ir for­ystu Greg­ory Paul De Pascal, doktors í jarð­skorpu­hreyf­ing­um og eins fremsta vís­inda­manns á sínu sviði í heim­in­um, vakti at­hygli yf­ir­valda á því að sprung­ur í Grinda­vík væru á hreyf­ingu, hegð­un þeirra allra og stað­setn­ing óþekkt og að hætt­urn­ar gætu ver­ið lúmsk­ar. Fyrsta sprung­an sem upp­götv­að­ist eft­ir mynd­un sig­dals­ins í nóv­em­ber var fyrst í síð­ustu viku sett inn á hættumat­skort Veð­ur­stof­unn­ar eft­ir ein­dreg­in til­mæli Greg­or­ys þar um.
Leituðu svara en fengu símsvara
5
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
7
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
„Við höfum ekki tíma til að bíða“
10
ViðtalFöst á Gaza

„Við höf­um ekki tíma til að bíða“

Ahmad Al-Shag­hanou­bi er 26 ára gam­all. Hann er óvinnu­fær af kvíða, hann sagði upp vinn­unni sinni til tveggja og hálfs árs, því hann gat ekki svar­að fjöl­skyld­unni sinni þeg­ar hún hringdi auk þess sem hann gat ekki ein­beitt sér að vinn­unni vegna þess að hann var hætt­ur að geta sof­ið og borð­að. For­eldr­ar hans, bróð­ir hans og eig­in­kona eru föst á Gaza. Fað­ir hans er veik­ur og þarf lyf sem hann fær ekki.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa #9: Sundrung vegna útlendingamála
1
Pressa#9

Pressa #9: Sundr­ung vegna út­lend­inga­mála

Inn­flytj­end­ur segj­ast marg­ir hverj­ir slegn­ir yf­ir því sem fólk hef­ur skrif­að á sam­fé­lags­miðla og víð­ar um út­lend­inga í kjöl­far færslu ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­ir á Aust­ur­velli sem hann sagði vera hörm­ung. Herða þurfi regl­ur um hæl­is­leit­enda­mál. Við ræð­um um óró­leika og sundr­ung í sam­fé­lag­inu sem hef­ur af­hjúp­ast í vik­unni. Við töl­um einnig um ástand­ið í Palestínu og við­brögð eða við­bragða­leysi yf­ir­valda við því og auk­inn straum flótta­fólks í heim­in­um en tal­ið er að í lok þessa árs verði 131 millj­ón á flótta.
Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
9
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár