Á Íslandi er einungis eitt fyrirtæki, Livio Reykjavík ehf., sem býður fólki sem glímir við ófrjósemi upp á þjónustu á borð við glasafrjóvganir. Ekki segja allir þó farir sínar sléttar eftir að hafa leitað til fyrirtækisins og gagnrýna viðmælendur Heimildarinnar hátt verð og óeinstaklingsbundna þjónustu. Segja þeir meðal annars að ekki sé hlustað á fólk sem leitar til Livio og að upplýsingagjöfinni sé ábótavant. Dæmi séu um að konur hafi fengið röng lyf og fálát svör við fyrirspurnum.
Í sérstakri grúppu á Facebook hafa margar konur greint frá reynslu sinni af Livio. Margar kvarta yfir því hversu lítilfjörlegar rannsóknir séu sem gerðar eru á konum í meðferð. Einhverjar hafa brugðið á það ráð að leita til frjósemisklíníka á Spáni og í Grikklandi þar sem þær segjast hafa fengið mikið betri þjónustu og jafnvel á sanngjarnara verði.
Finnst vanta upp „á mannlegu hliðina“
Tinna Kristín Þórðardóttir er ein þeirra sem notast …
Athugasemdir (1)