Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aldrei mælst minni

Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur lands­ins ann­an mán­uð­inn í röð og hef­ur bætt við sig nán­ast sama fylgi það sem af er kjör­tíma­bili og stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír hafa sam­an­lagt tap­að. Fram­sókn og Vinstri græn hafa tap­að mun meira fylgi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur.

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aldrei mælst minni
Óvinsæl Ríkisstjórnin hefur hrapað hratt í vinsældum á meðal þjóðarinnar það sem af er kjörtímabili. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup, en 42 prósent segjast nú styðja ríkisstjórnina, samkvæmt því sem fram kemur á vef RÚV. Þegar ríkisstjórnin tók við síðla árs 2017 mældist stuðningur við hana 74 prósent og eftir að hún endurnýjaði stjórnarsamstarfið haustið 2021 mældist hann 62,2 prósent. Síðan þá hefur hann hríðfallið. 

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 40,1 prósent sem myndi skila þeim um 26 þingmönnum. Þeir eru því langt frá því að mælast með þann 32 manna þingmannameirihluta sem þarf til að vera með yfirhöndina á Alþingi. Í síðustu kosningum fengu flokkarnir þrír: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn 54,3 prósent atkvæða og 37 þingmenn. Þeir hafa því tapað 14,2 prósentustigum og ellefu þingmönnum á því tæplega einu og hálfu ári sem liðið er af kjörtímabilinu. 

Mestu hefur Framsóknarflokkurinn tapað, eða 6,5 prósentustigum. Fylgi flokksins mælist nú 10,8 prósent. Vinstri græn hafa tapað 5,8 prósentustigum og mælast með einungis 6,8 prósent fylgi. Það er þriðji mánuðurinn í röð sem fylgi flokks forsætisráðherra mælist svo lágt, en um er að ræða lægsta fylgi sem Vinstri græn hafa mælst með í könnunum Gallup, sem ná aftur til ársins 2004.

Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnarflokkur sem heldur best á fylgi sínu, en það mælist nú 22,5 prósent. Það er tæpum tveimur prósentustigum undir kjörfylgi og yrði versta niðurstaða flokksins í sögunni ef hún kæmi upp úr kjörkössunum. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn misst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum á undanförnum mánuðum.

Samfylkingin stærst annan mánuðinn í röð

Samfylkingin mælist nú stærsti flokkur landsins annan mánuðinn í röð í Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi flokksins mælist nú 24 prósent og dalar lítillega milli mánaða. Samfylkingin mældist stærsti flokkur landsins í fyrsta sinn síðan 2009 í síðasta mánuði. 

Fylgi flokks­ins hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 14,1 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021. Samfylkingin hefur því bætt við sig nánast sama fylgi og ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað á kjörtímabilinu sem myndi skila henni 17 þingmönnum, eða ellefu fleiri en hún hefur nú. 

Tveir aðrir flokkar utan Sam­fylk­ing­ar­innar hafa bætt við sig fylgi á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Píratar mæl­ast með 12,1 pró­sent og Sósíalistaflokkur Íslands með fimm prósent.

Fylgi Við­reisnar mælist 7,6 pró­sent, sem er lítillega undir kjör­fylgi, og Flokkur fólks­ins mælist með 5,6 pró­sent, sem er 3,2 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í sept­em­ber 2021. Þá mælist fylgi Miðflokksins 5,5 prósent.

Könnunin var gerð dagana 1.–28. febrúar 2023 og voru einstaklingar í úrtaki valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup. Úrtakið var 9.517 manns en þátttökuhlutfall 49,6%. Könnunin var netkönnun.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár