Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1073. spurningaþraut: Hvað eru margir hólmar í Tjörninni?

1073. spurningaþraut: Hvað eru margir hólmar í Tjörninni?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir íslenska fjölmiðlakonan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir hólmar eru í stóru Tjörninni í Reykjavík?

2.  The Travelling Wilburys var svonefnd „súpergrúppa“ sem starfaði 1988-1990 og gaf út tvær hljómplötur. Meðlimir hljómsveitarinnar voru upphaflega fimm og allir víðkunnir af fyrri störfum sínum við popp og rokk. Til að fá stig dugar að nefna tvo meðlimi en þeir sem þekkja alla fimm fá lárviðarstig!

3.  Eins og hálfs kílómetra löng brú í borg einni heitir opinberlega frá 2016 Brú píslarvottanna 15. júlí. Brúin er hins vegar mun eldri og er víst yfirleitt kölluð Fyrsta brúin af heimamönnum. Hún var líka fyrsta brúin sem tengdi saman heimsálfur. Í eða við hvaða borg er Fyrsta brúin?

4.  Hvað hét sá breski karl sem leiddi Verkamannaflokkinn til sigurs í þrennum kosningum í röð — en það hefur enginn annar gert?

5.  Hvar eru aðalstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar?

6. Japurá, Juruá, Madeira, Negro, Purus og Xingu eru þverár, sem falla í hvaða stórfljót?

7.  Hvaða fótboltafélag í fremstu röð á Englandi spilar í röndóttum svörtum og hvítum búningum?

8.  En hvaða fótbotafélag á Íslandi spilar einnig í þannig búningum?

9.  Karl að nafni Little fæddist í Bandaríkjunum 1925, leiddist ungur út í glæpi en gerðist síðan aktífisti mikill, til að byrja með á vegum samtaka sem þá létu að sér kveða. Seinna fjarlægðist hann mjög þau samtök. Er hann gerðist baráttumaður lagði hann á hilluna nafnið Little. Í staðinn varð hann víðkunnur undir öðru síðara nafni, mjög stuttu. Hvað kallaði hann sig?

10.  Ekki fór betur en svo að hann var myrtur 39 ára gamall og það af mönnum sem tilheyrðu samtökunum sem hann hafði áður barist með. Hvað nefndust þau samtök?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá eyju eina mjög afskekkta sem margir hafa heyrt nefnda en líklega fremur fáir komið til, enda fjarlæg Íslandi. Þó er eftirsótt að komast þangað. Hvað heitir eyjan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tveir.

2.  Bob Dylan, George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbison og Tom Petty.

3.  Istanbúl.

4.  Tony Blair.

5.  Í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Ekki dugar að nefna Reykjavík.

6.  Amason.

7.  Newcastle.

8.  KR.

9.  Malcolm X.

10.  Nation of Islam.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lóa Pind.

Á neðri myndinni er Páskaeyja eða Rapa Nui.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár