Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1073. spurningaþraut: Hvað eru margir hólmar í Tjörninni?

1073. spurningaþraut: Hvað eru margir hólmar í Tjörninni?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir íslenska fjölmiðlakonan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu margir hólmar eru í stóru Tjörninni í Reykjavík?

2.  The Travelling Wilburys var svonefnd „súpergrúppa“ sem starfaði 1988-1990 og gaf út tvær hljómplötur. Meðlimir hljómsveitarinnar voru upphaflega fimm og allir víðkunnir af fyrri störfum sínum við popp og rokk. Til að fá stig dugar að nefna tvo meðlimi en þeir sem þekkja alla fimm fá lárviðarstig!

3.  Eins og hálfs kílómetra löng brú í borg einni heitir opinberlega frá 2016 Brú píslarvottanna 15. júlí. Brúin er hins vegar mun eldri og er víst yfirleitt kölluð Fyrsta brúin af heimamönnum. Hún var líka fyrsta brúin sem tengdi saman heimsálfur. Í eða við hvaða borg er Fyrsta brúin?

4.  Hvað hét sá breski karl sem leiddi Verkamannaflokkinn til sigurs í þrennum kosningum í röð — en það hefur enginn annar gert?

5.  Hvar eru aðalstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar?

6. Japurá, Juruá, Madeira, Negro, Purus og Xingu eru þverár, sem falla í hvaða stórfljót?

7.  Hvaða fótboltafélag í fremstu röð á Englandi spilar í röndóttum svörtum og hvítum búningum?

8.  En hvaða fótbotafélag á Íslandi spilar einnig í þannig búningum?

9.  Karl að nafni Little fæddist í Bandaríkjunum 1925, leiddist ungur út í glæpi en gerðist síðan aktífisti mikill, til að byrja með á vegum samtaka sem þá létu að sér kveða. Seinna fjarlægðist hann mjög þau samtök. Er hann gerðist baráttumaður lagði hann á hilluna nafnið Little. Í staðinn varð hann víðkunnur undir öðru síðara nafni, mjög stuttu. Hvað kallaði hann sig?

10.  Ekki fór betur en svo að hann var myrtur 39 ára gamall og það af mönnum sem tilheyrðu samtökunum sem hann hafði áður barist með. Hvað nefndust þau samtök?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá eyju eina mjög afskekkta sem margir hafa heyrt nefnda en líklega fremur fáir komið til, enda fjarlæg Íslandi. Þó er eftirsótt að komast þangað. Hvað heitir eyjan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tveir.

2.  Bob Dylan, George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbison og Tom Petty.

3.  Istanbúl.

4.  Tony Blair.

5.  Í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Ekki dugar að nefna Reykjavík.

6.  Amason.

7.  Newcastle.

8.  KR.

9.  Malcolm X.

10.  Nation of Islam.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lóa Pind.

Á neðri myndinni er Páskaeyja eða Rapa Nui.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu