Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

1071. spurningaþraut: Hvaða stærðfræðikennari varð fjármálaráðherra?

Fyrri aukaspurning:

Hver er sú unga stúlka sem þarna sést með afa sínum? Þið þurfið EKKI að vita hvað afinn heitir en ef einhver veit það, á sá eða sú skilið nördaverðlaun vikunnar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslendinga var stærðfræðikennari en tók síðar að sér fjármálaráðuneytið?

2.  Í hvaða sagnaheimi kynnumst við mæðgunum Catelyn Stark og dætrum hennar Sönsu og Örju?

3.  Hvað heitir stærsta eyjan á Karíbahafi?

4.  Hvaða skáld um 1300 lýsti bæði helvíti og himnaríki betur en áður hafði verið gert?

5.  Síðustu þrír páfar hafa hins vegar tilheyrt hver sinni þjóðinni. Hvaða þremur þjóðum hafa þessir páfar tilheyrt? Þið þurfið að hafa öll þjóðaheitin rétt en nöfn páfanna mega liggja milli hluta í þetta sinn.

6.   Hvaða þjóð í Evrópu stærir sig gjarnan af því að ríki hennar hafi verið það síðasta í álfunni sem undirgekkst kristni?

7.  Á fremur afskekktum stað norðar í álfunni bjó þó önnur þjóð sem hafði að sönnu fengið að kynnast kristindómnum fyrr, en heiðin trúarbrögð viðhéldust þó í nokkrar aldir enn til hliðar við og innan um kristindóminn. Hvaða þjóð var svona blendin í trúnni?

8.  Hvaða byggði staður á Atlantshafi er lengst frá öðru byggðu bóli?

9.  Hver er aftastur í stafrófinu af öllum þeim sem hafa verið kjörnir á Alþingi Íslendinga?

10.  Í bandaríska flotanum tíðkast nokkuð að gefa risastórum flugvélamóðurskipum nöfn forseta Bandaríkjanna. Sem stendur sigla átta slík risaskip um höfin og það níunda er á leiðinni. En hver er nýjasti forsetinn (þ.e.a.s. styst síðan hann gegndi embætti) sem hefur verið heiðraður með þessum hætti?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er ein óvenjuleg. Ég fékk hana með góðfúslegu leyfi hjá Alex Bellos sem heldur úti skemmtilegri þrautasíðu hjá The Guardian, en hann fékk hana hjá úkraínsku bræðrunum Arsenii og Andrii Nikolaiev sem halda úti stærðfræðigrúppunni Kvanta. Og spurningin er einfaldlega: Hvernig verður þetta dæmi rétt með því að færa EINA eldspýtu? Og athugið að rétta svarið felst EKKI í brellu eins og þeirri að færa eina eldspýtu yfir samasemmerki svo að líti svona út: ≠. Heldur er þetta alvöru stærðfræði! Og ég hallast að því að þrautin sé nokkuð erfið, svo gefið ykkur tíma!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hér kemur í rauninni aðeins Oddný Harðardóttir til greina þar sem hún er eini þingmaðurinn sem situr núna á þingi sem þetta á við — en þannig var spurningin hugsuð. Glöggur maður benti mér þó á að það kæmi líklega ekki alveg nógu skýrt fram að eingöngu væri átt við núverandi þingmenn og því fæst rétt líka fyrir Benedikt Jóhannesson ef einhverjum dettur hann í hug. 

2.  Í Krúnuleikunum eða Game of Thrones.

3.  Kúba.

4.  Dante.

5.  Jóhannes Páll 2. var pólskur, Benedikt 16. þýskur, Frans er argentínskur.

6.  Litháar.

7.  Samar á Norðurlöndum.

8.  Tristan da Cunha.

9.  Össur Skarphéðinsson.

10.  Bush eldri. USS George H.W. Bush var tekið í notkun 2009.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Kim Kardashian ásamt afa sínum. Hann hét Arthur Kardashian.

Og lausnin á neðri þrautinni er svona:

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu