„Dóttir okkar er í leikskóla í þrjú hundruð metra fjarlægð frá Miklubraut með um 60 þúsund bílum sem aka hana á virkum dögum,“ segir Axel Kaaber, foreldri tveggja barna og íbúi í Háaleitinu. Í um eina kílómetra fjarlægð er svo loftgæðamælir sem hefur ítrekað sýnt að mengun fari yfir heilsuverndarmörk. „Þá er börnum á leikskóla dóttur okkar haldið innandyra vegna mengunar. Þannig er einkabíllinn, mest notaði ferðamáti höfuðborgarbúa, orðinn valdur að því að leikskólabörn í borginni fá ekki að fara út að leika af ótta við það að viðkvæm lungu þeirra verði fyrir skaða.“
„Dóttir okkar er einnig með astma og fær reglulega lungnabólgu og við tökum eftir því að á froststilludögum að vetri til þegar mengun er sem mest að astminn versnar verulega, þó erfitt sé að fullyrða um bein tengsl milli mengunar og astmans,“ segir Axel.
„Þarna er komin skýr birtingarmynd þess að við sem samfélag erum búin …
Athugasemdir (3)