Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvenær verður óbærilegt að búa í Reykjavík?

Loft­meng­un­ar­vand­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur náð nýj­um hæð­um á fyrstu tveim­ur mán­uð­um árs­ins. Þar veg­ur bílaum­ferð þyngst og með sí­fellt meiri fólks­fjölg­un og fleiri bíl­um á göt­um borg­ar­inn­ar virð­ist vand­inn að­eins versna.

„Dóttir okkar er í leikskóla í þrjú hundruð metra fjarlægð frá Miklubraut með um 60 þúsund bílum sem aka hana á virkum dögum,“ segir Axel Kaaber, foreldri tveggja barna og íbúi í Háaleitinu. Í um eina kílómetra fjarlægð er svo loftgæðamælir sem hefur ítrekað sýnt að mengun fari yfir heilsuverndarmörk. „Þá er börnum á leikskóla dóttur okkar haldið innandyra vegna mengunar. Þannig er einkabíllinn, mest notaði ferðamáti höfuðborgarbúa, orðinn valdur að því að leikskólabörn í borginni fá ekki að fara út að leika af ótta við það að viðkvæm lungu þeirra verði fyrir skaða.“

„Dóttir okkar er einnig með astma og fær reglulega lungnabólgu og við tökum eftir því að á froststilludögum að vetri til þegar mengun er sem mest að astminn versnar verulega, þó erfitt sé að fullyrða um bein tengsl milli mengunar og astmans,“ segir Axel. 

„Þarna er komin skýr birtingarmynd þess að við sem samfélag erum búin …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnheiður Spence skrifaði
    Ja. Thetta. Er. Rosaleg. Mengun. Eg. Er. Med. Asma. Sjalf. Og. Hvad. Tha. Heldur. Born. Og. Allir. Ja. Streato. Og. Samgongur. Er. Eins. Og. Thad. Er. Sjalf. Er. Eg. Heatt. Ad. Reka. Og. Nota. Einkabilinn. Madurinn. Er. Ad. Eyda. Ser. I. Eigin. Skit. Og. Drullu
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Þung umferð á Hringbraut og umferðaljós eru í um 2 metra fjarlægð frá leiksvæði barna í Vesturbæjarskóla. Á leiksvæðinu er oft stæk dísillykt frá umferðinni. Nýlega var rætt um að setja upp loftmengunarmæli á leiksvæðinu við skólann. Það væri áhugavert að sjá mælingar þaðan?
    1
  • SVS
    Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
    Bíalgeðbilunin er að eyðileggja Ísland. Hvers vegna láta borgaryfirvöld ekki moka snjó af göngu- og hjólastígum? Er ekki meirihlutinn á móti bílageðveiki?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu