Íslandsbanki hefur ekki neitað neinum um viðskipti við bankann á grundvelli sjónarmiða um sjálfbærni og grænnar stefnu bankans. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tilefni af árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fyrir síðasta ár. Sjálfbærni er einn megintilgangur bankans, samkvæmt stefnu.
„Við höfum ekki hafnað mikið en við eltumst við spennandi verkefni,“ sagði Birna spurð á fundinum, sem sagði síðan eftir smá umhugsun að engum hafi verið hafnað. „Við erum ekki alveg komin þangað en ég gæti alveg trúað því að það myndi gerast. Við erum með svartan lista yfir það sem við ætlum ekki að fara inn í.“ Það eru geirar á borð við tóbaksframleiðslu.
Í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans kemur meira fram um þá geira sem ekki á að taka þátt í; sem eru ál, sement, kol, járn og stál, olía og gas. Framlag bankans er fyrst og síðast það að lána ekki í þessi …
Athugasemdir