Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Engum hafnað um lán vegna sjálfbærnistefnu Íslandsbanka

Kröf­ur Ís­lands­banka um sjálf­bærni og græn stefna hafa aldrei orð­ið til þess að lána­fyr­ir­greiðslu var hafn­að. Bank­inn ætl­ar hins veg­ar ekki að lána í meng­andi geira eins og álfram­leiðslu eða vinnslu olíu og gass.

Engum hafnað um lán vegna sjálfbærnistefnu Íslandsbanka
Grænt og vænt Í skýrslunni sem Birna Einarsdóttir bankastjóri kynnti segir meðal annars að áhersla á sjálfbærni og jákvæð samfélagsáhrif hafi jákvæð áhrif á langtíma arðsemi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Íslandsbanki hefur ekki neitað neinum um viðskipti við bankann á grundvelli sjónarmiða um sjálfbærni og grænnar stefnu bankans. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tilefni af árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fyrir síðasta ár. Sjálfbærni er einn megintilgangur bankans, samkvæmt stefnu. 

„Við höfum ekki hafnað mikið en við eltumst við spennandi verkefni,“ sagði Birna spurð á fundinum, sem sagði síðan eftir smá umhugsun að engum hafi verið hafnað. „Við erum ekki alveg komin þangað en ég gæti alveg trúað því að það myndi gerast. Við erum með svartan lista yfir það sem við ætlum ekki að fara inn í.“ Það eru geirar á borð við tóbaksframleiðslu. 

Í árs- og sjálfbærniskýrslu bankans kemur meira fram um þá geira sem ekki á að taka þátt í; sem eru ál, sement, kol, járn og stál, olía og gas. Framlag bankans er fyrst og síðast það að lána ekki í þessi …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár