Flestir tengja orðið auðmagn við peninga og að fólk skiptist í stéttir eftir því hversu mikla peninga það á og að baki þeim peningum liggi oft hátt menntunarstig. En hvað er auðmagn? Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að auðmagn sé „að þú hafir eitthvað af einhverju sem hjálpar þér áfram í lífinu, hjálpar þér að ná árangri eða gefur þér aðgang að einhverju“. Því sé ekki nóg að hugsa eða skoða auðmagn aðeins út frá peningum eða tekjum eða jafnvel menntun.
Í rannsóknarverkefni Sigrúnar og Jóns Gunnars Bernburg, prófessors í félagsfræði, um ójöfnuð á Íslandi, rannsaka þau og mæla fjórar mismunandi tegundir auðmagns til þess að fá dýpri skilning á því hvernig stéttir virka á Íslandi. Þau eru bæði með samanburð við 40 önnur lönd og yfir tíu ára tímabil sýna niðurstöður þeirra að þó að tekjur eða peningar skipti verulegu máli þegar kemur að viðhorfum …
Athugasemdir (2)