Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Öðlaðist nýtt líf með breyttum venjum

Arn­rún María Magnús­dótt­ir tók líf sitt í gegn í fyrra og var ráðlagt að fara að æfa nokkr­um sinn­um í viku. Hún var með minni­mátt­ar­kennd, hana skorti trú og hún reyndi að selja sér alls kon­ar hug­mynd­ir til að kom­ast und­an æf­ing­um. En við­horf­ið fór að breyt­ast þeg­ar hún fann hreyf­ing­una gera sér gott.

Öðlaðist nýtt líf með breyttum venjum

Arnrún María segist hafa haft gaman af að hreyfa sig, en hindranirnar hafi verið margar. Í fyrsta lagi hafi hún verið með mikla minnimáttarkennd yfir því hvernig hún er vaxin. Þess vegna hafi hún ekki haft trú á sér þegar kom að hreyfingu. Síðan hafi hún talið sér trú um að hreyfingin sem fylgdi vinnunni á veitingastaðnum sem hún rak hafi verið nægjanleg. „Maður var á fullu að vinna í kannski 17 til 18 tíma á dag. Einhvern veginn ákvað ég að það væri málið.“

Arnrún María Magnúsdóttir fékk árið 2016 blóðtappa í höfuðið og lamaðist vinstra megin og þurfti að læra að ganga og tala upp á nýtt og tók það ferli nokkra mánuði. Hún segist alltaf hafa tekið allt á hnefanum og nokkrum mánuðum eftir að hún veiktist byrjaði hún í 100% vinnu á ný en hún hafði í gegnum árin meðal annars rekið eigið veitingahús og vann …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár