Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vextir aldrei verið hærri, greiðslubyrði hefur stökkbreyst og staða heimila versnar hratt

All­ir helstu lán­veit­end­ur hafa hækk­að óver­tryggða vexti sína í kjöl­far nýj­ustu stýri­vaxt­ar­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Greiðslu­byrði slíkra lána hef­ur hækk­að um 42 pró­sent frá því í maí í fyrra. Á sama tíma hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem ná ekki end­um sam­an far­ið úr tíu í 18 pró­sent.

Landsbankinn varð á föstudag síð­astur stóru bank­anna þriggja að hækka íbúða­vexti sína í kjöl­far ákvörð­unar Seðla­banka Íslands að hækka stýri­vexti um 0,5 pró­sentu­stig fyrr í mánuðinum, upp í 6,5 pró­sent. Það var ellefta skiptið í röð sem Seðla­bank­inn hækk­aði vexti á vaxta­á­kvörð­un­ar­degi, en þeir voru 0,75 pró­sent í maí 2021  áður en vaxta­hækk­un­ar­ferlið hófst. Stýrivaxtahækkanirnar bíta sem stendur fyrst og fremst á þeim heimilum og fyrirtækjum sem eru með óverðtryggða vexti á breytilegum kjörum. Við hverja hækkun eykst greiðslubyrði þeirra af lánunum umtalsvert. 

Landsbankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, hækkaði óverðtryggðra breytilega vexti sína í takti við stýrivaxtahækkunina, um 0,5 prósent, upp í átta prósent. Vextir bankans á slíkum lánum hafa aldrei verið hærri

Fyrr sama daga höfðu Arion banki og Íslandsbanki gert slíkt hið saman. Óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá Arion banka bera nú 8,34 prósent vexti. Hjá Íslandsbanki eru þau komin upp í 8,25 prósent. …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun sem gerir það sem hann telur rétt til að draga úr verðbólgu.
    En þegar afleiðingarnar verða gífurleg hækkun á greiðslubyrði almennings hlýtur ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða. Hvað hyggist þið gera, Katrín? Ekki neitt?
    Ef ekkert er gert skellur gjaldþrotahrina á fólki, jafnvel þeim sem hafa alla tíð lagt sig fram um að standa í skilum.
    Á stuttum tíma hafa lægstu vextir allra tíma hækkað upp í hæstu vexti allra tíma.
    1
  • Jóhanna Bogadóttir skrifaði
    sæl Heimild! Ég er áskrifandi og borga áskrift en næ engu sambandi til að lesa Heimildina. Er búin að marg reyna og hef reynt að skipta um lykilorð en ekkert gengur, Fæ bara þau svör á tölvunni að ég sé innskráð sem Jóhanna Bogadóttir en kemst samt ekkert áfram með að losna við þetta blurraða letur. Hefði vilja ræða við einhvern í síma sem botnar í þessu en það virðist ekkert símanúmer vera í boði fyrir okkur sem eru svona gamaldags. Held það sé best að segja upp áskriftinni í bili og svo get ég þá síðar byrjað uppá nýtt með hreint borð eftir svona 2 mánuði. Gangi ykkur vel!
    Allrabestu kveðjur, Jóhanna Bogadóttir johannaboga@gmail.com
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár