Landsbankinn varð á föstudag síðastur stóru bankanna þriggja að hækka íbúðavexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig fyrr í mánuðinum, upp í 6,5 prósent. Það var ellefta skiptið í röð sem Seðlabankinn hækkaði vexti á vaxtaákvörðunardegi, en þeir voru 0,75 prósent í maí 2021 áður en vaxtahækkunarferlið hófst. Stýrivaxtahækkanirnar bíta sem stendur fyrst og fremst á þeim heimilum og fyrirtækjum sem eru með óverðtryggða vexti á breytilegum kjörum. Við hverja hækkun eykst greiðslubyrði þeirra af lánunum umtalsvert.
Landsbankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, hækkaði óverðtryggðra breytilega vexti sína í takti við stýrivaxtahækkunina, um 0,5 prósent, upp í átta prósent. Vextir bankans á slíkum lánum hafa aldrei verið hærri.
Fyrr sama daga höfðu Arion banki og Íslandsbanki gert slíkt hið saman. Óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá Arion banka bera nú 8,34 prósent vexti. Hjá Íslandsbanki eru þau komin upp í 8,25 prósent. …
En þegar afleiðingarnar verða gífurleg hækkun á greiðslubyrði almennings hlýtur ríkisstjórnin að grípa til mótvægisaðgerða. Hvað hyggist þið gera, Katrín? Ekki neitt?
Ef ekkert er gert skellur gjaldþrotahrina á fólki, jafnvel þeim sem hafa alla tíð lagt sig fram um að standa í skilum.
Á stuttum tíma hafa lægstu vextir allra tíma hækkað upp í hæstu vexti allra tíma.
Allrabestu kveðjur, Jóhanna Bogadóttir johannaboga@gmail.com