Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

1059. spurningaþraut: Allir hafa lesið Grettissögu, er það ekki?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ár er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Orðið „alphabet“ er víðast notað yfir stafróf. Hvað þýðir það í raun?

2.  Í hvaða landi voru Jagúar-bílar framleiddir?

3.  Hver er afkastamesti bréfritari Biblíunnar?

4.  Hvað eru mörg atóm í einni vatns-sameind?

5.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tblisi eða öllu heldur თბილისი?

6.  Fornkappinn Grettir Ásmundarson misþyrmdi einkar hrottalega einni skepnu föður síns til að hann þyrfti ekki að sinna henni sem skyldi. Hvers konar dýr var þetta?

7.  Og hvað hét vesalings dýrið?

8.  En hvar dó Grettir?

9.  Ungverski uppfinningamaðurinn László József Bíró fullkomnaði gamla uppfinningu Bandaríkjamanns nokkurs og gerði hana bæði brúklega og afar vinsæla. Hver var uppfinningin? 

10.  Hér koma nokkurra rómverskra skálda. Eða hvað? Hver þessara sex sker sig frá hinum? Nöfnin eru í stafrófsröð: Catullus — Homer — Horatius — Lucretius — Ovidius — Virgilius.

***

Seinni aukaspurning:

Hver af reikistjörnunum í sólkerfinu okkar skyldi prýða myndina sér að neðan? Breyta þurfti myndinni örlítið.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Alfa og beta eru fyrstu tveir stafirnir í gríska stafrófinu.

2.  Bretlandi.

3.  Páll.

4.  Þrjú. H2O þýðir tvö H-atróm og eitt O.

5.  Georgíu.

6.  Hrossi, hryssu.

7.  Kengála.

8.  Í Drangey.

9.  Kúlupenni.

10.  Homer var grískur, ekki rómverskur.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin var tekin 1997. Þarna syngur Elton John við útför Díönu prinsessu.

Á neðri myndinni er Satúrnus eftir að hringar hans hafa verið gerðir ósýnilegir.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
4
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár