Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða

Ari­on banki kann­ar hvort hægt sé að selja inn­viði sem voru til stað­ar í Helgu­vík, ann­að hvort til flutn­ings eða með það markmið að koma upp ann­ars­kon­ar starf­semi en kís­ilfram­leiðslu á staðn­um.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða
Endalok Verksmiðjan sem Sameinað Sílíkon reisti í Helguvík verður aldrei aftur sett í gang. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kísilverksmiðjan í Helguvík og landið sem hún stendur á, sem verið hafa í eigu dótturfélags Arion banka, hafa verið færð til Landeyjar, fasteignaþróunarfélags í eigu bankans. Þetta var gert eftir að Arion banki komst að þeirri niðurstöðu seint á síðasta ári að allt útlit væri fyrir að verksmiðjan yrði ekki gagnsett að nýju. Það gerðist eftir að bankinn og PCC, sem rekur kísilver á Bakka, slitu viðræðum um möguleg kaup. 

Í nýbirtum ársreikningi Arion banka segir að bankinn muni nú kanna það að selja innviði sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það markmið að koma upp annarskonar starfsemi en kísilframleiðslu á staðnum. 

Við flutning á eignunum frá dótturfélaginu, sem heitir Stakksberg, til Landeyjar voru eignirnar sem færðar voru yfir metnar á 1.230 milljónir króna. Það 318 milljónum krónum lægra virði en verksmiðjan var bókfærð á í lok árs 2021. Eftirstandandi eignir inni í Stakksbergi, sem eru aðallega hrávörur, eru metnar á núll krónur. 

Löng áfallasaga

Kísilverið á langa áfallasögu að baki. Kostnaðurinn við byggingu þess var, samkvæmt Stakksbergi, um 22 milljarðar króna. 

Það var gangsett 11. nóvember 2016 en fljótlega fóru íbúar í nágrenninu að finna óþef. Í byrjun desember sama ár lét Umhverfisstofnun slökkva á eina gangsetta ljósbogaofni versins. Það opnaði aldrei aftur og mikil andstaða skapaðist við reksturinn hjá íbúum í Reykjanesbæ vegna þeirrar mengunar sem lagði frá verksmiðjunni þann stutta tíma sem hún starfaði. 

Félagið sem stofnað var í kringum reksturinn, Sameinað Sílíkon, varð í kjölfarið gjaldþrota og helsti lánardrottinn þess, Arion banki, sat eftir með það í fanginu. Nokkrir lífeyrissjóðir töpuðu yfir milljarði króna á fjárfestingu í félaginu. 

Tap Arion banka á aðkomu sinni að verkefninu hleypur á milljörðum króna. Hann afskrifaði 4,8 milljarða króna þegar bankinn tók yfir Sameinað Silíkon og færði niður virði eftirstandandi eigna um 3,8 milljarða króna á árinu 2019. Eftir það var bókfært virði verksmiðjunnar og landsins sem hún stendur á  2,7 milljarðar króna en það er nú, líkt og áður sagði, rúmlega 1,2 milljarðar króna. 

Litu á það sem skyldu að reyna til þrautar

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér eftir að upp úr viðræðum við PCC slitnaði í desember í fyrra var haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að bankinn hafi litið á það sem skyldu sína að reyna til þrautar að nýta þá innviði sem hann sat uppi með. „Þar höfum við horft til allra hag­að­ila, ekki síst íbúa Reykja­nes­bæjar sem urðu fyrir óþæg­indum á þeim stutta tíma sem verk­smiðjan var starf­rækt. Við unnum metn­að­ar­fulla end­ur­bóta­á­ætlun á verk­smiðj­unni sem fór í gegnum umhverf­is­mat og leit­uðum að rekstr­ar­að­ila með nauð­syn­lega þekk­ingu og getu til að starf­rækja verk­smiðj­una á umhverf­is­vænan máta, í sátt við sam­fé­lag­ið. Bank­inn telur full­reynt að þarna verði rekin kís­il­verk­smiðja og því tekur við nýr kafli sem miðar að því að flytja verk­smiðj­una eða færa henni nýtt hlut­verk.“

Í nýjasta ársreikningi Arion banka segir að viðræður standi yfir um sölu á þeim innviðum sem séu til staðar í Helguvík við nokkra aðila, bæði innlenda og erlenda. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Kaldhæðni örlagana er að verðmatið á þessu drasli er það sama og bónusar starfsfólks Arion fá fyrir frammistöðuna, kannské í formi brotajárns?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er gott að þetta Kolaver i Helguvik fer i Brotajarn. Kolaveri a Husavik þarf að loka lika.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár