Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða

Ari­on banki kann­ar hvort hægt sé að selja inn­viði sem voru til stað­ar í Helgu­vík, ann­að hvort til flutn­ings eða með það markmið að koma upp ann­ars­kon­ar starf­semi en kís­ilfram­leiðslu á staðn­um.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða
Endalok Verksmiðjan sem Sameinað Sílíkon reisti í Helguvík verður aldrei aftur sett í gang. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kísilverksmiðjan í Helguvík og landið sem hún stendur á, sem verið hafa í eigu dótturfélags Arion banka, hafa verið færð til Landeyjar, fasteignaþróunarfélags í eigu bankans. Þetta var gert eftir að Arion banki komst að þeirri niðurstöðu seint á síðasta ári að allt útlit væri fyrir að verksmiðjan yrði ekki gagnsett að nýju. Það gerðist eftir að bankinn og PCC, sem rekur kísilver á Bakka, slitu viðræðum um möguleg kaup. 

Í nýbirtum ársreikningi Arion banka segir að bankinn muni nú kanna það að selja innviði sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það markmið að koma upp annarskonar starfsemi en kísilframleiðslu á staðnum. 

Við flutning á eignunum frá dótturfélaginu, sem heitir Stakksberg, til Landeyjar voru eignirnar sem færðar voru yfir metnar á 1.230 milljónir króna. Það 318 milljónum krónum lægra virði en verksmiðjan var bókfærð á í lok árs 2021. Eftirstandandi eignir inni í Stakksbergi, sem eru aðallega hrávörur, eru metnar á núll krónur. 

Löng áfallasaga

Kísilverið á langa áfallasögu að baki. Kostnaðurinn við byggingu þess var, samkvæmt Stakksbergi, um 22 milljarðar króna. 

Það var gangsett 11. nóvember 2016 en fljótlega fóru íbúar í nágrenninu að finna óþef. Í byrjun desember sama ár lét Umhverfisstofnun slökkva á eina gangsetta ljósbogaofni versins. Það opnaði aldrei aftur og mikil andstaða skapaðist við reksturinn hjá íbúum í Reykjanesbæ vegna þeirrar mengunar sem lagði frá verksmiðjunni þann stutta tíma sem hún starfaði. 

Félagið sem stofnað var í kringum reksturinn, Sameinað Sílíkon, varð í kjölfarið gjaldþrota og helsti lánardrottinn þess, Arion banki, sat eftir með það í fanginu. Nokkrir lífeyrissjóðir töpuðu yfir milljarði króna á fjárfestingu í félaginu. 

Tap Arion banka á aðkomu sinni að verkefninu hleypur á milljörðum króna. Hann afskrifaði 4,8 milljarða króna þegar bankinn tók yfir Sameinað Silíkon og færði niður virði eftirstandandi eigna um 3,8 milljarða króna á árinu 2019. Eftir það var bókfært virði verksmiðjunnar og landsins sem hún stendur á  2,7 milljarðar króna en það er nú, líkt og áður sagði, rúmlega 1,2 milljarðar króna. 

Litu á það sem skyldu að reyna til þrautar

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér eftir að upp úr viðræðum við PCC slitnaði í desember í fyrra var haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að bankinn hafi litið á það sem skyldu sína að reyna til þrautar að nýta þá innviði sem hann sat uppi með. „Þar höfum við horft til allra hag­að­ila, ekki síst íbúa Reykja­nes­bæjar sem urðu fyrir óþæg­indum á þeim stutta tíma sem verk­smiðjan var starf­rækt. Við unnum metn­að­ar­fulla end­ur­bóta­á­ætlun á verk­smiðj­unni sem fór í gegnum umhverf­is­mat og leit­uðum að rekstr­ar­að­ila með nauð­syn­lega þekk­ingu og getu til að starf­rækja verk­smiðj­una á umhverf­is­vænan máta, í sátt við sam­fé­lag­ið. Bank­inn telur full­reynt að þarna verði rekin kís­il­verk­smiðja og því tekur við nýr kafli sem miðar að því að flytja verk­smiðj­una eða færa henni nýtt hlut­verk.“

Í nýjasta ársreikningi Arion banka segir að viðræður standi yfir um sölu á þeim innviðum sem séu til staðar í Helguvík við nokkra aðila, bæði innlenda og erlenda. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Kaldhæðni örlagana er að verðmatið á þessu drasli er það sama og bónusar starfsfólks Arion fá fyrir frammistöðuna, kannské í formi brotajárns?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er gott að þetta Kolaver i Helguvik fer i Brotajarn. Kolaveri a Husavik þarf að loka lika.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
4
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár