Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða

Ari­on banki kann­ar hvort hægt sé að selja inn­viði sem voru til stað­ar í Helgu­vík, ann­að hvort til flutn­ings eða með það markmið að koma upp ann­ars­kon­ar starf­semi en kís­ilfram­leiðslu á staðn­um.

Kísilverksmiðjan í Helguvík nú metin á einungis 1,2 milljarða
Endalok Verksmiðjan sem Sameinað Sílíkon reisti í Helguvík verður aldrei aftur sett í gang. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kísilverksmiðjan í Helguvík og landið sem hún stendur á, sem verið hafa í eigu dótturfélags Arion banka, hafa verið færð til Landeyjar, fasteignaþróunarfélags í eigu bankans. Þetta var gert eftir að Arion banki komst að þeirri niðurstöðu seint á síðasta ári að allt útlit væri fyrir að verksmiðjan yrði ekki gagnsett að nýju. Það gerðist eftir að bankinn og PCC, sem rekur kísilver á Bakka, slitu viðræðum um möguleg kaup. 

Í nýbirtum ársreikningi Arion banka segir að bankinn muni nú kanna það að selja innviði sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það markmið að koma upp annarskonar starfsemi en kísilframleiðslu á staðnum. 

Við flutning á eignunum frá dótturfélaginu, sem heitir Stakksberg, til Landeyjar voru eignirnar sem færðar voru yfir metnar á 1.230 milljónir króna. Það 318 milljónum krónum lægra virði en verksmiðjan var bókfærð á í lok árs 2021. Eftirstandandi eignir inni í Stakksbergi, sem eru aðallega hrávörur, eru metnar á núll krónur. 

Löng áfallasaga

Kísilverið á langa áfallasögu að baki. Kostnaðurinn við byggingu þess var, samkvæmt Stakksbergi, um 22 milljarðar króna. 

Það var gangsett 11. nóvember 2016 en fljótlega fóru íbúar í nágrenninu að finna óþef. Í byrjun desember sama ár lét Umhverfisstofnun slökkva á eina gangsetta ljósbogaofni versins. Það opnaði aldrei aftur og mikil andstaða skapaðist við reksturinn hjá íbúum í Reykjanesbæ vegna þeirrar mengunar sem lagði frá verksmiðjunni þann stutta tíma sem hún starfaði. 

Félagið sem stofnað var í kringum reksturinn, Sameinað Sílíkon, varð í kjölfarið gjaldþrota og helsti lánardrottinn þess, Arion banki, sat eftir með það í fanginu. Nokkrir lífeyrissjóðir töpuðu yfir milljarði króna á fjárfestingu í félaginu. 

Tap Arion banka á aðkomu sinni að verkefninu hleypur á milljörðum króna. Hann afskrifaði 4,8 milljarða króna þegar bankinn tók yfir Sameinað Silíkon og færði niður virði eftirstandandi eigna um 3,8 milljarða króna á árinu 2019. Eftir það var bókfært virði verksmiðjunnar og landsins sem hún stendur á  2,7 milljarðar króna en það er nú, líkt og áður sagði, rúmlega 1,2 milljarðar króna. 

Litu á það sem skyldu að reyna til þrautar

Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér eftir að upp úr viðræðum við PCC slitnaði í desember í fyrra var haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að bankinn hafi litið á það sem skyldu sína að reyna til þrautar að nýta þá innviði sem hann sat uppi með. „Þar höfum við horft til allra hag­að­ila, ekki síst íbúa Reykja­nes­bæjar sem urðu fyrir óþæg­indum á þeim stutta tíma sem verk­smiðjan var starf­rækt. Við unnum metn­að­ar­fulla end­ur­bóta­á­ætlun á verk­smiðj­unni sem fór í gegnum umhverf­is­mat og leit­uðum að rekstr­ar­að­ila með nauð­syn­lega þekk­ingu og getu til að starf­rækja verk­smiðj­una á umhverf­is­vænan máta, í sátt við sam­fé­lag­ið. Bank­inn telur full­reynt að þarna verði rekin kís­il­verk­smiðja og því tekur við nýr kafli sem miðar að því að flytja verk­smiðj­una eða færa henni nýtt hlut­verk.“

Í nýjasta ársreikningi Arion banka segir að viðræður standi yfir um sölu á þeim innviðum sem séu til staðar í Helguvík við nokkra aðila, bæði innlenda og erlenda. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    Erpur Hansen skrifaði
    Kaldhæðni örlagana er að verðmatið á þessu drasli er það sama og bónusar starfsfólks Arion fá fyrir frammistöðuna, kannské í formi brotajárns?
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Það er gott að þetta Kolaver i Helguvik fer i Brotajarn. Kolaveri a Husavik þarf að loka lika.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár