Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þarf að deila umgengni með manni sem fékk nálgunarbann

Í rúm fjög­ur ár hef­ur Mel­korka Þór­halls­dótt­ir þurft að þola umsát­ur­seinelti og ógn­an­ir barns­föð­ur síns. Dóm­ur yf­ir mann­in­um og nálg­un­ar­bann í þrígang duga lítt til. For­sjá og um­gengni mannsinns við son þeirra hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar hjá yf­ir­völd­um frá ár­inu 2018 en lít­ið til­lit tek­ið til of­beld­is­ins, né ein­dreg­inni and­stöðu drengs­ins gegn því að hitta pabba sinn.

Þarf að deila umgengni með manni sem fékk nálgunarbann
Umsátursástand í áraraðir Melkorka Þórhallsdóttir hefur vart getað um frjálst höfuð strokið í á fimmta ár vegna áreitni, ógnanna og ofbeldis barnsföðurs síns. Mynd: Davíð Þór

Um margra ára skeið hefur Melkorka Þórhallsdóttir búið við hótanir og ógnanir, hún verið elt, setið hefur verið um heimili hennar og ruðst þangað inn. Hún hefur þurft að loka síma sínum vegna hundraða hringinga og skilaboða á öllum tímum sólarhrings, skilaboða sem einkennast af illmælgi, dónaskap, smánun og vanvirðingu, auk hreinna hótana. Hún lýsir stöðu sinni svo: „Í á fimmta ár hef ég aldrei verið fullkomlega örugg, ég er stanslaust kvíðin, hrædd og svefnvana.“

Á sama tíma hefur Melkorka óttast um, og barist fyrir, velferð ungs sonar síns. Maðurinn sem ber ábyrgð á því umsátri sem einkennt hefur líf Melkorku síðustu ár er barnsfaðir hennar og má rekja þessa hegðun hans til þess er Melkorka sleit sambandi þeirra haustið 2018. Raunar má fara lengra aftur í tímann segir hún, því stjórnun og andlegt ofbeldi af hálfu mannsins hófst enn fyrr. Af þessum sökum hefur Melkorka barist fyrir því af …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Hvað amar að þessum “dómaradusilmennum”. Konan mátt þola ofbeldi árum saman og ofbeldisræflinum dæmd umgengni við barn sem hafnar honum. Hvers á barnið að gjalda?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár