Um margra ára skeið hefur Melkorka Þórhallsdóttir búið við hótanir og ógnanir, hún verið elt, setið hefur verið um heimili hennar og ruðst þangað inn. Hún hefur þurft að loka síma sínum vegna hundraða hringinga og skilaboða á öllum tímum sólarhrings, skilaboða sem einkennast af illmælgi, dónaskap, smánun og vanvirðingu, auk hreinna hótana. Hún lýsir stöðu sinni svo: „Í á fimmta ár hef ég aldrei verið fullkomlega örugg, ég er stanslaust kvíðin, hrædd og svefnvana.“
Á sama tíma hefur Melkorka óttast um, og barist fyrir, velferð ungs sonar síns. Maðurinn sem ber ábyrgð á því umsátri sem einkennt hefur líf Melkorku síðustu ár er barnsfaðir hennar og má rekja þessa hegðun hans til þess er Melkorka sleit sambandi þeirra haustið 2018. Raunar má fara lengra aftur í tímann segir hún, því stjórnun og andlegt ofbeldi af hálfu mannsins hófst enn fyrr. Af þessum sökum hefur Melkorka barist fyrir því af …
Athugasemdir (1)