Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.

„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Skilur sátt við Þóra segir að hún sé búin að vinna eiginlega í öllu sem hægt er að ímynda sér og skilji sátt við RÚV, sem sé frábær vinnustaður. Mynd: RÚV / Arnar Þórisson

Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks segir að lögreglurannsókn á hendur henni vegna umfjöllunar um samskipti svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“ hafi ekki haft áhrif á ákvörðun hennar um að láta af starfi ritstjóra. Hún sé einfaldlega að söðla um og skipta um starfsvettvang eftir aldarfjórðung í fjölmiðlum. „Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja og ætla ekki að fara að gera núna.“

Heimildin greindi frá því í dag að Þóra hefði látið af störfum sem ritstjóri Kveiks til að hverfa til annarra starfa utan Ríkisútvarpsins. Spurð til hvaða starfa hún sé að hverfa svarar Þóra því til að það verði tilkynnt seinna í þessari viku. Aðdragandinn að vistaskiptunum hafi verið frekar stuttur en um er að ræða starf utan fjölmiðlageirans.

Rétti tímapunkturinn er núna

Spurð hvernig tilfinningin sé, að hætta nú störfum í fjölmiðlum eftir 25 ára feril svarar Þóra: „Það er svolítið sérstakt en ég er er samt full tilhlökkunar. Ég er búin að vinna í útvarpi og sjónvarpi, heimildamyndum, kosningasjónvarpi og skemmtiþáttum. Eiginlega bara öllu sem maður getur ímyndað sér. Ég er búin að taka á móti ofboðslega mörgum Eddum og held að ég geti alveg skilið sátt við RÚV, sem er frábær vinnustaður. Ég hugsaði með mér að ég ætti kannski tuttugu ár eftir á vinnumarkaði og ef ég ætlaði einhvern tímann að skipta um starfsvettvang þá væri þetta kannski bara rétta tækifærið, rétti tímapunkturinn.“

„Í sjálfu sér er fyrst og fremst einkennilegt að ekki sé búið að fella þetta mál niður nú þegar“
Þóra Arnórsdóttir

Spurð hvort rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur Þóru, ásamt þremur blaðamönnum Heimildarinnar, í tengslum við birtingu frétta um svokallaða skæruliðadeild Samherja, hafi haft einhver áhrif á að hún ákvað að söðla um neitar hún því.

„Nei, ekki þannig. Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja og ætla ekki að fara að gera núna. Enda engin ástæða til þess. Þessi rannsókn sem er í gangi núna hefur í sjálfu sér ekkert með Samherja að gera, þannig séð, heldur það hvort við, þessir fréttamenn, höfum mögulega séð eða dreift heimakynlífsmyndböndum Páls Steingrímssonar. Ég hef ekki gert það og þar með er málið ekkert flóknara. Það er kjarni málsins. Í sjálfu sér er fyrst og fremst einkennilegt að ekki sé búið að fella þetta mál niður nú þegar.“

Fyrirvari: Ásamt Þóru sæta þrír blaðamenn Heimildarinnar einnig lögreglurannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra í sama máli.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bergljót Davíðsdóttir skrifaði
    Er það tilviljun að Aðalsteinn er hættur, ásamt Þóru og Helgi skipti um fjölmiðil eftir þá fáránlegu árás, undir formerkjum rannsóknar lögreglustjórans á Akureyri, sem þau urðu fyrir? Ekki að undra, það tekur á þegar valdstjórnin sækir að fólki sem aðeins er að vinna samkvæmt þeirri sannfæringu og hugsjon sem allir alvöru fjölmiðlamenn finna innra með sér.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár