Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sönn leikgleði ræður för!

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í leik­hús og rýndi Mátu­lega.

Sönn leikgleði ræður för!
Leikhús

Mátu­leg­ir

Höfundur Thomas Vinterberg og Claus Flygare
Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Norskur sálfræðingur, Finn Skårderud að nafni, skrifaði eitt sinn inngangsorð að norskri þýðingu á bók eftir nítjándu aldar fræðimanninn Edmondo de Amicis. Bók de Amicis fjallar um sálfræðileg áhrif áfengis og í innganginum að norsku útgáfunni lét Skårderud að því liggja að þegar vínið hafi áhrif, hrapi maður að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé í raun skapaður með hálfu prómilli of lítið af áfengi í blóðinu. Þegar þetta hálfa prómill sé komið, þá njóti maðurinn krafta sinna og hugarafls til fulls, allt virðist „rétt“ – hvað sem það svo kann að merkja – og allt gengur upp. Maðurinn nálgast kannski það sem sálfræðiprófessorinn Mihaly Csikszentmihalyi kallaði „flow“, sem er sú tilfinning þegar maðurinn er upptendraður, glaður, fullur sköpunarkrafts og hamingjusamur – sú upplifun hámörkunar sem við öll þráum.

Rétt er að taka það fram að Finn Skårderud var hrapallega misskilinn. Hann hélt í rauninni aldrei fram í alvöru að manninn skorti hálft prómill af áfengi í blóðið – hann benti á þetta sem fjarstæðu, enda var hann sammála de Amici, að manninum tækist aldrei að halda sér á línunni, hann færi offari og hneigðist að ofdrykkju og í versta falli alkóhólisma og þá er auðvitað voðinn vís. Og má sosum til sanns vegar færa.

„Mátulegir“ verður þar með sagan um guðsgjöfina sem snýst í andhverfu sína og veldur á endanum óhamingju og tortímingu.

„Mátulegir“ er leiksviðsútgáfa af kvikmynd Thomasar Vinterbergs, „Druk“, frá 2020 og hefur verið tilnefnd til og hlotið fleiri verðlaun en hollt væri að telja upp. Myndin er skrambi góð, enda skreytir hún stórkanónum á borð við Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Magnus Millang og Lars Ranthe í aðalhlutverkunum fjórum. Í sýningu Borgarleikhússins eru þessi fjögur hlutverk hinna firrtu og lífsleiðu menntaskólakennara leikin af Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni, Jörundi Ragnarssyni og Þorsteini Bachmann.

Undirrituðum þykir sagan fara betur á leiksviði en í kvikmynd. Handritið hefur verið stýft, aukapersónur sem koma fyrir í kvikmyndinni eru skornar burt eða breytt í raddir af segulbandi í símtölum og er það til einföldunar; hér eru fjórmenningarnir einir á sviðinu allan tímann og bera söguna uppi. Sálfræðingurinn Nikolaj er öðrum fremur sögumaður og talar beint til áhorfenda; þegar aðrar sögupersónur snúa sér til áhorfenda þjóna þeir því hlutverki að vera nemendur í hinum ýmsu kennslustundum – hjá íþróttakennaranum Tommy, sögukennaranum Martin eða tónlistarkennaranum Peter. Þetta er allt saman haganlega útfært og skýrlega gert og vel stutt haganlegri leikmynd og myndböndum Heimis Sverrissonar og lýsingu Þórðar Orra Péturssonar. Leikmyndin er að stofni til leikfimisalur og önnur sögusvið búin þar til eftir þörfum. Þessi lausn styður við sögu Tommy, íþróttakennarans sem er hrakfallabálkur þessarar sögu; hann fer verst út úr þeirri tilraun, sem félagarnir fjórir leggja af stað með, að halda sér rallhálfum – með hálfa prómillið í blóðinu! – og endar á að missa allt í bókstaflegum skilningi. Sú harmsaga á skilið að vera í brennidepli og Halldór Gylfason skilar íþróttakennaranum Tommy á svo grípandi hátt að unun er á að horfa. Hver handahreyfing, hvert svipbrigði, hver augngota byggir upp karakter sem ekki er annað hægt en láta sér þykja vænt um. Hið sama gildir um samleikara hans, þá Hilmi Snæ, Jörund og Þorstein – þeir brillera allir í hlutverkum sínum, hér er valinn maður í hverju rúmi og sönn leikgleði ræður för! Þökk einnig leikstjóranum, Brynhildi Guðjónsdóttur!

Tveir listrænir kraftar skulu nefndir, sem eru óðum að hasla sér völl í íslensku leikhúslífi sem er vel. Anna Kolfinna Kuran annast sviðshreyfingar og Guðlaug Ólafsdóttir raddþjálfun. Hvort tveggja skilaði sér í afar áferðarfallegri sýningu – hreyfingar leikaranna ýttu undir áherslur sögunnar, og raddir þeirra urðu ásamt tónlist og hljóðmynd Ísidórs Jökuls Bjarnasonar að hljómfagurri sinfóníu – vonleysisins í upphafi, hinnar upphöfnu gleði þegar á leið, hins óumflýjanlega ósigurs og að endingu sáttarinnar í lokin – rétt eins og vera ber í öllum góðum sögum.


Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir
Leikmynd og myndbandshönnun: Heimir Sverrisson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Raddþjálfun: Guðlaug Ólafsdóttir
Leikarar: Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Bachmann
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
6
Pressa#30

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra voru gest­ir Pressu í dag og ræddu með­al ann­ars al­var­lega stöðu á bráða­mót­töku. Will­um og Alma leiða bæði lista í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um, Alma fyr­ir Sam­fylk­ingu og WIll­um Fram­sókn. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son mæt­ir einnig í þátt­inn og sagði frá nýj­um þátt­um um bráða­mót­tök­una sem birt­ast hjá Heim­ild­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár