Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sönn leikgleði ræður för!

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son brá sér í leik­hús og rýndi Mátu­lega.

Sönn leikgleði ræður för!
Leikhús

Mátu­leg­ir

Höfundur Thomas Vinterberg og Claus Flygare
Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Norskur sálfræðingur, Finn Skårderud að nafni, skrifaði eitt sinn inngangsorð að norskri þýðingu á bók eftir nítjándu aldar fræðimanninn Edmondo de Amicis. Bók de Amicis fjallar um sálfræðileg áhrif áfengis og í innganginum að norsku útgáfunni lét Skårderud að því liggja að þegar vínið hafi áhrif, hrapi maður að þeirri niðurstöðu að maðurinn sé í raun skapaður með hálfu prómilli of lítið af áfengi í blóðinu. Þegar þetta hálfa prómill sé komið, þá njóti maðurinn krafta sinna og hugarafls til fulls, allt virðist „rétt“ – hvað sem það svo kann að merkja – og allt gengur upp. Maðurinn nálgast kannski það sem sálfræðiprófessorinn Mihaly Csikszentmihalyi kallaði „flow“, sem er sú tilfinning þegar maðurinn er upptendraður, glaður, fullur sköpunarkrafts og hamingjusamur – sú upplifun hámörkunar sem við öll þráum.

Rétt er að taka það fram að Finn Skårderud var hrapallega misskilinn. Hann hélt í rauninni aldrei fram í alvöru að manninn skorti hálft prómill af áfengi í blóðið – hann benti á þetta sem fjarstæðu, enda var hann sammála de Amici, að manninum tækist aldrei að halda sér á línunni, hann færi offari og hneigðist að ofdrykkju og í versta falli alkóhólisma og þá er auðvitað voðinn vís. Og má sosum til sanns vegar færa.

„Mátulegir“ verður þar með sagan um guðsgjöfina sem snýst í andhverfu sína og veldur á endanum óhamingju og tortímingu.

„Mátulegir“ er leiksviðsútgáfa af kvikmynd Thomasar Vinterbergs, „Druk“, frá 2020 og hefur verið tilnefnd til og hlotið fleiri verðlaun en hollt væri að telja upp. Myndin er skrambi góð, enda skreytir hún stórkanónum á borð við Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Magnus Millang og Lars Ranthe í aðalhlutverkunum fjórum. Í sýningu Borgarleikhússins eru þessi fjögur hlutverk hinna firrtu og lífsleiðu menntaskólakennara leikin af Hilmi Snæ Guðnasyni, Halldóri Gylfasyni, Jörundi Ragnarssyni og Þorsteini Bachmann.

Undirrituðum þykir sagan fara betur á leiksviði en í kvikmynd. Handritið hefur verið stýft, aukapersónur sem koma fyrir í kvikmyndinni eru skornar burt eða breytt í raddir af segulbandi í símtölum og er það til einföldunar; hér eru fjórmenningarnir einir á sviðinu allan tímann og bera söguna uppi. Sálfræðingurinn Nikolaj er öðrum fremur sögumaður og talar beint til áhorfenda; þegar aðrar sögupersónur snúa sér til áhorfenda þjóna þeir því hlutverki að vera nemendur í hinum ýmsu kennslustundum – hjá íþróttakennaranum Tommy, sögukennaranum Martin eða tónlistarkennaranum Peter. Þetta er allt saman haganlega útfært og skýrlega gert og vel stutt haganlegri leikmynd og myndböndum Heimis Sverrissonar og lýsingu Þórðar Orra Péturssonar. Leikmyndin er að stofni til leikfimisalur og önnur sögusvið búin þar til eftir þörfum. Þessi lausn styður við sögu Tommy, íþróttakennarans sem er hrakfallabálkur þessarar sögu; hann fer verst út úr þeirri tilraun, sem félagarnir fjórir leggja af stað með, að halda sér rallhálfum – með hálfa prómillið í blóðinu! – og endar á að missa allt í bókstaflegum skilningi. Sú harmsaga á skilið að vera í brennidepli og Halldór Gylfason skilar íþróttakennaranum Tommy á svo grípandi hátt að unun er á að horfa. Hver handahreyfing, hvert svipbrigði, hver augngota byggir upp karakter sem ekki er annað hægt en láta sér þykja vænt um. Hið sama gildir um samleikara hans, þá Hilmi Snæ, Jörund og Þorstein – þeir brillera allir í hlutverkum sínum, hér er valinn maður í hverju rúmi og sönn leikgleði ræður för! Þökk einnig leikstjóranum, Brynhildi Guðjónsdóttur!

Tveir listrænir kraftar skulu nefndir, sem eru óðum að hasla sér völl í íslensku leikhúslífi sem er vel. Anna Kolfinna Kuran annast sviðshreyfingar og Guðlaug Ólafsdóttir raddþjálfun. Hvort tveggja skilaði sér í afar áferðarfallegri sýningu – hreyfingar leikaranna ýttu undir áherslur sögunnar, og raddir þeirra urðu ásamt tónlist og hljóðmynd Ísidórs Jökuls Bjarnasonar að hljómfagurri sinfóníu – vonleysisins í upphafi, hinnar upphöfnu gleði þegar á leið, hins óumflýjanlega ósigurs og að endingu sáttarinnar í lokin – rétt eins og vera ber í öllum góðum sögum.


Þýðing: Þórdís Gísladóttir
Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir
Leikmynd og myndbandshönnun: Heimir Sverrisson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Sviðshreyfingar: Anna Kolfinna Kuran
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Raddþjálfun: Guðlaug Ólafsdóttir
Leikarar: Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Þorsteinn Bachmann
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár